Thomas Tuchel missti tvo miðverði úr leikmannahópi sínum fyrr í sumar en Andreas Christensen fór til Barcelona og Antonio Rüdiger til Real Madrid.
Chelsea hefur brugðist við því með að festa kaup á senegelska landsliðsfyrirliðanum Kalidou Koulibaly frá Napoli.
Nú beinast sjónir Chelsea-manna að Kounde sem einnig er á ratsjánni hjá Barcelona sem hefur raunar einnig augastað á Cesar Azpilicueta, fyrirliða Chelsea.
Joan Laporta, forseti Barcelona, lét hafa eftir sér í spænskum fjölmiðlum að eftir að hafa tryggt sér krafta Robert Lewandowski og Raphinha sé röðin komin að því að styrkja vörnina.
Þar hafa Kounde og Azpilicueta meðal annars verið nefndir til sögunnar í þeim efnum.