Sam Kerr fyrsta konan til að verða andlit FIFA Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júlí 2022 12:00 Sam Kerr verður fyrsta konan til að vera andlit heimsútgáfu tölvuleiksins FIFA. Ivan Yordanov/MI News/NurPhoto via Getty Images Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr, leikmaður Chelsea, verður fyrsta konan til að verða andlit heimsútgáfu tölvuleiksins FIFA þegar FIFA 23 kemur út í haust. Tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports kynnti í gær nýjustu útgáfu leiksins. Í tilkynningunni kemur fram að Kerr muni vera andlit leiksins, ásamt frönsku stórstjörnunni Kylian Mbappé. Franski framherjinn er andlit leiksins þriðja árið í röð. Presenting your #FIFA23 Cover Stars:@samkerr1 and @KMbappe ⭐️⭐️Two phenomenal forces up front.One ultimate strike partnership. See the full reveal on July 20 ➡ https://t.co/yjXnlCteDR pic.twitter.com/oOWyqoqBzB— EA SPORTS FIFA (@EASPORTSFIFA) July 18, 2022 Þetta verður í fyrsta skipti sem kona verður andlit heimsútgáfu leiksins sem kom fyrst út árið 1993 og hét þá FIFA International Soccer, en síðan eru liðin tæp þrjátíu ár. Þetta verður þó ekki í fyrsta skipti sem kona verður andlit leiksins. Árið 2016 var hin bandaríska Alex Morgan sem prýddi forsíðu leiksins í heimalandinu og Christine Sinclair, fyrirliði kanadíska landsliðsins, var á útgáfunni í Kanada. Kerr átti frábært tímabil með Chelsea í ensku WSL-deildinni á seinasta tímabili þar sem liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn og FA-bikarinn. Hún varð markahæsti leikmaður deildarinnar með 20 mörk í 22 leikjum, og var valin leikmaður tímabilsins af samtökum knattspyrnublaðamanna. Þetta verður áttunda árið í röð þar sem hægt verður að spila með kvennaliðum í leiknum. Hingað til hefur þó aðeins verið hægt að spila með kvennalandslið, en líklegt þykir að enska WSL-deildin verði með í þessari útgáfu. Þá verður þetta seinasta útgáfa FIFA-leiksins sem verður gefin út af EA Sports þar sem samningaviðræður tölvuleikjaframleiðandans við alþjóðaknattspyrnusambandið sigldu í strand í vor. Fótbolti Rafíþróttir FIFA Tengdar fréttir EA og FIFA slíta samstarfinu eftir að samningar sigldu í strand Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts og Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hafa slitið samstarfi sínu eftir tæplega þriggja áratuga langt samstarf. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports kynnti í gær nýjustu útgáfu leiksins. Í tilkynningunni kemur fram að Kerr muni vera andlit leiksins, ásamt frönsku stórstjörnunni Kylian Mbappé. Franski framherjinn er andlit leiksins þriðja árið í röð. Presenting your #FIFA23 Cover Stars:@samkerr1 and @KMbappe ⭐️⭐️Two phenomenal forces up front.One ultimate strike partnership. See the full reveal on July 20 ➡ https://t.co/yjXnlCteDR pic.twitter.com/oOWyqoqBzB— EA SPORTS FIFA (@EASPORTSFIFA) July 18, 2022 Þetta verður í fyrsta skipti sem kona verður andlit heimsútgáfu leiksins sem kom fyrst út árið 1993 og hét þá FIFA International Soccer, en síðan eru liðin tæp þrjátíu ár. Þetta verður þó ekki í fyrsta skipti sem kona verður andlit leiksins. Árið 2016 var hin bandaríska Alex Morgan sem prýddi forsíðu leiksins í heimalandinu og Christine Sinclair, fyrirliði kanadíska landsliðsins, var á útgáfunni í Kanada. Kerr átti frábært tímabil með Chelsea í ensku WSL-deildinni á seinasta tímabili þar sem liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn og FA-bikarinn. Hún varð markahæsti leikmaður deildarinnar með 20 mörk í 22 leikjum, og var valin leikmaður tímabilsins af samtökum knattspyrnublaðamanna. Þetta verður áttunda árið í röð þar sem hægt verður að spila með kvennaliðum í leiknum. Hingað til hefur þó aðeins verið hægt að spila með kvennalandslið, en líklegt þykir að enska WSL-deildin verði með í þessari útgáfu. Þá verður þetta seinasta útgáfa FIFA-leiksins sem verður gefin út af EA Sports þar sem samningaviðræður tölvuleikjaframleiðandans við alþjóðaknattspyrnusambandið sigldu í strand í vor.
Fótbolti Rafíþróttir FIFA Tengdar fréttir EA og FIFA slíta samstarfinu eftir að samningar sigldu í strand Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts og Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hafa slitið samstarfi sínu eftir tæplega þriggja áratuga langt samstarf. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
EA og FIFA slíta samstarfinu eftir að samningar sigldu í strand Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts og Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hafa slitið samstarfi sínu eftir tæplega þriggja áratuga langt samstarf. 10. maí 2022 20:00