Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Íþróttadeild skrifar 18. júlí 2022 21:50 Glódís Perla eftir leik dagsins. Alex Livesey/Getty Images Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. Malard skoraði markaði eftir að hafa gefið hælsendingu á Matéo sem fann Malard aftur í hlaupinu en íslenska vörnin virtist hreinlega ekki vera mætt til leiks á þeim tímapunkti. Fleiri lögleg mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma, en Frakkar náðu þó að setja boltann tvisvar í netið en jafn oft voru mörkin dæmd af, réttilega. Fyrst eftir rangstöðu og svo hendi. Ísland varði drjúgum tíma í vörn í þessum leik en átti þó sín færi. Sveindís Jane skallaði í slá eftir hornspyrnu en færi Íslands voru því miður ekki mjög afgerandi í kvöld og Frakkar töluvert sterkari aðilinn og mun meira með boltann. Það mæddi mikið á vörn Íslands í kvöld og bar Glódís Perla af þar, að hinum varnarmönnunum ólöstuðum. Í uppbótartíma seinni hálfleiks fengu Íslendingar svo vítaspyrnu, sem dæmd var löngu eftir brotið eftir skilaboð úr VAR herberginu. Dagný Brynjarsdóttir fór á punktinn og skoraði af öryggi. Fleira gerðist ekki í þessum leik þar sem dómarinn flautaði leikinn af áður en Frakkar náðu að taka miðju, en þá voru 12 mínútur komnar í uppbótartíma, eftir tvö löng stopp eftir að 90 mínútur voru komnar á klukkuna. Þar sem Belgar lögðu Ítalíu í hinum leik kvöldsins í riðlinum eru Íslendingar úr leik, taplausar. Byrjunarlið Markvörður: Sandra Sigurðardóttir 7 Greip oft vel inn í, þá sérstaklega í fyrirgjöfum Frakkanna. Hefði mögulega átt að gera betur í markinu sem Frakkar skoruðu en heilt yfir traust frammistaða hjá Söndru í kvöld. Hægri bakvörður: Guðný Árnadóttir 6 Frakkarnir sóttu mikið upp kantinn hjá Guðnýju sem stóð sína vakt með ágætum. Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir 5 Lítt áberandi í leiknum nema í föstum leikaatriðum. Hefur oft átt betri leiki í íslenska búningnum. Miðvörður: Glódís Perla Viggósdóttir 7 Flott frammistaða hjá Glódísi í kvöld. Stoppaði urmul af sóknum Frakka og var hárbreidd frá því að skora í uppbótartíma. Besti leikmaður Ísland í kvöld. Miðvörður: Ingibjörg Sigurðardóttir 6 Sterk innkoma hjá Ingibjörgu sem lét Frakkana finna vel fyrir sér. Henti sér fyrir ófáa bolta og var mjög vinnusöm. Hefði stundum mátt vera rólegri á boltanum í uppspilinu. Miðjumaður: Dagný Brynjarsdóttir 7 Virkaði svolítið týnd á köflum gegn öflugri miðju Frakka. Ógnandi að vanda í föstum leikatriðum og kláraði leikinn með góðu marki. Miðjumaður: Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði) 7 Sennilega besti leikur Söru á mótinu. Miklu ferskari í kvöld en í fyrstu tveimur leikjunum. Augljóst að Frakkarnir lögðu mikla áherslu á að stoppa hana og gáfu henni ekki mikið pláss til að vinna með. Nálægt því að skora með skalla áður en hún var tekin útaf. Miðjumaður: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 7 Skilaði mikillli vinnu í kvöld, þá sjaldan sem hún fékk úr einhverju að moða. Líflegust Íslendinga fram á við. Hægri kantur: Sveindís Jane Jónsdóttir 5 Ógnandi eins og alltaf en gat ekki klárað leikinn, virtist vera meidd í læri. Henti í algjört dauðafæri í byrjun þegar hún skallaði í slá, mögulega besta færi Íslands í leiknum. Ísland saknaði meira framlags frá Sveindísi í kvöld. Vinstri kantur: Agla María Albertsdóttir 5 Agla virkaði oft hálf hrædd við Frakkana og náði sér aldrei almennilega á strik í kvöld. Framherji: Berglind Björg Þorvaldsdóttir 5 Átti tvö virkilega góð færi sem hún náði ekki að nýta. Mokaði boltanum yfir í dauðafæri eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik og skaut svo framhjá úr góðu skotfæri í seinni. Varamenn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 6 - Kom inn fyrir Hallberu Guðnýju á 60. mínútu. Skilaði ágætis framlagi án þess að hafa afgerandi áhrif á leikinn. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 6 - Kom inn fyrir Söru Björk á 60. mínútu. Flott innkoma hjá Gunnhildi. Barðist eins og ljón eins og alltaf og nældi í vítaspyrnuna. Svava Rós Guðmundsdóttir 6 - Kom inn fyrir Sveindísi Jane á 60. mínútu. Náði frábærum spretti en síðasta sendingin klikkaði. Amanda Andradóttir - Kom inn fyrir Öglu Maríu á 82. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Elín Metta Jensen kom inn á fyrir Guðnýju Árna á 88. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Twitter um leikinn við Frakka | Takk stelpur Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira
Malard skoraði markaði eftir að hafa gefið hælsendingu á Matéo sem fann Malard aftur í hlaupinu en íslenska vörnin virtist hreinlega ekki vera mætt til leiks á þeim tímapunkti. Fleiri lögleg mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma, en Frakkar náðu þó að setja boltann tvisvar í netið en jafn oft voru mörkin dæmd af, réttilega. Fyrst eftir rangstöðu og svo hendi. Ísland varði drjúgum tíma í vörn í þessum leik en átti þó sín færi. Sveindís Jane skallaði í slá eftir hornspyrnu en færi Íslands voru því miður ekki mjög afgerandi í kvöld og Frakkar töluvert sterkari aðilinn og mun meira með boltann. Það mæddi mikið á vörn Íslands í kvöld og bar Glódís Perla af þar, að hinum varnarmönnunum ólöstuðum. Í uppbótartíma seinni hálfleiks fengu Íslendingar svo vítaspyrnu, sem dæmd var löngu eftir brotið eftir skilaboð úr VAR herberginu. Dagný Brynjarsdóttir fór á punktinn og skoraði af öryggi. Fleira gerðist ekki í þessum leik þar sem dómarinn flautaði leikinn af áður en Frakkar náðu að taka miðju, en þá voru 12 mínútur komnar í uppbótartíma, eftir tvö löng stopp eftir að 90 mínútur voru komnar á klukkuna. Þar sem Belgar lögðu Ítalíu í hinum leik kvöldsins í riðlinum eru Íslendingar úr leik, taplausar. Byrjunarlið Markvörður: Sandra Sigurðardóttir 7 Greip oft vel inn í, þá sérstaklega í fyrirgjöfum Frakkanna. Hefði mögulega átt að gera betur í markinu sem Frakkar skoruðu en heilt yfir traust frammistaða hjá Söndru í kvöld. Hægri bakvörður: Guðný Árnadóttir 6 Frakkarnir sóttu mikið upp kantinn hjá Guðnýju sem stóð sína vakt með ágætum. Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir 5 Lítt áberandi í leiknum nema í föstum leikaatriðum. Hefur oft átt betri leiki í íslenska búningnum. Miðvörður: Glódís Perla Viggósdóttir 7 Flott frammistaða hjá Glódísi í kvöld. Stoppaði urmul af sóknum Frakka og var hárbreidd frá því að skora í uppbótartíma. Besti leikmaður Ísland í kvöld. Miðvörður: Ingibjörg Sigurðardóttir 6 Sterk innkoma hjá Ingibjörgu sem lét Frakkana finna vel fyrir sér. Henti sér fyrir ófáa bolta og var mjög vinnusöm. Hefði stundum mátt vera rólegri á boltanum í uppspilinu. Miðjumaður: Dagný Brynjarsdóttir 7 Virkaði svolítið týnd á köflum gegn öflugri miðju Frakka. Ógnandi að vanda í föstum leikatriðum og kláraði leikinn með góðu marki. Miðjumaður: Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði) 7 Sennilega besti leikur Söru á mótinu. Miklu ferskari í kvöld en í fyrstu tveimur leikjunum. Augljóst að Frakkarnir lögðu mikla áherslu á að stoppa hana og gáfu henni ekki mikið pláss til að vinna með. Nálægt því að skora með skalla áður en hún var tekin útaf. Miðjumaður: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 7 Skilaði mikillli vinnu í kvöld, þá sjaldan sem hún fékk úr einhverju að moða. Líflegust Íslendinga fram á við. Hægri kantur: Sveindís Jane Jónsdóttir 5 Ógnandi eins og alltaf en gat ekki klárað leikinn, virtist vera meidd í læri. Henti í algjört dauðafæri í byrjun þegar hún skallaði í slá, mögulega besta færi Íslands í leiknum. Ísland saknaði meira framlags frá Sveindísi í kvöld. Vinstri kantur: Agla María Albertsdóttir 5 Agla virkaði oft hálf hrædd við Frakkana og náði sér aldrei almennilega á strik í kvöld. Framherji: Berglind Björg Þorvaldsdóttir 5 Átti tvö virkilega góð færi sem hún náði ekki að nýta. Mokaði boltanum yfir í dauðafæri eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik og skaut svo framhjá úr góðu skotfæri í seinni. Varamenn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 6 - Kom inn fyrir Hallberu Guðnýju á 60. mínútu. Skilaði ágætis framlagi án þess að hafa afgerandi áhrif á leikinn. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 6 - Kom inn fyrir Söru Björk á 60. mínútu. Flott innkoma hjá Gunnhildi. Barðist eins og ljón eins og alltaf og nældi í vítaspyrnuna. Svava Rós Guðmundsdóttir 6 - Kom inn fyrir Sveindísi Jane á 60. mínútu. Náði frábærum spretti en síðasta sendingin klikkaði. Amanda Andradóttir - Kom inn fyrir Öglu Maríu á 82. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Elín Metta Jensen kom inn á fyrir Guðnýju Árna á 88. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Twitter um leikinn við Frakka | Takk stelpur Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira
Twitter um leikinn við Frakka | Takk stelpur Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30