Íþrótt sem fer sístækkandi í Bandaríkjunum og byrjar vel á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 06:26 Í efra vinstra horninu má sjá spaða og bolta sem notast er við til að spila leikinn. Neðar á myndinni má sjá háskólanemana fjóra sem ferðuðust hingað til lands til þess að kynna landanum leikinn. Í efra hægra horninu má sjá algjöran byrjanda í sportinu reyna sitt besta. Vísir/Bjarni Íþrótt sem fer ört vaxandi í Bandaríkjunum hefur fengið góðar viðtökur hér á landi og hafa útsendarar hennar ferðast um til að boða fagnaðarerindið. Íþróttin er auðlærð og aðgengileg en æfingin skapar þó meistarann. Fjórir ungir menn frá Bandaríkjunum hafa að undanförnu haldið til hér á landi, á vegum háskóla síns í Norður-Karólínu, gagngert til þess að kynna Íslendinga fyrir uppáhalds íþróttinni sinni, sem á ensku nefnist pickleball. „Pickleball er mest ört vaxandi íþróttin í Bandaríkjunum og er líka að dreifast um heiminn. En það virðast ekki margir spila hana á Íslandi, þannig að við höfum ferðast um og farið á mismunandi staði til þess að kynna hana fyrir fólki,“ segir Harrison Lewis, einn þeirra fjögurra sem fékk styrk frá háskóla sínum í Norður-Karólínu til að dvelja á Íslandi í nokkrar vikur í sumar og kynna íþróttina. Viðtökurnar hafa ekki verið af verri endanum, að sögn Nisarg Shah, félaga hans. „Fólk hefur elskað þetta, sérstaklega ungt fólk. Hvar sem við höfum komið og sett upp völl, hvort sem það er í skólum eða á körfuboltavöllum víðs vegar, þá hafa krakkarnir viljað prófa og vera með,“ segir Nisarg. Uppsetning vallarins er nokkuð einföld, en strákarnir settu upp völl á körfuboltavelli við grunnskóla í Reykjavík og notuðust aðeins við net sem hægt er að setja saman á stuttum tíma og límband til að marka útlínur vallarins. Þeir Kobe Roseman, Nisarg Shah, Harrison Lewis og Bobby McQueen hafa ferðast um landið og kynnt pickleball, eða súrknattleik, fyrir þjóðinni.Vísir/Bjarni Ljóst er að engum ofsögum er sagt af áhuga unga fólksins, en þar sem fréttastofa fræddist um pickleball, sem á íslensku mætti kalla súrknattleik, komu forvitin ungmenni og fengu að prófa. Íþróttin er nokkuð einföld, og flestar reglurnar snúast aðeins um upphaf leiksins, það er að segja, uppgjöfina, en aðeins má gefa upp með undirhandarskoti og inn á ákveðið svæði. Fréttamaður fékk sjálfur að spreyta sig í íþróttinni, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að ofan. Af þeirri tilraun að dæma er ljóst að byrjendaheppni dugar skammt í íþróttinni, sem er þó í senn auðlærð og skemmtileg, auk þess að vera hin besta líkamsrækt í þokkabót. Fyrir forvitna sem vilja betur kynna sér pickleball, má þá benda á myndskeiðið hér að neðan, sem er einmitt ætlað nýgræðingum í íþróttinni. Reykjavík Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Fjórir ungir menn frá Bandaríkjunum hafa að undanförnu haldið til hér á landi, á vegum háskóla síns í Norður-Karólínu, gagngert til þess að kynna Íslendinga fyrir uppáhalds íþróttinni sinni, sem á ensku nefnist pickleball. „Pickleball er mest ört vaxandi íþróttin í Bandaríkjunum og er líka að dreifast um heiminn. En það virðast ekki margir spila hana á Íslandi, þannig að við höfum ferðast um og farið á mismunandi staði til þess að kynna hana fyrir fólki,“ segir Harrison Lewis, einn þeirra fjögurra sem fékk styrk frá háskóla sínum í Norður-Karólínu til að dvelja á Íslandi í nokkrar vikur í sumar og kynna íþróttina. Viðtökurnar hafa ekki verið af verri endanum, að sögn Nisarg Shah, félaga hans. „Fólk hefur elskað þetta, sérstaklega ungt fólk. Hvar sem við höfum komið og sett upp völl, hvort sem það er í skólum eða á körfuboltavöllum víðs vegar, þá hafa krakkarnir viljað prófa og vera með,“ segir Nisarg. Uppsetning vallarins er nokkuð einföld, en strákarnir settu upp völl á körfuboltavelli við grunnskóla í Reykjavík og notuðust aðeins við net sem hægt er að setja saman á stuttum tíma og límband til að marka útlínur vallarins. Þeir Kobe Roseman, Nisarg Shah, Harrison Lewis og Bobby McQueen hafa ferðast um landið og kynnt pickleball, eða súrknattleik, fyrir þjóðinni.Vísir/Bjarni Ljóst er að engum ofsögum er sagt af áhuga unga fólksins, en þar sem fréttastofa fræddist um pickleball, sem á íslensku mætti kalla súrknattleik, komu forvitin ungmenni og fengu að prófa. Íþróttin er nokkuð einföld, og flestar reglurnar snúast aðeins um upphaf leiksins, það er að segja, uppgjöfina, en aðeins má gefa upp með undirhandarskoti og inn á ákveðið svæði. Fréttamaður fékk sjálfur að spreyta sig í íþróttinni, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að ofan. Af þeirri tilraun að dæma er ljóst að byrjendaheppni dugar skammt í íþróttinni, sem er þó í senn auðlærð og skemmtileg, auk þess að vera hin besta líkamsrækt í þokkabót. Fyrir forvitna sem vilja betur kynna sér pickleball, má þá benda á myndskeiðið hér að neðan, sem er einmitt ætlað nýgræðingum í íþróttinni.
Reykjavík Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira