Belgía vann Ítalíu 1-0 í hinum leik D-riðils í kvöld. Hefði leikurinn endað með jafntefli hefði Ísland farið áfram en því miður vann Belgía og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum.
Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Tinne De Caigny í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat. Belgía mætir Svíþjóð á Old Trafford í 8-liða úrslitum.