Ánægðir íbúar á Djúpavogi - Algjör perla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júlí 2022 08:03 Um 500 manns búa á Djúpavogi. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Staðurinn er algjör perla, hér er æðislegt að ala upp börn, það er allt gott við staðinn og samfélagið er einstakt.“ Hér er verið að vitna í ummæli nokkurra íbúa á Djúpavogi, sem Magnús Hlynur heimsótti. "Það er samfélagið hér og umhverfið og fólkið, það er best við Djúpavog. Þetta er svona staður þar sem allt getur gerst en samt gerist ekki neitt,“ segir William Óðinn Lefever íbúi. William segir mjög gott að ala upp börn á staðnum. „Já, það er engin betri staður í heiminum að ala upp börn heldur en hér. Ég er sannfærður um það, annars væri ég ekki hérna,“ segir hann og hlær. William Óðinn Lefever er alsæll á Djúpavogi með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Ég held að það sé allt bara, mannlífið, náttúran, ég get ekki séð betur en að það sé allt, sem er svona gott við staðinn,“ segir Þór Vigfússon íbúi. "Bara kyrrðin og rólegheitin mest mengis, annars er þetta geggjaður staður. Fyrst og fremst er fólkið æðislegt hérna. Við auðvitað komum hingað ótengd algjörlega og okkur var ofsalega vel tekið og hefur verið alveg síðan. Þetta er lítill staður og lengst í burtu og kannski þess vegna leita allir inn á við heldur en út á við eftir aðstoð og hjálp og fyrir vikið verður til einstakt samfélag,“ segir Gréta Mjöll Samúelsdóttir íbúi. Gréta Mjöll er mjög ánægð með að búa á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Djúpivogur er algjör perla. Við stefnum að því við Þór Vigfússon að efla Djúpavog mjög mikið og laða fólk hingað að. Vísindi, listafólk og nýsköpun og setja á rafmagnsflugvéla samgöngur á milli Reykjavíkur og Djúpavogs og láta malbika flugvöllinn hérna niður á söndunum. Þegar þetta er komið í gang, blómlegt líf hérna, menningarlíf, sem nær langt út fyrir landsteinana, þá sækjum við um borgararéttindi fyrir Djúpavogsborg á undan Akureyringum,“ segir Sigurður Guðmundsson íbúi léttur í bragði eins og alltaf. Vinirnir og listamennirnir, Þór (t.v.) og Guðmundur, sem ætla að gera allt sem þeir geta til að efla Djúpavog enn frekar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, þetta er ekki flókið, íbúar þorpsins eru alsælir með að búa á á Djúpavogi, sem er greinilega frábær staður, enda mjög fallegur og friðsæll og lokkar mikið af ferðamönnum til sín allt árið, þó sumarið sé alltaf vinsælasti tíminn. Íbúar kauptúnsins eru rétt um 500. Það er einstaklega fallegt á Djúpavogi og alltaf gaman að koma þangað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Múlaþing Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
"Það er samfélagið hér og umhverfið og fólkið, það er best við Djúpavog. Þetta er svona staður þar sem allt getur gerst en samt gerist ekki neitt,“ segir William Óðinn Lefever íbúi. William segir mjög gott að ala upp börn á staðnum. „Já, það er engin betri staður í heiminum að ala upp börn heldur en hér. Ég er sannfærður um það, annars væri ég ekki hérna,“ segir hann og hlær. William Óðinn Lefever er alsæll á Djúpavogi með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Ég held að það sé allt bara, mannlífið, náttúran, ég get ekki séð betur en að það sé allt, sem er svona gott við staðinn,“ segir Þór Vigfússon íbúi. "Bara kyrrðin og rólegheitin mest mengis, annars er þetta geggjaður staður. Fyrst og fremst er fólkið æðislegt hérna. Við auðvitað komum hingað ótengd algjörlega og okkur var ofsalega vel tekið og hefur verið alveg síðan. Þetta er lítill staður og lengst í burtu og kannski þess vegna leita allir inn á við heldur en út á við eftir aðstoð og hjálp og fyrir vikið verður til einstakt samfélag,“ segir Gréta Mjöll Samúelsdóttir íbúi. Gréta Mjöll er mjög ánægð með að búa á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Djúpivogur er algjör perla. Við stefnum að því við Þór Vigfússon að efla Djúpavog mjög mikið og laða fólk hingað að. Vísindi, listafólk og nýsköpun og setja á rafmagnsflugvéla samgöngur á milli Reykjavíkur og Djúpavogs og láta malbika flugvöllinn hérna niður á söndunum. Þegar þetta er komið í gang, blómlegt líf hérna, menningarlíf, sem nær langt út fyrir landsteinana, þá sækjum við um borgararéttindi fyrir Djúpavogsborg á undan Akureyringum,“ segir Sigurður Guðmundsson íbúi léttur í bragði eins og alltaf. Vinirnir og listamennirnir, Þór (t.v.) og Guðmundur, sem ætla að gera allt sem þeir geta til að efla Djúpavog enn frekar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, þetta er ekki flókið, íbúar þorpsins eru alsælir með að búa á á Djúpavogi, sem er greinilega frábær staður, enda mjög fallegur og friðsæll og lokkar mikið af ferðamönnum til sín allt árið, þó sumarið sé alltaf vinsælasti tíminn. Íbúar kauptúnsins eru rétt um 500. Það er einstaklega fallegt á Djúpavogi og alltaf gaman að koma þangað.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Múlaþing Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira