„Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. júlí 2022 09:31 Listakonan Björg Örvar stendur fyrir sýningu í Gallery Þulu. Aðsend Listakonan Björg Örvar opnaði myndlistarsýningu í Gallery Þulu um síðustu helgi. Sýningin ber nafnið „Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár“, en titillinn er tilvitnun í ljóð skáldsins Tomas Tranströmer. Erfitt að skilgreina Björg Örvar hefur sýnt víða og er löngu orðin þekkt fyrir málverk sem erfitt er að skilgreina en tenging við náttúruna, tilfinningar og manneskjuna er augljós í áhrifamiklum verkum hennar. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1979 og stundaði síðan listnám við University of California á árunum 1981-1983. Á þessari sýningu má sjá málverk sem listamaðurinn hefur unnið að síðustu árin ásamt nýjum verkum. View this post on Instagram A post shared by @bjorgorvar Fullkomið samtal við nútímann Ásdís Þula, eigandi Gallery Þulu, sagði í samtali við blaðamann að verk Bjargar ættu mikinn samastað í samtímanum: „Þó svo að Björg hafi starfað lengi þá tel ég persónulega að hennar tími sé núna, þar sem abstrakt verk hennar eru í fullkomnu samtali við nútímann með sínar mjúku lífrænu línur og litasamsetningu.“ View this post on Instagram A post shared by @bjorgorvar Kjarni málsins Halldóra Kristín Thoroddsen, skáld og rithöfundur, skrifaði texta um Björgu og verk hennar sem hljóðar svo: „Form er innihald, innihald er form. Sem aldrei fyrr lýkst sá sannleikur upp fyrir tímanum. Efnisagnir eru upplýsingar í tómi leitandi að sinni samsvörun. Getum við talað um þrá efnsins? Náttúrulífsmálarinn Björg Örvar fjallar um kjarna málsins. Hið smæsta og hið stærsta. Alheim og öreind. Í hugleiðsluástandi skynjum við stundum að innst inni erum við hið sama og umhverfi okkar, örsaga í því heildarverki, byggð því sama efni. Maður, jörð og alheimur eru eitt. Það er erfitt að mæla Björgu hillupláss í stefnuúrvali myndlistarheimsins. Hér dugir engin ættfærsla, til þess er höfundurinn of sérsinna, þó að hann standi föstum fótum í hringiðunni miðri, dorgandi jafnt úr fagurbókmenntum, tónlist, vísindum og sjónrænum listum. Tilraunir hennar minna kannski helst á tilraunir sumra tónlistarmanna þegar þeir fara inn í tóninn og bjaga fram á bjargbrún, til þess að finna mörkun á milli þess að vera tónn eða bara hljóð.“ View this post on Instagram A post shared by @bjorgorvar Sýningin stendur til sjöunda ágúst næstkomandi. Myndlist Menning Tengdar fréttir „Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. 29. júní 2022 13:30 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Erfitt að skilgreina Björg Örvar hefur sýnt víða og er löngu orðin þekkt fyrir málverk sem erfitt er að skilgreina en tenging við náttúruna, tilfinningar og manneskjuna er augljós í áhrifamiklum verkum hennar. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1979 og stundaði síðan listnám við University of California á árunum 1981-1983. Á þessari sýningu má sjá málverk sem listamaðurinn hefur unnið að síðustu árin ásamt nýjum verkum. View this post on Instagram A post shared by @bjorgorvar Fullkomið samtal við nútímann Ásdís Þula, eigandi Gallery Þulu, sagði í samtali við blaðamann að verk Bjargar ættu mikinn samastað í samtímanum: „Þó svo að Björg hafi starfað lengi þá tel ég persónulega að hennar tími sé núna, þar sem abstrakt verk hennar eru í fullkomnu samtali við nútímann með sínar mjúku lífrænu línur og litasamsetningu.“ View this post on Instagram A post shared by @bjorgorvar Kjarni málsins Halldóra Kristín Thoroddsen, skáld og rithöfundur, skrifaði texta um Björgu og verk hennar sem hljóðar svo: „Form er innihald, innihald er form. Sem aldrei fyrr lýkst sá sannleikur upp fyrir tímanum. Efnisagnir eru upplýsingar í tómi leitandi að sinni samsvörun. Getum við talað um þrá efnsins? Náttúrulífsmálarinn Björg Örvar fjallar um kjarna málsins. Hið smæsta og hið stærsta. Alheim og öreind. Í hugleiðsluástandi skynjum við stundum að innst inni erum við hið sama og umhverfi okkar, örsaga í því heildarverki, byggð því sama efni. Maður, jörð og alheimur eru eitt. Það er erfitt að mæla Björgu hillupláss í stefnuúrvali myndlistarheimsins. Hér dugir engin ættfærsla, til þess er höfundurinn of sérsinna, þó að hann standi föstum fótum í hringiðunni miðri, dorgandi jafnt úr fagurbókmenntum, tónlist, vísindum og sjónrænum listum. Tilraunir hennar minna kannski helst á tilraunir sumra tónlistarmanna þegar þeir fara inn í tóninn og bjaga fram á bjargbrún, til þess að finna mörkun á milli þess að vera tónn eða bara hljóð.“ View this post on Instagram A post shared by @bjorgorvar Sýningin stendur til sjöunda ágúst næstkomandi.
Myndlist Menning Tengdar fréttir „Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. 29. júní 2022 13:30 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. 29. júní 2022 13:30