Körfubolti

Stjarnan semur við Adama Darboe

Atli Arason skrifar
Adama Darboe í leik með KR-ingum á síðasta leiktímabili.
Adama Darboe í leik með KR-ingum á síðasta leiktímabili. Hulda Margrét

„Það verða ekki bara danskir dagar í Hagkaup næsta vetur,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar sem hefur öflugan liðsstyrk fyrir næsta tímabil frá KR-ingum í Dananum Adama Darboe.

Stjarnan verður þriðja íslenska liðið sem Darboe leikur með en hann spilaði með Grindavík árið 2008 áður en hann kom aftur til Íslands til að leika með KR á síðasta tímabili.

Á síðustu leiktíð var Darboe bæði stiga- og stoðsendingahæstur hjá KR með 16,9 stig og 6,7 stoðsendingar að meðaltali á leik. Daninn var jafnframt með flest framlagsstig KR-inga eða 18,9 framlagstig á hvern leik. Er brottför Darboe því mikil blóðtaka fyrir Vesturbæinga en á sama tíma happafengur fyrir Garðbæinga.

„Það er tilhlökkunarefni að sjá Adama í Stjörnubúningnum og eflaust eiga hann og Rob Turner hinn þriðji eftir að valda vörnum andstæðinganna miklum höfuðverk í vetur,“ segir enn fremur í tilkynningu Stjörnunnar í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×