Lukaku: Mistök að fara til Chelsea Atli Arason skrifar 15. júlí 2022 18:15 Romelu Lukaku er enn þá samningsbundinn Chelsea en leikur á láni hjá Inter á næsta leiktímabili. Getty Images Romelu Lukaku, leikmaður Inter Milan, segir það hafa verið mistök að yfirgefa Inter til að ganga til liðs við Chelsea síðasta sumar. Leikmaðurinn er nú kominn aftur til Inter á láni frá Chelsea eftir að enska félagið gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar það borgaði Inter 100 milljónir evra fyrir Lukaku í ágúst 2021. Lánssamningurinn kostar Inter um 8 milljónir evra. Lukaku var á meðal nokkra leikmanna Inter að kynna nýju treyju liðsins fyrir næsta tímabil. Framherjinn þrýsti sjálfur á félagaskipti sín frá Inter til Chelsea í fyrra en segir núna það hafa verið mistök að yfirgefa Inter fyrir Chelsea. „Ég fór. Það voru mistök, er það ekki Nico?“ grínaðist Lukaku með liðsfélaga sínum Nicolo Barella. „Núna er ég glaður yfir því að klæðast treyju Inter aftur. Liðið veit hvað það þarf að gera á næsta tímabili, sem verður stór áskorun fyrir okkur,“ bætti hann við. „Mílan er yndisleg borg og það er ástæðan fyrir því að ég losaði mig ekki við gömlu íbúðina mína þegar ég fór til London. Móðir mín var alltaf að koma hingað og ég vissi að mig myndi langa að koma hingað aftur“ Lukaku lék með Inter á árunum 2019-2021 eftir að hafa skipt yfir frá Manchester United. Í 72 leikjum í Seríu A skoraði hann 47 mörk fyrir Inter en Belginn olli vonbrigðum á Englandi þar sem hann skoraði einungis 8 mörk í 26 deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta leiktímabili og þurfti að sætta sig við að verma varamannabekkinn seinni hluta tímabilsins. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði áður sagt að Lukaku gæti átt framtíð hjá Chelsea eftir lánssamninginn við Inter en þessi ummæli framherjans munu sennilega ekki falla vel í kramið hjá bæði stuðnings- og forráðamönnum enska félagsins. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga Sjá meira
Leikmaðurinn er nú kominn aftur til Inter á láni frá Chelsea eftir að enska félagið gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar það borgaði Inter 100 milljónir evra fyrir Lukaku í ágúst 2021. Lánssamningurinn kostar Inter um 8 milljónir evra. Lukaku var á meðal nokkra leikmanna Inter að kynna nýju treyju liðsins fyrir næsta tímabil. Framherjinn þrýsti sjálfur á félagaskipti sín frá Inter til Chelsea í fyrra en segir núna það hafa verið mistök að yfirgefa Inter fyrir Chelsea. „Ég fór. Það voru mistök, er það ekki Nico?“ grínaðist Lukaku með liðsfélaga sínum Nicolo Barella. „Núna er ég glaður yfir því að klæðast treyju Inter aftur. Liðið veit hvað það þarf að gera á næsta tímabili, sem verður stór áskorun fyrir okkur,“ bætti hann við. „Mílan er yndisleg borg og það er ástæðan fyrir því að ég losaði mig ekki við gömlu íbúðina mína þegar ég fór til London. Móðir mín var alltaf að koma hingað og ég vissi að mig myndi langa að koma hingað aftur“ Lukaku lék með Inter á árunum 2019-2021 eftir að hafa skipt yfir frá Manchester United. Í 72 leikjum í Seríu A skoraði hann 47 mörk fyrir Inter en Belginn olli vonbrigðum á Englandi þar sem hann skoraði einungis 8 mörk í 26 deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta leiktímabili og þurfti að sætta sig við að verma varamannabekkinn seinni hluta tímabilsins. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði áður sagt að Lukaku gæti átt framtíð hjá Chelsea eftir lánssamninginn við Inter en þessi ummæli framherjans munu sennilega ekki falla vel í kramið hjá bæði stuðnings- og forráðamönnum enska félagsins.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga Sjá meira