Undirbúningur fyrir hressilega góðan mánudag Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. júlí 2022 07:00 Eitt af því skemmtilega við börn er að þau geta vaknað ótrúlega hress á morgnana. Alveg hoppandi glöð og tilbúin í daginn. Og fyrst þau geta þetta, hvers vegna ekki við? Vísir/Getty Þótt það sé góður fössari í dag og jafnvel stemning í loftinu fyrir helgina, ætlum við að nýta tækifærið í dag og undirbúa okkur svolítið fyrir hressilega góðan mánudag. Því hvort sem við erum að mæta aftur eftir frí eða bara eftir góða helgi verður það að segjast að mánudagarnir geta oft verið nokkuð erfiðir fyrir okkur. Að vakna á mánudagsmorgni, vera eldhress til að mæta til vinnu og bretta þar upp ermar. Úff, oft erfitt! En þótt það stefni í fjöruga helgi og jafnvel gott ferðalag, er alveg hægt að peppa okkur upp í góða mánudagsmorgna með smá undirbúning. Hérna eru nokkrar tillögur: #1: Helgin Þótt það sé líklegt að svefnrútínan verði eitthvað aðeins öðruvísi um helgina og við mögulega að sofa út, er ágætt að hafa í huga að snúa sólahringnum þó ekki við og helst að sofa ekki of lengi fram eftir á morgnana. Sérstaklega á sunnudag. #2: Sunnudagurinn Mælt er með að borða kvöldmatinn þremur til fjórum klukkustundum fyrir svefninn og helst ekkert eftir það. Þetta ráð kemur megrun reyndar ekkert við heldur er hér verið að vitna í næringafræðing í umfjöllun Bodyshot Performance sem segir að eitt af því sem er best fyrir svefninn er að líkaminn fái hlé í nokkrar klukkustundir áður en farið er að sofa, því þá gengur líkamanum betur að vinna úr því sem hann er að vinna úr yfir nóttina. Þá er gott að muna að á hverri nóttu þurfum við að sofa í sjö til átta klukkustundir þannig að líkami og hugur nái góðri hvíld og dagsformið okkar verði sem best daginn eftir. Það hjálpar ótrúlega mikið til við vinnu og alla almenna velgengni í lífinu að ná alltaf góðum nætursvefni. #3: Mánudagsmorguninn Þegar að þú vaknar á mánudagsmorguninn er gott að koma líkamanum strax af stað í einhverja hreyfingu. Já, við ætlum ekki að fara að snúsa! Að vakna, setjast strax upp og teygja úr sér, standa upp og fara fram er góð leið til að koma okkur strax í góðan gír fyrir daginn. Þó ekki þannig að við séum að hreyfa okkur í einhverju hasti. Alls ekki. Frekar að gera þetta að notalegri stund. Koma blóðrásinni af stað með því að setjast upp, nudda stýrurnar úr augunum, hreyfa svolítið útlimina eða teygja úr okkur. Jafnvel gera smá morgunæfingar. #4: Kærleikur, ást eða hrós Sumum kann að þykja þetta væmið en staðreyndin er bara sú að þetta snilldarráð virkar mjög vel til að búa okkur undir góðan dag. Jafnvel dásamlegan. Þetta ráð gengur út á að eitt af fyrstu verkefnunum okkar á morgnana felst í að sýna kærleik, ást eða gefa hrós. Við getum til dæmis smellt góðum kossi á makann okkar og börn. Brosað til okkar í speglinum. Hrósað einhverjum í fjölskyldunni. Jafnvel með hrósi sem við vorum búin að ákveða kvöldinu áður. Því allt ofangreint gefur okkur frábæra jákvæða orku og fátt virkar betur en einmitt það til að tryggja góðan dag framundan. #4: Gardínurnar Annað sem skiptir miklu máli á morgnana er dagsbirtan . Yfir sumartímann er reyndar bjart allan sólahringinn en margir sofa með myrkvunargluggatjöld inni hjá sér og það er um að gera að draga þau frá sem fyrst eftir að þú vaknar. Því dagsbirtan hjálpar okkur að vakna. #5: Geggjaða stundin fyrir þig þessa vikuna Eitt af því sem gerir okkur svolítið vélræn á morgnana er að við erum að sinna morgunverkum á eins stuttum tíma og við getum og flest gengur út á að ná til vinnu á réttum tíma. Við erum líka vélræn því við vitum að þegar að við mætum til vinnu, bíða okkur fyrirfram ákveðin verkefni og hlutverk sem við þurfum að sinna. En til að hrista af okkur þetta vélræna slen og finna betur orkuna sem við viljum vera uppfull af, er gott að hugsa um það á hverjum morgni hvað okkur hlakkar mest til að gera í þessari viku. Ekki í vinnunni og ekki fyrir neinn annan en okkur sjálf. Þetta gæti verið golfið sem við ætlum að spila, göngutúrinn, kaffihúsahittingurinn, hádegismaturinn sem við vorum búin að bóka með vini eða vinkonu, hugleiðslan sem við ætlum að gefa okkur tíma fyrir í dag eða hvað annað sem er. Á ensku er oft talað um þessa stund sem „me time“ en það sem einkennir þessar stundir er að okkur hlakkar alltaf til þeirra og því er það alltaf þess virði að skipuleggja svona stundir fyrir hverja viku. Það besta við þessa mánudagsþjálfun er að oftar en ekki, smitar hún út frá sér og áður en þú veist af ertu farinn að upplifa hvern morgun sem auðveldari og skemmtilegri og fyrir vikið verður það ósjálfrátt að bæði orkan og jákvæðnin mæta með þér í vinnuna alla daga. Heilsa Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Því hvort sem við erum að mæta aftur eftir frí eða bara eftir góða helgi verður það að segjast að mánudagarnir geta oft verið nokkuð erfiðir fyrir okkur. Að vakna á mánudagsmorgni, vera eldhress til að mæta til vinnu og bretta þar upp ermar. Úff, oft erfitt! En þótt það stefni í fjöruga helgi og jafnvel gott ferðalag, er alveg hægt að peppa okkur upp í góða mánudagsmorgna með smá undirbúning. Hérna eru nokkrar tillögur: #1: Helgin Þótt það sé líklegt að svefnrútínan verði eitthvað aðeins öðruvísi um helgina og við mögulega að sofa út, er ágætt að hafa í huga að snúa sólahringnum þó ekki við og helst að sofa ekki of lengi fram eftir á morgnana. Sérstaklega á sunnudag. #2: Sunnudagurinn Mælt er með að borða kvöldmatinn þremur til fjórum klukkustundum fyrir svefninn og helst ekkert eftir það. Þetta ráð kemur megrun reyndar ekkert við heldur er hér verið að vitna í næringafræðing í umfjöllun Bodyshot Performance sem segir að eitt af því sem er best fyrir svefninn er að líkaminn fái hlé í nokkrar klukkustundir áður en farið er að sofa, því þá gengur líkamanum betur að vinna úr því sem hann er að vinna úr yfir nóttina. Þá er gott að muna að á hverri nóttu þurfum við að sofa í sjö til átta klukkustundir þannig að líkami og hugur nái góðri hvíld og dagsformið okkar verði sem best daginn eftir. Það hjálpar ótrúlega mikið til við vinnu og alla almenna velgengni í lífinu að ná alltaf góðum nætursvefni. #3: Mánudagsmorguninn Þegar að þú vaknar á mánudagsmorguninn er gott að koma líkamanum strax af stað í einhverja hreyfingu. Já, við ætlum ekki að fara að snúsa! Að vakna, setjast strax upp og teygja úr sér, standa upp og fara fram er góð leið til að koma okkur strax í góðan gír fyrir daginn. Þó ekki þannig að við séum að hreyfa okkur í einhverju hasti. Alls ekki. Frekar að gera þetta að notalegri stund. Koma blóðrásinni af stað með því að setjast upp, nudda stýrurnar úr augunum, hreyfa svolítið útlimina eða teygja úr okkur. Jafnvel gera smá morgunæfingar. #4: Kærleikur, ást eða hrós Sumum kann að þykja þetta væmið en staðreyndin er bara sú að þetta snilldarráð virkar mjög vel til að búa okkur undir góðan dag. Jafnvel dásamlegan. Þetta ráð gengur út á að eitt af fyrstu verkefnunum okkar á morgnana felst í að sýna kærleik, ást eða gefa hrós. Við getum til dæmis smellt góðum kossi á makann okkar og börn. Brosað til okkar í speglinum. Hrósað einhverjum í fjölskyldunni. Jafnvel með hrósi sem við vorum búin að ákveða kvöldinu áður. Því allt ofangreint gefur okkur frábæra jákvæða orku og fátt virkar betur en einmitt það til að tryggja góðan dag framundan. #4: Gardínurnar Annað sem skiptir miklu máli á morgnana er dagsbirtan . Yfir sumartímann er reyndar bjart allan sólahringinn en margir sofa með myrkvunargluggatjöld inni hjá sér og það er um að gera að draga þau frá sem fyrst eftir að þú vaknar. Því dagsbirtan hjálpar okkur að vakna. #5: Geggjaða stundin fyrir þig þessa vikuna Eitt af því sem gerir okkur svolítið vélræn á morgnana er að við erum að sinna morgunverkum á eins stuttum tíma og við getum og flest gengur út á að ná til vinnu á réttum tíma. Við erum líka vélræn því við vitum að þegar að við mætum til vinnu, bíða okkur fyrirfram ákveðin verkefni og hlutverk sem við þurfum að sinna. En til að hrista af okkur þetta vélræna slen og finna betur orkuna sem við viljum vera uppfull af, er gott að hugsa um það á hverjum morgni hvað okkur hlakkar mest til að gera í þessari viku. Ekki í vinnunni og ekki fyrir neinn annan en okkur sjálf. Þetta gæti verið golfið sem við ætlum að spila, göngutúrinn, kaffihúsahittingurinn, hádegismaturinn sem við vorum búin að bóka með vini eða vinkonu, hugleiðslan sem við ætlum að gefa okkur tíma fyrir í dag eða hvað annað sem er. Á ensku er oft talað um þessa stund sem „me time“ en það sem einkennir þessar stundir er að okkur hlakkar alltaf til þeirra og því er það alltaf þess virði að skipuleggja svona stundir fyrir hverja viku. Það besta við þessa mánudagsþjálfun er að oftar en ekki, smitar hún út frá sér og áður en þú veist af ertu farinn að upplifa hvern morgun sem auðveldari og skemmtilegri og fyrir vikið verður það ósjálfrátt að bæði orkan og jákvæðnin mæta með þér í vinnuna alla daga.
Heilsa Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
„Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48
Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49