Segir að samkomulag um De Jong sé í höfn en leikmaðurinn vilji ekki fara Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2022 13:31 Sagan endalausa um Frenkie de Jong heldur áfram. Steve Christo - Corbis/Corbis via Getty Images Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter-síðu sinni að Manchester United og Barcelona hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á miðjumanninum Frenkie de Jong. Enn eigi þó eftir að ganga frá samningum við leikmanninn sem vill halda kyrru fyrir hjá Börsungum. Sagan endalausa um hollenska miðjumanninn heldur áfram. United hefur verið á höttunum eftir leikmanninum frá því að félagsskiptaglugginn opnaði fyrir rúmum mánuði síðan, en síðan þá hafa ófáir kaflarnir verið ritaðir í þessa framhaldssögu. Raunar er þetta ekki í fyrsta skipti sem sagt er frá því að félögin hafi náð samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Í lok maí var sagt frá því hér á Vísi að leikmaðurinn hafi hafnað félagsskiptunum, en svipað er uppi á teningnum nú. Nú segir Romano frá því að félögin tvö séu búin að ná samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Hann segir frá því að United borgi 75 milljónir evra fyrir miðjumanninn og að tíu milljónir gætu bæst við í gegnum árangurstengdar bónusgreiðslur. Hins vegar virðist ganga erfiðlega fyrir United að sannfæra leikmanninn sjálfan um að flytja sig til Englands. Illa gengur að semja við De Jong sem sjálfur vill halda kyrru fyrir hjá spænska stórveldinu. Manchester United have reached full agreement with Barcelona for Frenkie de Jong, after further talks. Package worth €85m. Fee guaranteed around €75m plus add-ons. 🚨🇳🇱 #MUFCPersonal terms, still the issue to be resolved - as Frenkie’s priority is to stay at Barcelona. pic.twitter.com/aTYnV3cHkP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2022 Því verður að teljast líklegt að sögunni um félagsskipti De Jong til Manchester United sé ekki lokið og að enn eigi eftir að rita nokkrar blaðsíður og jafnvel kafla. Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11. júlí 2022 10:30 Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00 Forseti Barcelona ítrekar að De Jong sé ekki til sölu Joan Laporta, forseti spænska stórliðsins Barcelona, hefur ítrekað það að miðjumaður liðsins, Frenkie de Jong, sé ekki til sölu. 6. júlí 2022 15:31 Barca vill halda Frenkie en aðeins ef hann tekur á sig launalækkun Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun. 4. júlí 2022 07:01 Segja að Barcelona hafi viljað fá Harry Maguire sem hluta af sölunni á De Jong Manchester United leitar þessa dagana leiða til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong frá spænska félaginu Barcelona en félögin hafa enn ekki náð saman. 27. júní 2022 08:01 Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið „Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld. 19. júní 2022 10:15 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Sagan endalausa um hollenska miðjumanninn heldur áfram. United hefur verið á höttunum eftir leikmanninum frá því að félagsskiptaglugginn opnaði fyrir rúmum mánuði síðan, en síðan þá hafa ófáir kaflarnir verið ritaðir í þessa framhaldssögu. Raunar er þetta ekki í fyrsta skipti sem sagt er frá því að félögin hafi náð samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Í lok maí var sagt frá því hér á Vísi að leikmaðurinn hafi hafnað félagsskiptunum, en svipað er uppi á teningnum nú. Nú segir Romano frá því að félögin tvö séu búin að ná samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Hann segir frá því að United borgi 75 milljónir evra fyrir miðjumanninn og að tíu milljónir gætu bæst við í gegnum árangurstengdar bónusgreiðslur. Hins vegar virðist ganga erfiðlega fyrir United að sannfæra leikmanninn sjálfan um að flytja sig til Englands. Illa gengur að semja við De Jong sem sjálfur vill halda kyrru fyrir hjá spænska stórveldinu. Manchester United have reached full agreement with Barcelona for Frenkie de Jong, after further talks. Package worth €85m. Fee guaranteed around €75m plus add-ons. 🚨🇳🇱 #MUFCPersonal terms, still the issue to be resolved - as Frenkie’s priority is to stay at Barcelona. pic.twitter.com/aTYnV3cHkP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2022 Því verður að teljast líklegt að sögunni um félagsskipti De Jong til Manchester United sé ekki lokið og að enn eigi eftir að rita nokkrar blaðsíður og jafnvel kafla.
Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11. júlí 2022 10:30 Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00 Forseti Barcelona ítrekar að De Jong sé ekki til sölu Joan Laporta, forseti spænska stórliðsins Barcelona, hefur ítrekað það að miðjumaður liðsins, Frenkie de Jong, sé ekki til sölu. 6. júlí 2022 15:31 Barca vill halda Frenkie en aðeins ef hann tekur á sig launalækkun Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun. 4. júlí 2022 07:01 Segja að Barcelona hafi viljað fá Harry Maguire sem hluta af sölunni á De Jong Manchester United leitar þessa dagana leiða til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong frá spænska félaginu Barcelona en félögin hafa enn ekki náð saman. 27. júní 2022 08:01 Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið „Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld. 19. júní 2022 10:15 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11. júlí 2022 10:30
Frenkie á inni vel tæplega þrjá milljarða í laun hjá Barcelona Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hann hefur verið orðaður við brottför frá liði sínu Barcelona en ku vera tregur til þar sem félagið skuldar honum tæplega þrjá milljarð íslenskra króna. 7. júlí 2022 12:00
Forseti Barcelona ítrekar að De Jong sé ekki til sölu Joan Laporta, forseti spænska stórliðsins Barcelona, hefur ítrekað það að miðjumaður liðsins, Frenkie de Jong, sé ekki til sölu. 6. júlí 2022 15:31
Barca vill halda Frenkie en aðeins ef hann tekur á sig launalækkun Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun. 4. júlí 2022 07:01
Segja að Barcelona hafi viljað fá Harry Maguire sem hluta af sölunni á De Jong Manchester United leitar þessa dagana leiða til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong frá spænska félaginu Barcelona en félögin hafa enn ekki náð saman. 27. júní 2022 08:01
Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið „Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld. 19. júní 2022 10:15