Ronaldo með risatilboð frá Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 10:02 Cristiano Ronaldo gæti íhugað gylliboð frá Sádi-Arabíu. Robbie Jay Barratt/Getty Images Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo vill komast frá Manchester United. Hann vill spila í Meistaradeild Evrópu en gæti freistast til að taka gylliboði frá Sádi-Arabíu þar sem talið er að hann fengi rúmlega 105 milljónir punda á ári. Þegar leikmenn Man United mættu í vinnuna eftir stutt sumarfrí var Ronaldo hvergi sjáanlegur. Skömmu síðar bárust þær fregnir að ofurstjarnan frá Portúgal vildi yfirgefa félagið sökum „metnaðarleysis“ á leikmannamarkaðnum. Aðalástæðan er hins vegar talin sú að Ronaldo vilji spila í Meistaradeild Evrópu. Sökum þess að Man Utd er ekki í Meistaradeildinni á komandi leiktíð þá lækkar Ronaldo töluvert í launum. Í stað þess að vera með rúmlega 500 þúsund pund á viku þá fær hann „aðeins“ í kringum 350 þúsund pund nú. Það gæti því verið að gylliboð frá Sádi-Arabíu heilli kappann en það myndi líklega taka hann innan við eitt tímabil til að brjóta öll markamet sem hægt er að brjóta þar í landi. Götublöðin á Englandi halda því fram lið í S-Arabíu hafi boðið í leikmanninn og sé tilbúið að borga honum laun sem hafa vart sést áður. Man Utd myndi fá 30 milljónir í sinn vasa, sem er meira en félagið borgaði Juventus er það keypti Ronaldo á síðasta ári. Framherjinn myndi svo fá á bilinu 210-250 milljónir punda fyrir tvö ár í Sádi-Arabíu á meðan umboðsmenn hans myndu fá 20 milljónir punda fyrir sína vinnu. 300 million euros! Cristiano Ronaldo is believed to have received an offer of £254m to play for just two seasons for a club in Saudi Arabia.#BBCFootball #ManUtd— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Ronaldo, sem er enn í fríi á meðan liðsfélagar hans flengja Liverpool í Tælandi, gæti íhugað slíkt gylliboð þar sem ekki hefur komið fram hvenær hann mun snúa aftur til æfinga. Sem stendur er hann í „ótímabundnu“ leyfi vegna fjölskylduaðstæðna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira
Þegar leikmenn Man United mættu í vinnuna eftir stutt sumarfrí var Ronaldo hvergi sjáanlegur. Skömmu síðar bárust þær fregnir að ofurstjarnan frá Portúgal vildi yfirgefa félagið sökum „metnaðarleysis“ á leikmannamarkaðnum. Aðalástæðan er hins vegar talin sú að Ronaldo vilji spila í Meistaradeild Evrópu. Sökum þess að Man Utd er ekki í Meistaradeildinni á komandi leiktíð þá lækkar Ronaldo töluvert í launum. Í stað þess að vera með rúmlega 500 þúsund pund á viku þá fær hann „aðeins“ í kringum 350 þúsund pund nú. Það gæti því verið að gylliboð frá Sádi-Arabíu heilli kappann en það myndi líklega taka hann innan við eitt tímabil til að brjóta öll markamet sem hægt er að brjóta þar í landi. Götublöðin á Englandi halda því fram lið í S-Arabíu hafi boðið í leikmanninn og sé tilbúið að borga honum laun sem hafa vart sést áður. Man Utd myndi fá 30 milljónir í sinn vasa, sem er meira en félagið borgaði Juventus er það keypti Ronaldo á síðasta ári. Framherjinn myndi svo fá á bilinu 210-250 milljónir punda fyrir tvö ár í Sádi-Arabíu á meðan umboðsmenn hans myndu fá 20 milljónir punda fyrir sína vinnu. 300 million euros! Cristiano Ronaldo is believed to have received an offer of £254m to play for just two seasons for a club in Saudi Arabia.#BBCFootball #ManUtd— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Ronaldo, sem er enn í fríi á meðan liðsfélagar hans flengja Liverpool í Tælandi, gæti íhugað slíkt gylliboð þar sem ekki hefur komið fram hvenær hann mun snúa aftur til æfinga. Sem stendur er hann í „ótímabundnu“ leyfi vegna fjölskylduaðstæðna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira