Um er að ræða gríðarlega mikilvægan leik í baráttunni um sæti í átta liða úrslitum en Ísland mætir ógnarsterku liði Frakklands í lokaumferð D-riðils og verður því í raun að sækja þrjú stig á morgun ætli liðið sér upp úr riðlinum.
Líkt og gegn Belgíu verður leikið á akademíuvelli Manchester City í Manchester-borg en stelpurnar okkar dvelja í Crewe á meðan mótinu stendur. Leikur morgundagsins hefst klukkan 16.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Blaðamannafundinn má sjá í heild sinni hér að ofan.