Ótrúlega hamingjusamur fyrir hennar hönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 17:30 Sandra Sigurðardóttir gengur inn á völlinn fyrir sinn fyrsta leik á Evrópumóti. Við hlið hennar er fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem var fara að spila sinn ellefta leik. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið spilaði sinn ellefta leik í sögu úrslitakeppni Evrópumóts kvenna á móti Belgíu og Sandra Sigurðardóttir hafði verið á bekknum í þeim öllum. Nú fékk hún aftur á móti að standa í markinu í fyrsta sinn. Sandra átti mjög góðan leik, varði vel, greip vel inn í og hélt yfirvegun allan tímann sem var mikilvægt. Hún gat lítið gert við jöfnunarmarkinu sem var skorað úr vítaspyrnu. Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari landsliðsins, ræddi við fjölmiðlamenn á æfingunni daginn eftir leik og fór meðal annars yfir leikinn og frammistöðu Söndru. „Við erum búnir að skoða niðurstöðu leiksins og við vorum vel yfir á langflestum sviðum. Það er því svekkjandi að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska liðsins. „Við erum bara bjartsýn. Þetta er í okkar höndum, liðið er gott og í góðu standi. Það er skemmtilegur mórall og mikil gleði. Vonandi náum við að eiga góðan leik á fimmtudaginn og vinna Ítalina,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræðir hér við yngri markmenn íslenska landsliðsins þær Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving og Telmu Ívarsdóttur.Vísir/Vilhelm Sandra er nú orðin 35 ára gömul en hún var bara 22 ára þegar hún fór á sitt fyrsta Evrópumót í Finnlandi sumarið 2009. „Ég er ótrúlega hamingjusamur fyrir hennar hönd að hafa loksins fengið leik. Fjórða mótið og að spila sínar fyrstu mínútur og gerði það vel sem er bera áframhald á hennar spilamennsku. Hún er búin að spila virkilega vel fyrir okkur síðustu árin. Þetta er bara geggjað,“ sagði Ólafur en hvað gerði Sandra vel í þessum leik. „Hún varði vel þegar hún þurfti á því að halda, greip inn í og var róleg. Það er það sem skiptir máli. Hún er hægt og sígandi búin að bæta sig enda æfir hún vel og hugsar vel um sig eins og allir markverðirnir gera. Það er að skila sér,“ sagði Ólafur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Sandra átti mjög góðan leik, varði vel, greip vel inn í og hélt yfirvegun allan tímann sem var mikilvægt. Hún gat lítið gert við jöfnunarmarkinu sem var skorað úr vítaspyrnu. Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari landsliðsins, ræddi við fjölmiðlamenn á æfingunni daginn eftir leik og fór meðal annars yfir leikinn og frammistöðu Söndru. „Við erum búnir að skoða niðurstöðu leiksins og við vorum vel yfir á langflestum sviðum. Það er því svekkjandi að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska liðsins. „Við erum bara bjartsýn. Þetta er í okkar höndum, liðið er gott og í góðu standi. Það er skemmtilegur mórall og mikil gleði. Vonandi náum við að eiga góðan leik á fimmtudaginn og vinna Ítalina,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræðir hér við yngri markmenn íslenska landsliðsins þær Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving og Telmu Ívarsdóttur.Vísir/Vilhelm Sandra er nú orðin 35 ára gömul en hún var bara 22 ára þegar hún fór á sitt fyrsta Evrópumót í Finnlandi sumarið 2009. „Ég er ótrúlega hamingjusamur fyrir hennar hönd að hafa loksins fengið leik. Fjórða mótið og að spila sínar fyrstu mínútur og gerði það vel sem er bera áframhald á hennar spilamennsku. Hún er búin að spila virkilega vel fyrir okkur síðustu árin. Þetta er bara geggjað,“ sagði Ólafur en hvað gerði Sandra vel í þessum leik. „Hún varði vel þegar hún þurfti á því að halda, greip inn í og var róleg. Það er það sem skiptir máli. Hún er hægt og sígandi búin að bæta sig enda æfir hún vel og hugsar vel um sig eins og allir markverðirnir gera. Það er að skila sér,“ sagði Ólafur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira