Dúna: Þetta var bara eitt símtal og ég var klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 09:30 Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er styrktarþjálfari íslenska liðsins og eina konan í þjálfarateyminu. Vísir/Vilhelm Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er ekki kölluð annað en Dúna af þeim sem þekkja hana. Hún er kannski ekki alltaf í sviðsljósinu en tekur engu að síður virkan þátt í æfingum íslenska landsliðsins á EM í Englandi. Guðrún Þórbjörg er styrktarþjálfari íslenska liðsins og fylgist líka vel með því hvort álagið sé rétt á leikmenn landsliðsins. Það er á hennar ábyrgð að koma stelpunum í gírinn fyrir allar æfingar. „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp. Þetta eru algjörir snillingar, bæði starfsfólkið og stelpurnar í liðinu. Algjörir fagmenn og maður getir lært helling. Það er góða stemmning í hópnum og þetta er bara geggjað,“ sagði Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, styrktarþjálfari íslenska liðsins. „Ég sé um fyrstu fimmtán til tuttugu mínúturnar á hverri æfingu. Svo sé ég um GPS-ið þar sem við erum að fylgjast með því hvað stelpurnar hlaupa mikið, hvað þær taka marga sprettmetra og ýmislegt. Við reynum að stjórna álaginu með þeim upplýsingum,“ sagði Guðrún. Klippa: Guðrún Þórbjörg: Reyni að gera hana eins skemmtilega og ég get Hún leggur metnað sinn í að gera upphitun stelpnanna skemmtilega. „Það þarf að undirbúa sig fyrir hverja æfingu. Upphitunin er ekki skemmtilegasti parturinn af æfingunni þannig að ég reyni að krydda aðeins upp á þetta og gera hana eins skemmtilega og ég get. Svo er GPS-vinnan eftir æfingu getur verið talsvert mikil,“ sagði Guðrún. Guðrún var ánægð með vinnusemi stelpnanna okkar i jafnteflinu á móti Belgíu. „Þetta var bara hörkuleikur og þær hlupu mikið. Það er alveg staðfest. Þær verða þreyttar í dag þannig að endurheimtin er mikilvæg. Við ætlum að sjá til þess að þær verði klárar í næsta leik,“ sagði Guðrún. Hún þarf ekki mikið að sinna einstaklingsþjónustu fyrir leikmenn liðsins. „Sem betur fer ekki. Þetta eru bara atvinnumenn og þær kunna sitt fag. Ég er samt alltaf til staðar ef til þarf,“ sagði Guðrún. Hún hefur verið með landsliðinu undanfarin tvö ár. „Ég er búin að vera með síðan að Ási og Steini tóku við en síðan þá er ég búin að fylgja þeim.,“ sagði Guðrún og það þurfti ekki að sannfæra hana mikið. „Þetta var bara eitt símtal og ég var klár,“ sagði Guðrún. Það má sjá viðtalið í myndbandinu hér fyrir ofan. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
Guðrún Þórbjörg er styrktarþjálfari íslenska liðsins og fylgist líka vel með því hvort álagið sé rétt á leikmenn landsliðsins. Það er á hennar ábyrgð að koma stelpunum í gírinn fyrir allar æfingar. „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp. Þetta eru algjörir snillingar, bæði starfsfólkið og stelpurnar í liðinu. Algjörir fagmenn og maður getir lært helling. Það er góða stemmning í hópnum og þetta er bara geggjað,“ sagði Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, styrktarþjálfari íslenska liðsins. „Ég sé um fyrstu fimmtán til tuttugu mínúturnar á hverri æfingu. Svo sé ég um GPS-ið þar sem við erum að fylgjast með því hvað stelpurnar hlaupa mikið, hvað þær taka marga sprettmetra og ýmislegt. Við reynum að stjórna álaginu með þeim upplýsingum,“ sagði Guðrún. Klippa: Guðrún Þórbjörg: Reyni að gera hana eins skemmtilega og ég get Hún leggur metnað sinn í að gera upphitun stelpnanna skemmtilega. „Það þarf að undirbúa sig fyrir hverja æfingu. Upphitunin er ekki skemmtilegasti parturinn af æfingunni þannig að ég reyni að krydda aðeins upp á þetta og gera hana eins skemmtilega og ég get. Svo er GPS-vinnan eftir æfingu getur verið talsvert mikil,“ sagði Guðrún. Guðrún var ánægð með vinnusemi stelpnanna okkar i jafnteflinu á móti Belgíu. „Þetta var bara hörkuleikur og þær hlupu mikið. Það er alveg staðfest. Þær verða þreyttar í dag þannig að endurheimtin er mikilvæg. Við ætlum að sjá til þess að þær verði klárar í næsta leik,“ sagði Guðrún. Hún þarf ekki mikið að sinna einstaklingsþjónustu fyrir leikmenn liðsins. „Sem betur fer ekki. Þetta eru bara atvinnumenn og þær kunna sitt fag. Ég er samt alltaf til staðar ef til þarf,“ sagði Guðrún. Hún hefur verið með landsliðinu undanfarin tvö ár. „Ég er búin að vera með síðan að Ási og Steini tóku við en síðan þá er ég búin að fylgja þeim.,“ sagði Guðrún og það þurfti ekki að sannfæra hana mikið. „Þetta var bara eitt símtal og ég var klár,“ sagði Guðrún. Það má sjá viðtalið í myndbandinu hér fyrir ofan.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira