Einn af stærstu leikjum í sögu félagsins Atli Arason skrifar 11. júlí 2022 19:45 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Hulda Margrét Víkingur tekur á móti sænska stórliðinu Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgunn. Malmö leiðir einvígið með einu marki eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Leikurinn á morgun verður sá stærsti í sögu Víkings samkvæmt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins. „Allir gera sér grein fyrir því að þetta er einn af stærstu leikjum í sögu félagsins. Við náðum frábærum úrslitum í útileiknum miðað við aðstæður. Við teljum okkur eiga góða möguleika en erum jafnframt minnugir þess að við erum ólíklegri (e. underdogs) í þessu einvígi, við erum að spila á móti einu af þessum topp liðum í Skandinavíu,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport í dag en bætir við að pressan er öll á liði Malmö. „Pressan er svakaleg á þeim. Leikmenn þeirra vilja alls ekki lenda í þeirri aðstöðu að vera liðið sem tapaði á móti einhverju sveitaliði frá Íslandi. Það er pressa á þeim en við þurfum að spila topp leik á morgun ef við ætlum að komast áfram.“ Allir leikmenn Víkings eru heilir heilsu og klárir í leikinn nema miðvörðurinn Kyle McLagan. Arnar telur það verða erfitt verkefni að tilkynna sínum leikmönnum hverjir byrja leikinn og hverjir þurfa að verma varamannabekkinn. „Ég vildi óska þess það væri hægt að finna leið að spila 20 á móti 20. Því miður þá verða nokkrir sem þurfa að bíta í það súra epli, sem eiga það ekki skilið, að byrja ekki inná á morgun. Þeir mega vera fúlir út í mig í circa tvær mínútur en svo þurfa þeir að standa á bak við liðsfélaga sína og vera tilbúnir að koma inná.“ Arnar var stoltur af liðinu í fyrri viðureigninni í Málmey í Svíþjóð. Víkingar spiluðu tæpan klukkutíma einum leikmanni færri en töpuðu leiknum samt aðeins með einu marki. Þjálfarinn krefst þess fyrst og fremst að Víkingar sýni góða frammistöðu á morgun sama hver niðurstaðan verður. „Það var eitthvað náttúrulegt við þetta allt saman, hvernig við tókumst á við þessa áskorun og hvernig við héldum okkur við okkar concept [í fyrri leiknum í Svíþjóð] og ég var mjög stoltur af því. Við fáum samt ekkert fyrir það ef frammistaðan verður léleg á morgun. Það getur vel verið að við töpum leiknum á morgun en frammistaðan þarf að vera til sóma ef við ætlum að halda þessari vegferð áfram,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Arnar ræddi einnig nýjustu viðbót Víkinga, Daniel Djuric. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir leik gegn Malmö Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
„Allir gera sér grein fyrir því að þetta er einn af stærstu leikjum í sögu félagsins. Við náðum frábærum úrslitum í útileiknum miðað við aðstæður. Við teljum okkur eiga góða möguleika en erum jafnframt minnugir þess að við erum ólíklegri (e. underdogs) í þessu einvígi, við erum að spila á móti einu af þessum topp liðum í Skandinavíu,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport í dag en bætir við að pressan er öll á liði Malmö. „Pressan er svakaleg á þeim. Leikmenn þeirra vilja alls ekki lenda í þeirri aðstöðu að vera liðið sem tapaði á móti einhverju sveitaliði frá Íslandi. Það er pressa á þeim en við þurfum að spila topp leik á morgun ef við ætlum að komast áfram.“ Allir leikmenn Víkings eru heilir heilsu og klárir í leikinn nema miðvörðurinn Kyle McLagan. Arnar telur það verða erfitt verkefni að tilkynna sínum leikmönnum hverjir byrja leikinn og hverjir þurfa að verma varamannabekkinn. „Ég vildi óska þess það væri hægt að finna leið að spila 20 á móti 20. Því miður þá verða nokkrir sem þurfa að bíta í það súra epli, sem eiga það ekki skilið, að byrja ekki inná á morgun. Þeir mega vera fúlir út í mig í circa tvær mínútur en svo þurfa þeir að standa á bak við liðsfélaga sína og vera tilbúnir að koma inná.“ Arnar var stoltur af liðinu í fyrri viðureigninni í Málmey í Svíþjóð. Víkingar spiluðu tæpan klukkutíma einum leikmanni færri en töpuðu leiknum samt aðeins með einu marki. Þjálfarinn krefst þess fyrst og fremst að Víkingar sýni góða frammistöðu á morgun sama hver niðurstaðan verður. „Það var eitthvað náttúrulegt við þetta allt saman, hvernig við tókumst á við þessa áskorun og hvernig við héldum okkur við okkar concept [í fyrri leiknum í Svíþjóð] og ég var mjög stoltur af því. Við fáum samt ekkert fyrir það ef frammistaðan verður léleg á morgun. Það getur vel verið að við töpum leiknum á morgun en frammistaðan þarf að vera til sóma ef við ætlum að halda þessari vegferð áfram,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Arnar ræddi einnig nýjustu viðbót Víkinga, Daniel Djuric. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir leik gegn Malmö
Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira