„Gríðarlega svekkt að fara úr þessum leik með eitt stig“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2022 19:20 Glódís Perla var frábær í hjarta varnar íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm „Við vorum klárlega betra liðið og fáum færi til að klára þennan leik. Er eiginlega gríðarlega svekkt að fara úr þessum leik með eitt stig,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu fyrr í dag. Glódís Perla var að venju frábær í hjarta íslensku varnarinnar er liðið gerði jafntefli við Belgíu í fyrsta leik sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem nú fer fram í Englandi. Svekkjandi niðurstaða þar sem íslenska liðið var mun sterkara á löngum köflum. Mark Belga kom úr vítaspyrnu og var Glódís Perla næst spurð út í brotið sem leiddi til vítaspyrnunnar. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég sé þetta ekki nægilega vel, það er rosalega mikið af fólki fyrir framan mig. Fyrst við erum með VAR (í. myndbandsdómgæslu) þá ætla ég að giska á þetta hafi verið rétt ákvörðun. Gríðarlega svekkjandi samt sem áður, við komum okkur í vonda stöðu þar sem boltinn er skoppandi inn í teig.“ „Þetta víti, það hefði getað verið hendi eða eitthvað annað en við eigum að geta hreinsað boltann betur þannig að við lendum ekki í þessu. Við áttum að klára þetta sjálfar þrátt fyrir þetta víti.“ „Þetta er fyrsti af þremur leikjum og þeir telja allir jafn mikið. Við förum með eitt stig með okkur áfram sem er flott byrjun. Nú þurfum við að taka með okkur það sem gekk vel í þessum leik yfir í næsta leik og vinna hann.“ Að endingu var Glódís Perla spurð út í varnarlínu Íslands og hversu sátt hún væri með frammistöðu þeirra. „Ekki bara mér við hlið heldur líka fram á við heldur líka fram á við. Það eru í rauninni þær sem eru fyrir framan okkur sem eru að vinna boltann oftast og vinna gríðarlega mikla grunnvarnarvinnu sem skilar miklu.“ „Þær eru að hlaupa gríðarlega vegalengdir til að verja svæði, þær voru að spila mjög vel í dag og Belgía var ekki að komast í neinar hættulegar stöður fyrir framan okkur í vörninni þannig að jú við tókum það sem datt í gegn en þær fyrir framan eiga klárlega skilið mikið hrós fyrir flottan varnarleik.“ Klippa: Glódís Perla eftir leik Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. 10. júlí 2022 19:08 „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45 „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Sjá meira
Glódís Perla var að venju frábær í hjarta íslensku varnarinnar er liðið gerði jafntefli við Belgíu í fyrsta leik sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem nú fer fram í Englandi. Svekkjandi niðurstaða þar sem íslenska liðið var mun sterkara á löngum köflum. Mark Belga kom úr vítaspyrnu og var Glódís Perla næst spurð út í brotið sem leiddi til vítaspyrnunnar. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Ég sé þetta ekki nægilega vel, það er rosalega mikið af fólki fyrir framan mig. Fyrst við erum með VAR (í. myndbandsdómgæslu) þá ætla ég að giska á þetta hafi verið rétt ákvörðun. Gríðarlega svekkjandi samt sem áður, við komum okkur í vonda stöðu þar sem boltinn er skoppandi inn í teig.“ „Þetta víti, það hefði getað verið hendi eða eitthvað annað en við eigum að geta hreinsað boltann betur þannig að við lendum ekki í þessu. Við áttum að klára þetta sjálfar þrátt fyrir þetta víti.“ „Þetta er fyrsti af þremur leikjum og þeir telja allir jafn mikið. Við förum með eitt stig með okkur áfram sem er flott byrjun. Nú þurfum við að taka með okkur það sem gekk vel í þessum leik yfir í næsta leik og vinna hann.“ Að endingu var Glódís Perla spurð út í varnarlínu Íslands og hversu sátt hún væri með frammistöðu þeirra. „Ekki bara mér við hlið heldur líka fram á við heldur líka fram á við. Það eru í rauninni þær sem eru fyrir framan okkur sem eru að vinna boltann oftast og vinna gríðarlega mikla grunnvarnarvinnu sem skilar miklu.“ „Þær eru að hlaupa gríðarlega vegalengdir til að verja svæði, þær voru að spila mjög vel í dag og Belgía var ekki að komast í neinar hættulegar stöður fyrir framan okkur í vörninni þannig að jú við tókum það sem datt í gegn en þær fyrir framan eiga klárlega skilið mikið hrós fyrir flottan varnarleik.“ Klippa: Glódís Perla eftir leik
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. 10. júlí 2022 19:08 „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45 „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Sjá meira
Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. 10. júlí 2022 19:08
„Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. 10. júlí 2022 18:45
„Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15