Þorsteinn: Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 19:08 Þorsteinn gefur skipanir í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lagði áherslu á að allt væri enn opið fyrir íslenska stelpurnar á þessu Evrópumóti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við vildum vinna þennan leik og sköpuðum okkur færi til þess. Lokastaðan er 1-1, við fáum eitt stig og svo er bara næsta verkefni,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Hann vildi ekki taka undir spurningu erlends blaðamanns að þetta væri sterkasti riðill keppninnar. „Ég veit ekki hvort að þetta sé sterkasti riðillinn. Við vildum vinna en það er allt í lagi að fá bara eitt stig. Það þýðir að við erum enn í góðri stöðu að komast áfram ef við náum í góð úrslit á móti Ítalíu,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist í 2-0 og við vorum með ákveðin tök á leiknum að mörgu leyti. Auðvitað er svekkjandi að fá á sig þetta víti en ég hef ekki séð þessa vítaspyrnu aftur og veit því ekki hvað mér finnst um hana. Það var dæmt víti og allt í lagi með það. Þannig er það bara og við getum ekki breytt því,“ sagði Þorsteinn. „Það er svekkjandi að fá þetta jöfnunarmark á sig en við hefðum getað skorað meira. Þær fengu líka ágætis færi í stöðunni 1-1. Leikurinn heilt yfir var mjög jafn og spennandi á köflum þó að við höfum verið svolítið að þrýsta á þær með því að fá hornspyrnur, aukaspyrnur og ágætis færi til að koma okkur yfir aftur,“ sagði Þorsteinn en hvað vantaði upp á til þess að fá annað markið í þessum leik? Þorsteinn Halldórsson.Vísir/Vilhelm „Við fengum góðar stöður í fyrirgjöfum, fyrir utan teig og í kringum teiginn, til að búa til færi. Við vorum ekki að hitta á hlaupin eða hitta á leikmenn. Við þurfum að skoða það aftur hversu góðir möguleikar voru að koma boltanum í dauðafæri. Mér fannst við alla vega vera búa til góðar stöður til að koma okkur í færin,“ sagði Þorsteinn. „Við fengum nokkur færi líka sem voru fín en mér fannst við mjög oft koma okkur í mjög góðar og ógnandi stöður. Stundum vantaði aðeins upp á sendinguna en heilt yfir fannst mér við spila vel. Við fórum á veikleika þeirra og gera það vel,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn. Ég sagði bara við þær að eitt stig er alltaf betra en ekkert. Það heldur okkur betur inn í þessu. Það er bara okkar og næsti leikur sem er á móti Ítalíu. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir hann og gera allt til þess að vinna hann. Ef við gerum það þá erum við enn þá inn í þessu. Þetta er ekkert búið þótt að við höfum gert jafntefli. Við lítum jákvætt og neikvætt á þetta. Þetta eru bara úrslitin og við fengum eitt stig. Það er bara áfram gakk,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
„Við vildum vinna þennan leik og sköpuðum okkur færi til þess. Lokastaðan er 1-1, við fáum eitt stig og svo er bara næsta verkefni,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Hann vildi ekki taka undir spurningu erlends blaðamanns að þetta væri sterkasti riðill keppninnar. „Ég veit ekki hvort að þetta sé sterkasti riðillinn. Við vildum vinna en það er allt í lagi að fá bara eitt stig. Það þýðir að við erum enn í góðri stöðu að komast áfram ef við náum í góð úrslit á móti Ítalíu,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist í 2-0 og við vorum með ákveðin tök á leiknum að mörgu leyti. Auðvitað er svekkjandi að fá á sig þetta víti en ég hef ekki séð þessa vítaspyrnu aftur og veit því ekki hvað mér finnst um hana. Það var dæmt víti og allt í lagi með það. Þannig er það bara og við getum ekki breytt því,“ sagði Þorsteinn. „Það er svekkjandi að fá þetta jöfnunarmark á sig en við hefðum getað skorað meira. Þær fengu líka ágætis færi í stöðunni 1-1. Leikurinn heilt yfir var mjög jafn og spennandi á köflum þó að við höfum verið svolítið að þrýsta á þær með því að fá hornspyrnur, aukaspyrnur og ágætis færi til að koma okkur yfir aftur,“ sagði Þorsteinn en hvað vantaði upp á til þess að fá annað markið í þessum leik? Þorsteinn Halldórsson.Vísir/Vilhelm „Við fengum góðar stöður í fyrirgjöfum, fyrir utan teig og í kringum teiginn, til að búa til færi. Við vorum ekki að hitta á hlaupin eða hitta á leikmenn. Við þurfum að skoða það aftur hversu góðir möguleikar voru að koma boltanum í dauðafæri. Mér fannst við alla vega vera búa til góðar stöður til að koma okkur í færin,“ sagði Þorsteinn. „Við fengum nokkur færi líka sem voru fín en mér fannst við mjög oft koma okkur í mjög góðar og ógnandi stöður. Stundum vantaði aðeins upp á sendinguna en heilt yfir fannst mér við spila vel. Við fórum á veikleika þeirra og gera það vel,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað voru þær allar fúlar og vonsviknar að vinna ekki leikinn. Ég sagði bara við þær að eitt stig er alltaf betra en ekkert. Það heldur okkur betur inn í þessu. Það er bara okkar og næsti leikur sem er á móti Ítalíu. Við þurfum að undirbúa okkur vel undir hann og gera allt til þess að vinna hann. Ef við gerum það þá erum við enn þá inn í þessu. Þetta er ekkert búið þótt að við höfum gert jafntefli. Við lítum jákvætt og neikvætt á þetta. Þetta eru bara úrslitin og við fengum eitt stig. Það er bara áfram gakk,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira