„Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 18:45 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnaði marki sínu vel og innilega. Vísir/Vilhelm Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. „Þetta var gríðarlega erfiður og fjörugur leikur og í rauninni bara fúlt að hafa ekki unnið hann,“ sagði Berglind Björg í samtali við RÚV eftir leik. Berglind kom íslenska liðinu í 1-0 forystu þegar hún stangaði fyrirgjöf Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í netið á 50. mínútu, en eins og áður segir hafði Berglind klikkað á vítaspyrnu í fyrri hálfleikþ „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður og það var auðvitað bara mjög gaman að skora. Ég sá að hann var að koma á fjær og ég sá þetta alveg inni.“ „Þetta var bara léttir. Það var geggjað móment að geta fagnað með stuðningsmönnunum og bara algjört æði.“ Berglind vildi þó ekki dvelja of lengi við vítaspyrnuna sem hún klikkaði á og hélt svörum sínum við spurningum um hana stuttum. „Ég eiginlega veit ekki hvað ég á að segja. Ég þarf bara að gera betur,“ sagði Berglind um vítaspyrnuna. Berglind fór svo að lokum stuttlega yfir leikinn sjálfan í heild sinni og hún gat verið ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Við vorum ógnandi og varnarleikurinn heilt yfir var mjög góður. Við vorum oft að ná að pressa þær hátt uppi og vinna boltann og koma okkur í góðar stöður. Við þurfum bara að nýta færin betur og við erum að fara að fínpússa okkur fyrir næsta leik.“ „Ég vil bara fá enn meiri gæði fram á við og að við náum að klára á markið. Við vorum að ná að koma okkur í góðar stöður en náðum ekki að klára,“ sagði Berglind Björg að lokum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Sveindís Jane best en Glódís Perla og Karólína Lea ekki langt undan Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag. 10. júlí 2022 18:30 Leik lokið: Belgía-Ísland 1-1 | Allt jafnt í Manchester Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór. 10. júlí 2022 17:55 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
„Þetta var gríðarlega erfiður og fjörugur leikur og í rauninni bara fúlt að hafa ekki unnið hann,“ sagði Berglind Björg í samtali við RÚV eftir leik. Berglind kom íslenska liðinu í 1-0 forystu þegar hún stangaði fyrirgjöf Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í netið á 50. mínútu, en eins og áður segir hafði Berglind klikkað á vítaspyrnu í fyrri hálfleikþ „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður og það var auðvitað bara mjög gaman að skora. Ég sá að hann var að koma á fjær og ég sá þetta alveg inni.“ „Þetta var bara léttir. Það var geggjað móment að geta fagnað með stuðningsmönnunum og bara algjört æði.“ Berglind vildi þó ekki dvelja of lengi við vítaspyrnuna sem hún klikkaði á og hélt svörum sínum við spurningum um hana stuttum. „Ég eiginlega veit ekki hvað ég á að segja. Ég þarf bara að gera betur,“ sagði Berglind um vítaspyrnuna. Berglind fór svo að lokum stuttlega yfir leikinn sjálfan í heild sinni og hún gat verið ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Við vorum ógnandi og varnarleikurinn heilt yfir var mjög góður. Við vorum oft að ná að pressa þær hátt uppi og vinna boltann og koma okkur í góðar stöður. Við þurfum bara að nýta færin betur og við erum að fara að fínpússa okkur fyrir næsta leik.“ „Ég vil bara fá enn meiri gæði fram á við og að við náum að klára á markið. Við vorum að ná að koma okkur í góðar stöður en náðum ekki að klára,“ sagði Berglind Björg að lokum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Sveindís Jane best en Glódís Perla og Karólína Lea ekki langt undan Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag. 10. júlí 2022 18:30 Leik lokið: Belgía-Ísland 1-1 | Allt jafnt í Manchester Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór. 10. júlí 2022 17:55 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
„Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15
Sveindís Jane best en Glódís Perla og Karólína Lea ekki langt undan Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag. 10. júlí 2022 18:30
Leik lokið: Belgía-Ísland 1-1 | Allt jafnt í Manchester Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór. 10. júlí 2022 17:55