Karólína Lea: Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 09:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er spennt fyrir fyrsta Evrópumótinu sínu eins og fleiri í íslenska hópnum. Vísir/Vilhelm Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er kannski ung að árum en hún er komin til þýska stórliðsins Bayern München og í lykilhlutverk hjá íslenska landsliðinu. Í dag mun þessi tvítuga knattspyrnukona taka risastórt skref á ferlinum þegar hún spilar sinn fyrsta leik á EM. Ísland mætir Belgíu í dag og hefst leikurinn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. „Stemmning er mjög góð og ekkert smá gaman að vera loksins komnar hingað. Það er búinn að vera draumur margra að fara á stórmót og það er gríðarlega gaman að vera komnar loksins,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þegar hún hitti blaðamenn á hóteli íslenska liðsins. „Það er draumur allra að komast á stórmót og þá sérstaklega að geta það með svona lítilli þjóð. Við höfum alveg miklar væntingar og vonandi gengur okkur eins og við viljum,“ sagði Karólína Lea. En er íslenska þjóðin að setja of mikla pressu á íslenska liðið fyrir þetta Evrópumót? „Nei, nei. Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru og við setjum alltaf markið hátt. Við höfum fulla trú á því að við getum komist langt. Vonandi lendum við á okkar degi,“ sagði Karólína Lea. „Við ætlum að spila upp á okkar styrkleika og reyna að herja á þeirra veikleika,“ sagði Karólína Lea. „Belgía er með mjög sterkt lið en ég trúi því að ef við erum á okkar degi þá ættum við að geta unnið þær,“ sagði Karólína Lea en eru íslensku stelpurnar að fara að pressa þær belgísku hátt á vellinum. „Ég held að það komi meira í ljós í leiknum. Ég hef heyrt að þær séu svolítið líka Pólverjunum. Þær eru of mikið að horfa boltann og bakverðirnir þeirra elta kantana mikið. Það gæti því opnað svæði fyrir miðjumenn og bakverði. Þetta verður mjög spennandi að sjá,“ sagði Karólína Lea. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Í dag mun þessi tvítuga knattspyrnukona taka risastórt skref á ferlinum þegar hún spilar sinn fyrsta leik á EM. Ísland mætir Belgíu í dag og hefst leikurinn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. „Stemmning er mjög góð og ekkert smá gaman að vera loksins komnar hingað. Það er búinn að vera draumur margra að fara á stórmót og það er gríðarlega gaman að vera komnar loksins,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þegar hún hitti blaðamenn á hóteli íslenska liðsins. „Það er draumur allra að komast á stórmót og þá sérstaklega að geta það með svona lítilli þjóð. Við höfum alveg miklar væntingar og vonandi gengur okkur eins og við viljum,“ sagði Karólína Lea. En er íslenska þjóðin að setja of mikla pressu á íslenska liðið fyrir þetta Evrópumót? „Nei, nei. Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru og við setjum alltaf markið hátt. Við höfum fulla trú á því að við getum komist langt. Vonandi lendum við á okkar degi,“ sagði Karólína Lea. „Við ætlum að spila upp á okkar styrkleika og reyna að herja á þeirra veikleika,“ sagði Karólína Lea. „Belgía er með mjög sterkt lið en ég trúi því að ef við erum á okkar degi þá ættum við að geta unnið þær,“ sagði Karólína Lea en eru íslensku stelpurnar að fara að pressa þær belgísku hátt á vellinum. „Ég held að það komi meira í ljós í leiknum. Ég hef heyrt að þær séu svolítið líka Pólverjunum. Þær eru of mikið að horfa boltann og bakverðirnir þeirra elta kantana mikið. Það gæti því opnað svæði fyrir miðjumenn og bakverði. Þetta verður mjög spennandi að sjá,“ sagði Karólína Lea.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira