Rigningasuddi og grámygla sunnan-og vestantil um helgina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. júlí 2022 12:00 Regnhlíf mun að öllum líkindum koma að góðum notum sunnan- og vestanlands um helgina. Útlit er fyrir að landsmenn í norðausturfjórðungnum muni aftur á móti ekki hafa nein not fyrir regnhlíf því þar eru bjartir kaflar í kortunum og hlýindi. Vísir/vilhelm Lægð úr suðvestri mun valda usla um helgina einkum sunnan og vestantil. Veðurfræðingur segist varla sjá nokkra vonarglætu í veðrinu á Suðurlandi um helgina, þar verði rigningasuddi. Framkvæmdastjóri Kótelettunnar eygir enn von um sólargeisla. Lægðin sem olli vestan hvassviðrinu í gær er nú komin norðaustan af landi og segir Teitur Arason veðurfræðingur að vestanáttin fari minnkandi í dag og stytti víða upp en… „Síðan fer að nálgast úr suðvestri næsta lægð og hún stjórnar veðrinu hjá okkur um helgina, það er að segja á laugardag og sunnudag. Hún veldur í grófum dráttum sunnanátt með rigningu og súld sunnan- og vestanlands en úrkomulítið og jafnvel bjartir kaflar í norðaustur fjórðungi landsins og þar verður jafnframt hlýjast.“ Mesta úrkoman verði á Suðurlandi þar sem bæði Landsmót hestamanna fer fram og fjölskylduhátíðin Kótelettan. „Hún verður nokkuð drjúg þar. Rigningasuddi en á öllu sunnan-og vestanverðu landinu má búast við vætu um helgina.“ Veðrið á Austfjörðum ætti að sleppa til um helgina en þar fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug. „Austfirðirnir verða sæmilegir. Ekki er búist við mikilli rigningu þar og gæti þá jafnvel sést til sólar.“ En varðandi Suðurland; er engin vonarglæta alla helgina? Nei, því miður. Það virðist ætla að verða þungbúið alla helgina á Suðurlandi, segir Teitur Arason Veðurfræðingur. Liðsmenn Bítisins á Bylgjunni slóu á þráðinn til Einars Björnssonar, framkvæmdastjóra Kótelettunnar, sem sagðist enn halda í vonina. „Við erum búin að halda ellefu svona hátíðir og við höfum alltaf fengið frið frá eitt til fjögur sem er svona okkar kjarnatími á laugardeginum, sem er viðkvæmasti tíminn. Það hefur alltaf gengið eftir. Það hefur alltaf verið messufært og gríðarleg stemning og það er það sem við erum að fókusera á,“ sagði Einar Björnsson framkvæmdastjóri Kótelettunnar í Bítinu á Bylgjunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á allt viðtalið við Einar um dagskrá hátíðarinnar og raunar allan morgunþáttinn í heild sinni. Veður Tengdar fréttir Hæg vestanátt og skúrir en allhvasst austanlands Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi. 8. júlí 2022 07:16 Erfið nótt hjá ferðamönnum í Laugardalnum Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina. 7. júlí 2022 21:00 Föst í lægð út mánuðinn Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn þetta sumarið og virðist reyndar alls ekki ætla að gera það ef marka má langtímaspár. Þær gera ráð fyrir reglulegum lægðum og úrkomu út júlímánuð. 7. júlí 2022 13:32 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Lægðin sem olli vestan hvassviðrinu í gær er nú komin norðaustan af landi og segir Teitur Arason veðurfræðingur að vestanáttin fari minnkandi í dag og stytti víða upp en… „Síðan fer að nálgast úr suðvestri næsta lægð og hún stjórnar veðrinu hjá okkur um helgina, það er að segja á laugardag og sunnudag. Hún veldur í grófum dráttum sunnanátt með rigningu og súld sunnan- og vestanlands en úrkomulítið og jafnvel bjartir kaflar í norðaustur fjórðungi landsins og þar verður jafnframt hlýjast.“ Mesta úrkoman verði á Suðurlandi þar sem bæði Landsmót hestamanna fer fram og fjölskylduhátíðin Kótelettan. „Hún verður nokkuð drjúg þar. Rigningasuddi en á öllu sunnan-og vestanverðu landinu má búast við vætu um helgina.“ Veðrið á Austfjörðum ætti að sleppa til um helgina en þar fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug. „Austfirðirnir verða sæmilegir. Ekki er búist við mikilli rigningu þar og gæti þá jafnvel sést til sólar.“ En varðandi Suðurland; er engin vonarglæta alla helgina? Nei, því miður. Það virðist ætla að verða þungbúið alla helgina á Suðurlandi, segir Teitur Arason Veðurfræðingur. Liðsmenn Bítisins á Bylgjunni slóu á þráðinn til Einars Björnssonar, framkvæmdastjóra Kótelettunnar, sem sagðist enn halda í vonina. „Við erum búin að halda ellefu svona hátíðir og við höfum alltaf fengið frið frá eitt til fjögur sem er svona okkar kjarnatími á laugardeginum, sem er viðkvæmasti tíminn. Það hefur alltaf gengið eftir. Það hefur alltaf verið messufært og gríðarleg stemning og það er það sem við erum að fókusera á,“ sagði Einar Björnsson framkvæmdastjóri Kótelettunnar í Bítinu á Bylgjunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á allt viðtalið við Einar um dagskrá hátíðarinnar og raunar allan morgunþáttinn í heild sinni.
Veður Tengdar fréttir Hæg vestanátt og skúrir en allhvasst austanlands Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi. 8. júlí 2022 07:16 Erfið nótt hjá ferðamönnum í Laugardalnum Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina. 7. júlí 2022 21:00 Föst í lægð út mánuðinn Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn þetta sumarið og virðist reyndar alls ekki ætla að gera það ef marka má langtímaspár. Þær gera ráð fyrir reglulegum lægðum og úrkomu út júlímánuð. 7. júlí 2022 13:32 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Hæg vestanátt og skúrir en allhvasst austanlands Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi. 8. júlí 2022 07:16
Erfið nótt hjá ferðamönnum í Laugardalnum Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina. 7. júlí 2022 21:00
Föst í lægð út mánuðinn Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn þetta sumarið og virðist reyndar alls ekki ætla að gera það ef marka má langtímaspár. Þær gera ráð fyrir reglulegum lægðum og úrkomu út júlímánuð. 7. júlí 2022 13:32