Sú besta með slitið krossband og missir af EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2022 10:30 Alexia Putellas verður frá í hálft ár hið minnsta. Getty/Pedro Salado Alexia Putellas, handhafi Gullknattarins og miðjumaður Spánarmeistara Barcelona sem og spænska landsliðsins, sleit krossband á landsliðsæfingu og verður frá næstu mánuði. Hún missir því af Evrópumótinu í Englandi sem og stórum hluta næstu leiktíðar. Hin 28 ára Putellas hefur verið ein albesta knattspyrnukona heims undanfarin misseri. Hún á stóran þátt í undraverðum árangri Barcelona en liðið fór í gegnum La Liga, spænsku úrvalsdeildina, með fullt hús stiga í vetur og fór alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð. Liðinu tókst þó ekki að verja Evróputitil sinn þar sem liðið beið lægri hlut gegn Lyon. Vísir greindi frá í gær að Putellas hefði meiðst á æfingu með spænska landsliðinu en aðeins var gefið upp að um hnémeiðsli væri að ræða. Nú hefur verið staðfest að aftara krossband í hné (e. ACL) sé slitið og því ljóst að Putellas missir bæði af EM í Englandi sem og stórum hluta næsta tímabils. Alexia Putellas has torn her ACL three days before Spain play their opening Women's Euro 2022 match, reports @Andrea_Pelaez_ pic.twitter.com/SiRcnA3ZqU— B/R Football (@brfootball) July 5, 2022 Þetta er mikið áfall fyrir Spán sem ætlaði sér stóra hluti á EM, Barcelona og að sjálfsögðu Putellas sjálfa. Þá eru þetta ömurlegar fréttir fyrir þau sem ætluðu sér að horfa á EM því ein skærasta stjarna mótsins verður ekki með. Spánn leikur í B-riðli ásamt Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Hin 28 ára Putellas hefur verið ein albesta knattspyrnukona heims undanfarin misseri. Hún á stóran þátt í undraverðum árangri Barcelona en liðið fór í gegnum La Liga, spænsku úrvalsdeildina, með fullt hús stiga í vetur og fór alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð. Liðinu tókst þó ekki að verja Evróputitil sinn þar sem liðið beið lægri hlut gegn Lyon. Vísir greindi frá í gær að Putellas hefði meiðst á æfingu með spænska landsliðinu en aðeins var gefið upp að um hnémeiðsli væri að ræða. Nú hefur verið staðfest að aftara krossband í hné (e. ACL) sé slitið og því ljóst að Putellas missir bæði af EM í Englandi sem og stórum hluta næsta tímabils. Alexia Putellas has torn her ACL three days before Spain play their opening Women's Euro 2022 match, reports @Andrea_Pelaez_ pic.twitter.com/SiRcnA3ZqU— B/R Football (@brfootball) July 5, 2022 Þetta er mikið áfall fyrir Spán sem ætlaði sér stóra hluti á EM, Barcelona og að sjálfsögðu Putellas sjálfa. Þá eru þetta ömurlegar fréttir fyrir þau sem ætluðu sér að horfa á EM því ein skærasta stjarna mótsins verður ekki með. Spánn leikur í B-riðli ásamt Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00