„Mjög gaman og mikill heiður að hátíðin vilji nota lagið okkar“ Elísabet Hanna skrifar 5. júlí 2022 22:01 Poppvélin er ánægð með verkefnið. Aðsend Hljómsveitin Poppvélin gaf út lagið „Bærinn minn“ í dag og er það lag hátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar í ár. Lagið spilar inn nostalgíuna og hjálpar hlustandanum að rifja upp góðar minningar frá æskuslóðunum. Heiðar til liðs við Poppvélina Sveitin fékk til liðs við sig Hafnfirðinginn Heiðar Örn Kristjánsson, oftast kendan við Botnleðju, til þess að koma að flutningi lagsins. Heiðar syngur því dúett á móti Sólveigu Ásgeirsdóttur, söngkonu hljómsveitarinnar. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Örlygur Smári og Valgeir Magnússon. Mikill heiður „Þegar þessi hugmynd kom upp að við skyldum vera með lag hátíðarinnar í ár, vissi ég strax að þetta lag væri lagið. Það grúvar flott við þá nostalgíu hugmynd sem þarf að vera í slíku lagi enda gekk það svo glimrandi upp þegar Valli bjó til þennan nostalgíu texta við lagið. Það er mjög gaman og mikill heiður að hátíðin vilji nota lagið okkar sem einkennislag hátíðarinnar í ár,“ segir Örlygur Smári um lagið. Hann er alsæll að Hjarta Hafnarfjarðar skyldi hafa valið lagið sem lag hátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Poppvélin (@poppvelin) Æskuslóðir ,,Ég reyndi að rifja upp hvernig manns næsta umhverfi tekur utan um mann, þegar maður er að alast upp, þegar ég var að semja þennan texta. Það sem er helst að gerast þegar maður er barn og unglingur. Þá upplifir maður sitt nánasta umhverfi sem öryggi og vinasamfélag og svo kemur ástin að sjálfsögðu við sögu,“ segir Valli sem samdi textann og bætir við: „Ég reyndi að gera það að verkum að textinn gæti átt við hvaða bæjarfélag sem er svo hver og einn getur tengt við það við sjálfan sig, hvar sem viðkomandi ólst upp. Í mínu tilfelli fór ég í huganum í Fossvog í Reykjavík þar sem ég ólst upp. En svo sá ég að þetta virkaði þegar Heiðar gat tengt við sína æsku í Hafnarfirði. Hljómsveitin klráraði svo textann í sameiningu,” segir Valgeir um texta lagsins. Lagið má heyra í heild sinni hér að neðan: Tónlist Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hafnfirðingar eru hamingjusamir Nærsamfélagið er eitt af því sem hefur áhrif á ánægju, hamingju og farsæld okkar og hefur jafnframt mótandi áhrif á líf okkar og lífsgæði. En hamingjan er soldið eins og veðrið, síbreytilegt, erfitt að útskýra og henda reiður á. 10. maí 2022 08:30 Hafnarfjörður getur orðið ríkasta sveitarfélag landsins Tækifærin eru oft nær en okkur grunar. Hafnarfjörður hefur tækifæri til þess að koma sér í öfundsverða stöðu á tveimur áratugum. Óslípaði demantur okkar Hafnfirðinga eru Óttastaðir handan Álversins í Straumsvík. 25. apríl 2022 09:31 Hafnarfjörður til framtíðar Markvisst hefur verið unnið að því á kjörtímabilinu að halda álögum á íbúum í lágmarki og sérstaklega hefur verið horft til barnafjölskyldna með það að markmiði að létta þeim róðurinn. Það hefur tekist og er óumdeilt. 5. febrúar 2022 08:01 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Heiðar til liðs við Poppvélina Sveitin fékk til liðs við sig Hafnfirðinginn Heiðar Örn Kristjánsson, oftast kendan við Botnleðju, til þess að koma að flutningi lagsins. Heiðar syngur því dúett á móti Sólveigu Ásgeirsdóttur, söngkonu hljómsveitarinnar. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Örlygur Smári og Valgeir Magnússon. Mikill heiður „Þegar þessi hugmynd kom upp að við skyldum vera með lag hátíðarinnar í ár, vissi ég strax að þetta lag væri lagið. Það grúvar flott við þá nostalgíu hugmynd sem þarf að vera í slíku lagi enda gekk það svo glimrandi upp þegar Valli bjó til þennan nostalgíu texta við lagið. Það er mjög gaman og mikill heiður að hátíðin vilji nota lagið okkar sem einkennislag hátíðarinnar í ár,“ segir Örlygur Smári um lagið. Hann er alsæll að Hjarta Hafnarfjarðar skyldi hafa valið lagið sem lag hátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Poppvélin (@poppvelin) Æskuslóðir ,,Ég reyndi að rifja upp hvernig manns næsta umhverfi tekur utan um mann, þegar maður er að alast upp, þegar ég var að semja þennan texta. Það sem er helst að gerast þegar maður er barn og unglingur. Þá upplifir maður sitt nánasta umhverfi sem öryggi og vinasamfélag og svo kemur ástin að sjálfsögðu við sögu,“ segir Valli sem samdi textann og bætir við: „Ég reyndi að gera það að verkum að textinn gæti átt við hvaða bæjarfélag sem er svo hver og einn getur tengt við það við sjálfan sig, hvar sem viðkomandi ólst upp. Í mínu tilfelli fór ég í huganum í Fossvog í Reykjavík þar sem ég ólst upp. En svo sá ég að þetta virkaði þegar Heiðar gat tengt við sína æsku í Hafnarfirði. Hljómsveitin klráraði svo textann í sameiningu,” segir Valgeir um texta lagsins. Lagið má heyra í heild sinni hér að neðan:
Tónlist Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hafnfirðingar eru hamingjusamir Nærsamfélagið er eitt af því sem hefur áhrif á ánægju, hamingju og farsæld okkar og hefur jafnframt mótandi áhrif á líf okkar og lífsgæði. En hamingjan er soldið eins og veðrið, síbreytilegt, erfitt að útskýra og henda reiður á. 10. maí 2022 08:30 Hafnarfjörður getur orðið ríkasta sveitarfélag landsins Tækifærin eru oft nær en okkur grunar. Hafnarfjörður hefur tækifæri til þess að koma sér í öfundsverða stöðu á tveimur áratugum. Óslípaði demantur okkar Hafnfirðinga eru Óttastaðir handan Álversins í Straumsvík. 25. apríl 2022 09:31 Hafnarfjörður til framtíðar Markvisst hefur verið unnið að því á kjörtímabilinu að halda álögum á íbúum í lágmarki og sérstaklega hefur verið horft til barnafjölskyldna með það að markmiði að létta þeim róðurinn. Það hefur tekist og er óumdeilt. 5. febrúar 2022 08:01 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Hafnfirðingar eru hamingjusamir Nærsamfélagið er eitt af því sem hefur áhrif á ánægju, hamingju og farsæld okkar og hefur jafnframt mótandi áhrif á líf okkar og lífsgæði. En hamingjan er soldið eins og veðrið, síbreytilegt, erfitt að útskýra og henda reiður á. 10. maí 2022 08:30
Hafnarfjörður getur orðið ríkasta sveitarfélag landsins Tækifærin eru oft nær en okkur grunar. Hafnarfjörður hefur tækifæri til þess að koma sér í öfundsverða stöðu á tveimur áratugum. Óslípaði demantur okkar Hafnfirðinga eru Óttastaðir handan Álversins í Straumsvík. 25. apríl 2022 09:31
Hafnarfjörður til framtíðar Markvisst hefur verið unnið að því á kjörtímabilinu að halda álögum á íbúum í lágmarki og sérstaklega hefur verið horft til barnafjölskyldna með það að markmiði að létta þeim róðurinn. Það hefur tekist og er óumdeilt. 5. febrúar 2022 08:01