Arnar reyndi að fá Kára til að taka skóna af hillunni: „Ekki í myndinni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 13:01 Kári Árnason fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrra af innlifun Vísir/Hulda Margrét Vegna manneklu Íslands- og bikarmeistara Víkings í öftustu línu bað Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, miðvörðinn fyrrverandi Kára Árnason að taka skóna af hillunni. Kári starfar í dag sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingum. Á blaðamannafundi Víkings fyrir stórleikinn gegn Malmö kom fram að Arnar hafði beðið Kára um að íhuga að taka skóna af hillunni og vera til taks ef eitthvað kæmi upp á. Kyle McLagan, miðvörður liðsins, viðbeinsbrotnaði á dögunum og verður frá í einhvern tíma. Víkingar eru því heldur fáliðaðir aftast á vellinum en hinn 39 ára gamli Kári segir það einfaldlega ekki koma til greina að rífa takkaskóna fram á nýjan leik. Here is the official squad for the game tonight @Malmo_FF @St2Sport @footballiceland#ChampionsLeague #fotboltinet #st2sport #vikesmalmö pic.twitter.com/LjvwbFJRqR— Víkingur (@vikingurfc) July 5, 2022 „Ég hef ekki gert meira en að skokka undanfarið hálft ár og því er þetta ekki inn í myndinni,“ sagði Kári hreinskilinn. Miðvörðurinn fyrrverandi þekkir vel til í Malmö en hann lék með liðinu frá 2015 til 2017. Kyle McLagan er ekki eini Víkingurinn sem er fjarri góðu gamni en Ingvar Jónsson, markvörður liðsins, er meiddur. Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson tók hanskana af hillunni til að geta aðstoðað Víkinga en Kári var ekki sama sinnis. Hannes Þór er þó ekki í leikmannahópi Víkinga í dag. Víkingar eru á góðu róli fyrir leik dagsins en lærisveinar Arnars hafa unnið átta leiki í röð. Hvort sá níundi komi í dag kemur í ljós en leikur Malmö og Víkings í undankeppni Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 17.00. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst 20 mínútum fyrr eða 16.40. Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Á blaðamannafundi Víkings fyrir stórleikinn gegn Malmö kom fram að Arnar hafði beðið Kára um að íhuga að taka skóna af hillunni og vera til taks ef eitthvað kæmi upp á. Kyle McLagan, miðvörður liðsins, viðbeinsbrotnaði á dögunum og verður frá í einhvern tíma. Víkingar eru því heldur fáliðaðir aftast á vellinum en hinn 39 ára gamli Kári segir það einfaldlega ekki koma til greina að rífa takkaskóna fram á nýjan leik. Here is the official squad for the game tonight @Malmo_FF @St2Sport @footballiceland#ChampionsLeague #fotboltinet #st2sport #vikesmalmö pic.twitter.com/LjvwbFJRqR— Víkingur (@vikingurfc) July 5, 2022 „Ég hef ekki gert meira en að skokka undanfarið hálft ár og því er þetta ekki inn í myndinni,“ sagði Kári hreinskilinn. Miðvörðurinn fyrrverandi þekkir vel til í Malmö en hann lék með liðinu frá 2015 til 2017. Kyle McLagan er ekki eini Víkingurinn sem er fjarri góðu gamni en Ingvar Jónsson, markvörður liðsins, er meiddur. Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson tók hanskana af hillunni til að geta aðstoðað Víkinga en Kári var ekki sama sinnis. Hannes Þór er þó ekki í leikmannahópi Víkinga í dag. Víkingar eru á góðu róli fyrir leik dagsins en lærisveinar Arnars hafa unnið átta leiki í röð. Hvort sá níundi komi í dag kemur í ljós en leikur Malmö og Víkings í undankeppni Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 17.00. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst 20 mínútum fyrr eða 16.40.
Fótbolti Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti