Matthías: Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum Árni Jóhansson skrifar 4. júlí 2022 21:31 Matthías Vilhjálmsson og Daníel Laxdal háðu hörkubaráttu en þurftu að deilda stigunum. Vísir/Bára Fyrirliði FH-inga var skiljanlega svekktur að fá á sig jöfnunarmark þegar þrjár mínútur voru eftir af leik liðsins á móti Stjörnunni í kvöld. Leikið var í Kaplakrika og var leikurinn hluti af 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og endaði 1-1 en FH var betri aðilinn lengst af. Matthías var spurður að því fyrst hvað gerðist í jöfnunarmarki Stjörnunnar sem kom eftir hornspyrnu. Var um einbeitingarleysi að ræða? „Í fyrsta lagi þá ákvað dómarinn að dæma hornspyrnu þegar það var Stjörnumaður sem skallaði boltann aftur fyrir endamörk. Svo bara dettur boltinn fyrir þá og þeir eru fyrstir að átta sig. Mjög svekkjandi. Mér fannst við vera mjög „solid“ í kvöld og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við fengum mjög fá færi á okkur og byrjuðum mikið betur en þeir í seinni og mjög svekkjandi að missa þetta niður en ánægður með liðsheildina í dag.“ Blaðamaður spurði hvort það hefði ekki mátt vera meiri kraftur í leiknum í dag en að hans mati var þessi leikur mjög hægur. „Það getur vel verið. Stjörnuliðið hefur verið á fínu róli í sumar en við höfum átt í erfiðleikum og mér fannst þetta vera framför hjá okkur. Við gáfum fá færi á okkur og það var ekki fyrr en í lokin þar sem við erum að verja forskotið og þeir henda fleiri mönnum fram að þeir ná í mark rétt fyrir leikslok. Við hefðum líka getað skorað fleiri.“ Aðspurður um hvaða áherslur Eiður Smári, nýr þjálfari, væri að reyna að berja inn í liðið sagði Matthías: „Hann er bara búinn að vera hérna í ca. tværi vikur og hann og Venni hafa komið vel inn í þetta og kennt okkur helling en þeir þurfa tíma til að fara í gegnum sinn leikstíl en ég er mjög sáttur við hvernig æfingavikurnar hafa verið hérna. Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum.“ Að lokum var Matthías spurður út í það hvort það væri betri andi í liðinu eftir þjálfaraskiptin. „Það hefur alltaf verið fínn andi í FH. Við höfum bara verið svekktir með úrslitin og teljum okkur eiga mikið inni. Við vinnum hörðum höndum að því að bæta okkur og sækja sigurinn. Við vorum ansi nálægt því í dag og ansi nálægt því á móti Leikni. Það hlýtur að styttast í þetta.“ Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng. 4. júlí 2022 21:14 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Matthías var spurður að því fyrst hvað gerðist í jöfnunarmarki Stjörnunnar sem kom eftir hornspyrnu. Var um einbeitingarleysi að ræða? „Í fyrsta lagi þá ákvað dómarinn að dæma hornspyrnu þegar það var Stjörnumaður sem skallaði boltann aftur fyrir endamörk. Svo bara dettur boltinn fyrir þá og þeir eru fyrstir að átta sig. Mjög svekkjandi. Mér fannst við vera mjög „solid“ í kvöld og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við fengum mjög fá færi á okkur og byrjuðum mikið betur en þeir í seinni og mjög svekkjandi að missa þetta niður en ánægður með liðsheildina í dag.“ Blaðamaður spurði hvort það hefði ekki mátt vera meiri kraftur í leiknum í dag en að hans mati var þessi leikur mjög hægur. „Það getur vel verið. Stjörnuliðið hefur verið á fínu róli í sumar en við höfum átt í erfiðleikum og mér fannst þetta vera framför hjá okkur. Við gáfum fá færi á okkur og það var ekki fyrr en í lokin þar sem við erum að verja forskotið og þeir henda fleiri mönnum fram að þeir ná í mark rétt fyrir leikslok. Við hefðum líka getað skorað fleiri.“ Aðspurður um hvaða áherslur Eiður Smári, nýr þjálfari, væri að reyna að berja inn í liðið sagði Matthías: „Hann er bara búinn að vera hérna í ca. tværi vikur og hann og Venni hafa komið vel inn í þetta og kennt okkur helling en þeir þurfa tíma til að fara í gegnum sinn leikstíl en ég er mjög sáttur við hvernig æfingavikurnar hafa verið hérna. Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum.“ Að lokum var Matthías spurður út í það hvort það væri betri andi í liðinu eftir þjálfaraskiptin. „Það hefur alltaf verið fínn andi í FH. Við höfum bara verið svekktir með úrslitin og teljum okkur eiga mikið inni. Við vinnum hörðum höndum að því að bæta okkur og sækja sigurinn. Við vorum ansi nálægt því í dag og ansi nálægt því á móti Leikni. Það hlýtur að styttast í þetta.“
Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng. 4. júlí 2022 21:14 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Leik lokið: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng. 4. júlí 2022 21:14