Strax í fyrstu beygjunni varð mikill troðningur á milli bíla og lenti George Russell og Pierre Gasly í árekstri og Russell lenti aftan á Zhou Guanyu með þeim afleiðingum að Alfa Romeo bíll Zhou í veltu og rann á hvolfi út fyrir brautina. Svo mikill var hraðinn Alfa Romeo bíllinn lenti í mölinni og flaug yfir öryggisvegginn.
Rauðu flaggi var veifað og hætta þurfti kappakstrinum á meðan Zhou var sinnt og brautin hreinsuð. Einnig lentu Sebastian Vettel og Alex Albon í árekstri sem varð til þess að Albon var fluttur á sjúkrahús.
Zhou Guanyu var fluttur með hraði á sjúkrahús en eins og kemur fram hjá Sky Sports er hann með meðvitund og byrjaður að hreyfa sig.
Kappaksturinn hófst síðan aftur og er í gangi þegar þessi frétt er skrifuð. Carlo Sainz er í forystu og Charles Leclerc er í öðru sæti en þeir eru báðir á Ferrari. Max Verstappen hefur lent tjóni og hrunið niður í sjötta sæti en Lewis Hamilton er í því þriðja.

