Svakalegur árekstur í ræsingunni á Silverstone - Alfa Romeo bíll lenti á hvolfi Árni Jóhannsson skrifar 3. júlí 2022 15:20 Zhou Guanyu lenti hörðum árekstri en virðist hafa sloppið án teljandi meiðsla GETTY IMAGES Breski kappaksturinn fór af stað með miklum látum í dag en eftir að Max Verstappen náði fyrsta sætinu strax af Sainz þá varð árekstur aftar á ráspólnum sem gerði það að verkum að kappakstrinum seinkaði um tæpa klukkustund. Zhou Guanyu lenti verst í árekstrinum en slapp við alvarleg meiðsli. Strax í fyrstu beygjunni varð mikill troðningur á milli bíla og lenti George Russell og Pierre Gasly í árekstri og Russell lenti aftan á Zhou Guanyu með þeim afleiðingum að Alfa Romeo bíll Zhou í veltu og rann á hvolfi út fyrir brautina. Svo mikill var hraðinn Alfa Romeo bíllinn lenti í mölinni og flaug yfir öryggisvegginn. Rauðu flaggi var veifað og hætta þurfti kappakstrinum á meðan Zhou var sinnt og brautin hreinsuð. Einnig lentu Sebastian Vettel og Alex Albon í árekstri sem varð til þess að Albon var fluttur á sjúkrahús. Zhou Guanyu var fluttur með hraði á sjúkrahús en eins og kemur fram hjá Sky Sports er hann með meðvitund og byrjaður að hreyfa sig. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Kappaksturinn hófst síðan aftur og er í gangi þegar þessi frétt er skrifuð. Carlo Sainz er í forystu og Charles Leclerc er í öðru sæti en þeir eru báðir á Ferrari. Max Verstappen hefur lent tjóni og hrunið niður í sjötta sæti en Lewis Hamilton er í því þriðja. Zhou Guanyu á leiðinni á mölina á hvolfi. Halo hringurinn sannaði gildi sitt í dag.GETTY IMAGES Svona endaði Zhou Guanyu milli girðingar og öryggisveggsins eftir flugferðina.GETTY IMAGES Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Strax í fyrstu beygjunni varð mikill troðningur á milli bíla og lenti George Russell og Pierre Gasly í árekstri og Russell lenti aftan á Zhou Guanyu með þeim afleiðingum að Alfa Romeo bíll Zhou í veltu og rann á hvolfi út fyrir brautina. Svo mikill var hraðinn Alfa Romeo bíllinn lenti í mölinni og flaug yfir öryggisvegginn. Rauðu flaggi var veifað og hætta þurfti kappakstrinum á meðan Zhou var sinnt og brautin hreinsuð. Einnig lentu Sebastian Vettel og Alex Albon í árekstri sem varð til þess að Albon var fluttur á sjúkrahús. Zhou Guanyu var fluttur með hraði á sjúkrahús en eins og kemur fram hjá Sky Sports er hann með meðvitund og byrjaður að hreyfa sig. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Kappaksturinn hófst síðan aftur og er í gangi þegar þessi frétt er skrifuð. Carlo Sainz er í forystu og Charles Leclerc er í öðru sæti en þeir eru báðir á Ferrari. Max Verstappen hefur lent tjóni og hrunið niður í sjötta sæti en Lewis Hamilton er í því þriðja. Zhou Guanyu á leiðinni á mölina á hvolfi. Halo hringurinn sannaði gildi sitt í dag.GETTY IMAGES Svona endaði Zhou Guanyu milli girðingar og öryggisveggsins eftir flugferðina.GETTY IMAGES
Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira