Tryggvi Snær meðal bestu leikmanna umferðarinnar - Hægt að kjósa þann besta Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 12:02 Tryggvi Snær Hlinason á vítalínunni gegn Hollendingum VÍSIR/HULDA MARGRÉT Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Íslands hönd í sigrinum á Hollandi í gærkvöldi og leiddi hann liðið til sigurs ásamt Elvari Má Friðrikssyni. Tekið var eftir frammistöðunni hjá Tryggva og er hann í hóp með tveimur NBA leikmönnum sem taldir hafa staðið sig best í fimmtu umferð undankeppni HM í körfubolta 2023. Tryggvi Snær skilaði tvöfaldri tvennu í 67-66 sigri Íslendinga á Hollendinum í gær en kappinn skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Að auki varði Tryggvi þrjú skot en alls taldi þetta saman sem 31 framlagspunkt. Tryggva virðist líða vel í Ólafssal en í tvíframlengdum sigurleik á móti Ítalíu í febrúar síðastliðnum átti Tryggvi stórleik þar sem hann tók 34 stig og tók 21 frákast. Heimasíða FIBA velur besta leikmann hverrar umferðar og er Tryggvi Snær einn af fimm leikmönnum sem koma til greina sem sá besti í fimmtu umferð undankeppninnar að þessu sinni. Það eru engir aukvisar sem einnig eru tilnefndir en Slóvenin Luka Doncic og Finni Lauri Markkanen koma einnig til greina. Báðir leika þeir í NBA deildinni en Doncic spilar fyrir Dallas Mavericks og Markkanen fyrir Cleveland Cavaliers. Doncic leiddi lið Slóvena til sigurs gegn nágrönnum þeirra í Króatíu 97-69 og var nærrum því með þrefalda tvennu. Skoraði hann 21 stig, tók átta fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Doncic var að snúa aftur í liði Slóvena síðan á Ólympíuleikunum í Tókíó. Sigurinn þýðir að Slóvenar fara áfram í næstu umferð. Markkanen leiddi sína menn frá Finnlandi til sigurs gegn Svíum og lagði mörg lóð á vogarskálarnar til þess en hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Finnar eru einnig komnir áfram en þeir leika í sama riðli og Slóvenar. Who was the European Qualifiers GameDay 1 MVP? @luka7doncic x @kzs_si M.Ponitka x @KoszKadra A. Vezenkov x Bulgaria @MarkkanenLauri x @basketfinland T.Hlinason x @kkikarfa#FIBAWC x #WinForAll— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 2, 2022 Þá koma þeir Mateusz Ponitka frá Póllandi og Aleksandar Vezenkov frá Búlgaríu einnig til greina sem leikmenn umferðarinnar. Pólverjar unnu Ísrael í framlengdum leik 90-85 og Búlgarir töpuðu fyrir Litháum með tveimur stigum 72-70. Eins og áður segir þá er hægt að kjósa besta leikmann umferðarinnar en það er gert á heimasíðu FIBA. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. 2. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Tryggvi Snær skilaði tvöfaldri tvennu í 67-66 sigri Íslendinga á Hollendinum í gær en kappinn skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Að auki varði Tryggvi þrjú skot en alls taldi þetta saman sem 31 framlagspunkt. Tryggva virðist líða vel í Ólafssal en í tvíframlengdum sigurleik á móti Ítalíu í febrúar síðastliðnum átti Tryggvi stórleik þar sem hann tók 34 stig og tók 21 frákast. Heimasíða FIBA velur besta leikmann hverrar umferðar og er Tryggvi Snær einn af fimm leikmönnum sem koma til greina sem sá besti í fimmtu umferð undankeppninnar að þessu sinni. Það eru engir aukvisar sem einnig eru tilnefndir en Slóvenin Luka Doncic og Finni Lauri Markkanen koma einnig til greina. Báðir leika þeir í NBA deildinni en Doncic spilar fyrir Dallas Mavericks og Markkanen fyrir Cleveland Cavaliers. Doncic leiddi lið Slóvena til sigurs gegn nágrönnum þeirra í Króatíu 97-69 og var nærrum því með þrefalda tvennu. Skoraði hann 21 stig, tók átta fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Doncic var að snúa aftur í liði Slóvena síðan á Ólympíuleikunum í Tókíó. Sigurinn þýðir að Slóvenar fara áfram í næstu umferð. Markkanen leiddi sína menn frá Finnlandi til sigurs gegn Svíum og lagði mörg lóð á vogarskálarnar til þess en hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Finnar eru einnig komnir áfram en þeir leika í sama riðli og Slóvenar. Who was the European Qualifiers GameDay 1 MVP? @luka7doncic x @kzs_si M.Ponitka x @KoszKadra A. Vezenkov x Bulgaria @MarkkanenLauri x @basketfinland T.Hlinason x @kkikarfa#FIBAWC x #WinForAll— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 2, 2022 Þá koma þeir Mateusz Ponitka frá Póllandi og Aleksandar Vezenkov frá Búlgaríu einnig til greina sem leikmenn umferðarinnar. Pólverjar unnu Ísrael í framlengdum leik 90-85 og Búlgarir töpuðu fyrir Litháum með tveimur stigum 72-70. Eins og áður segir þá er hægt að kjósa besta leikmann umferðarinnar en það er gert á heimasíðu FIBA.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. 2. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
„Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. 2. júlí 2022 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20