Jörundur Áki tekur tímabundið við af Arnari en þó bara við hluta af starfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2022 08:01 Jörundur Áki Sveinsson í starfi sínu sem aðstoðarmaður Davíðs Snorra Jónassonar í 21 árs landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið Jörund Áka Sveinsson til að létta á störfum landsliðsþjálfarans Arnars Þórs Viðarsson sem hefur sinnt tveimur störfum fyrir sambandið undanfarna átján mánuði. Jörundur Áka mun taka tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna sviðsstjóra knattspyrnusviðs sem snúa að yngri landsliðum karla og kvenna, auk ýmissa annarra verkefna. Þetta er staðfest í frétt á heimasíðu sambandsins. Þegar Arnar var ráðinn þjálfari A-landsliðsins var samið við hann um að gegna „tímabundið“ stöðu yfirmanns knattspyrnumála, eða „sviðsstjóra knattspyrnusviðs“, þangað til nýr maður yrði ráðinn í starfið. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hafði staðfest það við Vísi í vikunni að í haust verði auglýst laus staða yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Jörundur Áki, sem er með UEFA Pro þjálfaragráðu og er núverandi starfsmaður knattspyrnusviðs og þjálfari U16 og U17 landsliða karla, hefur mikla reynslu af knattspyrnustarfi og þjálfun. Hann hefur þjálfað U21, U17 og U16 landslið karla og öll landslið kvenna og á að baki um eitt hundrað leiki sem aðalþjálfari landsliða, auk fjölmargra leikja sem aðstoðarþjálfari. Að auki hefur hann stýrt meistaraflokksliðum karla og kvenna í samtals um þrjú hundrað KSÍ-leikjum. Frá því að Arnar tók við A-landsliðinu hefur verið rætt um mögulegan arftaka hans í stöðu yfirmanns knattspyrnumála og til að mynda lýsti Kári Árnason yfir áhuga á starfinu, áður en hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi síðasta haust. En af hverju hefur ekki verið brugðist við fyrr svo að Arnar þurfi ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma? „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ segir Vanda í viðtali við Vísi í vikunni. KSÍ Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Sjá meira
Jörundur Áka mun taka tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna sviðsstjóra knattspyrnusviðs sem snúa að yngri landsliðum karla og kvenna, auk ýmissa annarra verkefna. Þetta er staðfest í frétt á heimasíðu sambandsins. Þegar Arnar var ráðinn þjálfari A-landsliðsins var samið við hann um að gegna „tímabundið“ stöðu yfirmanns knattspyrnumála, eða „sviðsstjóra knattspyrnusviðs“, þangað til nýr maður yrði ráðinn í starfið. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hafði staðfest það við Vísi í vikunni að í haust verði auglýst laus staða yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Jörundur Áki, sem er með UEFA Pro þjálfaragráðu og er núverandi starfsmaður knattspyrnusviðs og þjálfari U16 og U17 landsliða karla, hefur mikla reynslu af knattspyrnustarfi og þjálfun. Hann hefur þjálfað U21, U17 og U16 landslið karla og öll landslið kvenna og á að baki um eitt hundrað leiki sem aðalþjálfari landsliða, auk fjölmargra leikja sem aðstoðarþjálfari. Að auki hefur hann stýrt meistaraflokksliðum karla og kvenna í samtals um þrjú hundrað KSÍ-leikjum. Frá því að Arnar tók við A-landsliðinu hefur verið rætt um mögulegan arftaka hans í stöðu yfirmanns knattspyrnumála og til að mynda lýsti Kári Árnason yfir áhuga á starfinu, áður en hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi síðasta haust. En af hverju hefur ekki verið brugðist við fyrr svo að Arnar þurfi ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma? „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ segir Vanda í viðtali við Vísi í vikunni.
KSÍ Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Sjá meira