Hún er á leið á sitt fyrsta Evrópumót. Selma þreytti frumraun sína með A-landsliðinu í 2-1 tapi fyrir Noregi í æfingaleik á La Manga á Spáni í janúar 2018. Alls eru landsleikir hennar sautján talsins og mörkin tvö.
Selma, sem er 24 ára, er uppalin hjá Breiðabliki og lék sinn fyrsta leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni 2013, þá aðeins fimmtán ára. Hún var lánuð til Fylkis tímabilið 2015 en sneri svo aftur til Breiðabliks og lék með liðinu út síðasta tímabil. Þá samdi hún við Rosenborg í Noregi. Selma hefur stimplað sig vel inn með Rosenborg, leikið alla fimmtán leiki liðsins í norsku úrvalsdeildinni og skorað þrjú mörk.
Selma varð Íslandsmeistari með Breiðabliki 2018 og bikarmeistari 2018 og 2021. Hún hefur leikið 84 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað átta mörk. Selma lék ekkert 2020 eftir að hafa slitið krossband í hné undir lok tímabilsins 2019 en hefur komið sterk til baka eftir það.

Fyrsti meistaraflokksleikur? 15.08.2013.
Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Þorsteinn Halldórsson.
Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Hlusta á Kanye West fyrir hvern leik.
Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, fjölskylda.
Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Hjúkrunarfræði.
Í hvernig skóm spilarðu? Nike Vapor.
Uppáhalds lið í enska? Liverpool.
Uppáhalds tölvuleikur? Mario Kart.
Uppáhalds matur? Pizza.
Fyndnust í landsliðinu? Telma.
Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda.
Óstundvísust í landsliðinu? Dagný.
Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð.
Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Slappa af, eiga gott spjall með liðsfélögum, horfa á sjónvarp, lesa bók og margt fleira
Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Besti andstæðingur er Marie-Antoinette Katoto í Paris Saint-Germain.
Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard.
Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég er skófrík.