Tyrkir samþykkja aðild Svía og Finna að NATO Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2022 18:53 Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar heilsar Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands við upphaf fundar þeirra um NATO aðild Svía í Madrid í dag. AP/Henrik Montgomery Tyrkir hafa samþykkt aðildarumsókn Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Einn sögulegasti leiðtogafundur í sögu NATO hófst formlega í Madríd í dag þar sem meðal annars verður samþykkt að auka umsvif bandalagsins í austur Evrópu. Undanfarna daga hefur Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leitt fundi fulltrúa Tyrkja, Svía og Finna til að finna lausn á andstöðu Tyrkja við aðild Norðurlandanna tveggja. Í dag fundaði Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands síðan með Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Sauli Niinisto forseta Finnlands í Madrid fyrir milligöngu Stoltenbers. Að þeim fundi loknum var tilkynnt að Tyrkir hefðu samþykkt aðildarumsókn ríkjanna. Leiðtogafundur NATO í Madrid er einn sá mikilvægasti í sögu bandalagsinis bæði vegna innrásar Rússa í Úkraínu og aðildarumsóknar Svía og Finna. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir að nýja áætlun kennda við Madrid verða samþykkta áfundinum. „Þetta verður áætlunin fyrir NATO í hættulegri og ófyrirsjáanlegri heimi. Við munum samþykkja grundvallarbreytingu á fælingu og vörnum með fjölmennari viðbragðssveitum, með öflugri loftvörnum og meiri fyrir fram staðsettum búnaði,“ sagði Stoltenberg í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sest til fundar með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar í dag.AP/Henrik Montgomery Leiðtogarnir komu hver af öðrum til borgarinnar í dag, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en aðalfundurinn fer fram á morgun. „Í aðdraganda fundarins er verið að ræða aðildarumsókn Finna og Svía sem Tyrkir hafa auðvitað verið aðleggjast gegn. Þá sérstaklega aðildarumsókn Svíþjóðar. Þannig að það eru nokkuð mörg stór mál sem verða til umræðu á þessum fundi,“ segir Katrín en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækir einnig fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir mörg stór mál liggja fyrir NATO fundinum.Vísir/Vilhelm Katrín segir Stoltenberg hafa fundað með fulltrúum Finna, Svía og Tyrkja í allan dag. Niðurstaða gæti legið fyrir leiðtogafundinum á morgun. Stoltenberg boðar einnig aukna aðstoð við Úkraínu. „Við munum samþykkja yfirgripsmikla aðstoð við Úkraínu til að hjálpa þeim að nýta rétt sinn til sjálfsvarnar. Það er mjög mikilvægt að við séum tilbúin að halda áfram að veita stuðning því nú stendur Úkraína frammi fyrir skepnuskap sem við höfum ekki séð í Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni síðari,“ segir Stoltenberg. NATO hefur þegar ákveðið að fjölga í viðbragðs hersveitum sínum um 300 þúsund manns en nú eru um 40 þúsund hermenn í viðbragðssveitunum. Styrkja á hernaðarmátt bandalagsins í aðildarríkjunum í austur Evrópu enn frekar vegna stríðsins í Úkraínu. „Þetta er auðvitað stærsta einstaka málið á fundinum. En því miður er engin lausn í sjónmáli ennþá á þessum hörmulegu átökum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Undanfarna daga hefur Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leitt fundi fulltrúa Tyrkja, Svía og Finna til að finna lausn á andstöðu Tyrkja við aðild Norðurlandanna tveggja. Í dag fundaði Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands síðan með Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Sauli Niinisto forseta Finnlands í Madrid fyrir milligöngu Stoltenbers. Að þeim fundi loknum var tilkynnt að Tyrkir hefðu samþykkt aðildarumsókn ríkjanna. Leiðtogafundur NATO í Madrid er einn sá mikilvægasti í sögu bandalagsinis bæði vegna innrásar Rússa í Úkraínu og aðildarumsóknar Svía og Finna. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir að nýja áætlun kennda við Madrid verða samþykkta áfundinum. „Þetta verður áætlunin fyrir NATO í hættulegri og ófyrirsjáanlegri heimi. Við munum samþykkja grundvallarbreytingu á fælingu og vörnum með fjölmennari viðbragðssveitum, með öflugri loftvörnum og meiri fyrir fram staðsettum búnaði,“ sagði Stoltenberg í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sest til fundar með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar í dag.AP/Henrik Montgomery Leiðtogarnir komu hver af öðrum til borgarinnar í dag, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en aðalfundurinn fer fram á morgun. „Í aðdraganda fundarins er verið að ræða aðildarumsókn Finna og Svía sem Tyrkir hafa auðvitað verið aðleggjast gegn. Þá sérstaklega aðildarumsókn Svíþjóðar. Þannig að það eru nokkuð mörg stór mál sem verða til umræðu á þessum fundi,“ segir Katrín en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækir einnig fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir mörg stór mál liggja fyrir NATO fundinum.Vísir/Vilhelm Katrín segir Stoltenberg hafa fundað með fulltrúum Finna, Svía og Tyrkja í allan dag. Niðurstaða gæti legið fyrir leiðtogafundinum á morgun. Stoltenberg boðar einnig aukna aðstoð við Úkraínu. „Við munum samþykkja yfirgripsmikla aðstoð við Úkraínu til að hjálpa þeim að nýta rétt sinn til sjálfsvarnar. Það er mjög mikilvægt að við séum tilbúin að halda áfram að veita stuðning því nú stendur Úkraína frammi fyrir skepnuskap sem við höfum ekki séð í Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni síðari,“ segir Stoltenberg. NATO hefur þegar ákveðið að fjölga í viðbragðs hersveitum sínum um 300 þúsund manns en nú eru um 40 þúsund hermenn í viðbragðssveitunum. Styrkja á hernaðarmátt bandalagsins í aðildarríkjunum í austur Evrópu enn frekar vegna stríðsins í Úkraínu. „Þetta er auðvitað stærsta einstaka málið á fundinum. En því miður er engin lausn í sjónmáli ennþá á þessum hörmulegu átökum,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira