Íslendingalið Sogndal og Mjøndalen eru bæði í harðri baráttu um að komast upp í norsku úrvalsdeildinni. Sigur dagsins var því einkar mikilvægur.
Eina mark leiksins skoraði Erik Grönner í upphafi síðari hálfleiks og þar við sat, lokatölur 1-0 heimamönnum í vil.
Hörður Ingi fór af velli á 75. mínútu og Jónatan Ingi í uppbótartíma en Valdimar Þór spilaði allan leikinn.
Sogndal er nú í 5. sæti með 20 stig eftir 11. umferðir. Ranheim er í 2. sæti með 23 stig og Mjøndalen í 3. sæti með 22 stig.
Efstu tvö lið deildarinnar fara beint upp á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í norsku úrvalsdeildinni.