Flipp festival: „Eitthvað sem sjaldan eða aldrei hefur sést á Íslandi“ Elísabet Hanna skrifar 24. júní 2022 20:30 Eyrún Ævarsdóttir. Aðsend Eyrún Ævarsdóttir fór sjálf í háskólanám í sirkuslistum og er listrænn stjórnandi Flipp festival sem er fyrsta íslenska sirkuslistahátíðinni. Hún fer fram um helgina í Elliðaárstöð í Elliðaárdal og í Hafnarþorpinu í Kolaportinu. Blaðamaður hafði samband við Eyrúnu Ævarsdóttir og fékk að heyra meira um Flipp festival sem er haldin af sirkuslistafélaginu Hringleik: Hvernig kom Flipp Festival til?Flipp Festival kemur til úr þeirri þróun sem hefur verið að eiga sér stað í sirkusheiminum hérna á Íslandi undanfarin ár. Nýsirkus, eða samtímasirkus eins og hann er líka kallaður, þar sem sirkusgreinarnar eru nýttar sem sviðslistaform á borð við aðrar sviðslistagreinar, hefur verið að ryðja sér til rúms og metnaðarfull íslensk verk hafa litið dagsins ljós á undanförnum árum. View this post on Instagram A post shared by Hringleikur (@hringleikur) Við í sirkuslistafélaginu Hringleik höfum einnig verið í heilmiklu sambandi við sirkusheiminn erlendis, þá sérstaklega norrænu senuna, og því sáum við okkur leik á borði til að halda fyrstu íslensku hátíðina sirkus til heiðurs. View this post on Instagram A post shared by Hringleikur (@hringleikur) Hvaðan kom sú ákvöðun að fara í sirkusnám?Það er bara rúmur áratugur síðan íslenskt sirkusfólk fór að taka til hendinni, æfa sig í sirkuslistum og skapa saman sýningar, en þróunin hefur verið annsi hröð síðan þá. Ég kynntist sjálf sirkushópnum sem kallaði sig Sirkus Íslands þegar ég var unglingur og fór að æfa með þeim og tók þátt í helstu verkefnum, og ákvað í kjölfarið, þegar ég hafði áttað mig á að til væru fyrirbæri sem nefnast sirkusskólar, að sækja um í háskólanám í sirkuslistum. Aðsend Hvar lærðir þú?Ég komst inn í Codarts listaháskólann í Rotterdam og útskrifaðist þaðan árið 2016 og hef síðan verið starfandi sirkuslistakona á Íslandi. Í skólanum sérhæfði ég mig sem loftfimleikakona og akróbati, gerði bæði einstaklingsverk og hóp-uppsetningar, auk þess að fá góðan grunn í helstu sirkusgreinum, dansi, leiklist og sköpun. Aðsend Bjóstu við því að geta starfar eingöngu við sirkuslistir þegar þú fórst í námið?Ég veit ekki hvort ég hafi endilega búist við því að geta starfað eingöngu við sirkus þegar ég fór út, en var tilbúin að láta á það reyna. Það hefur gengið ótrúlega vel hingað til, þrátt fyrir að oft séu brekkurnar annsi brattar. Maður þurfi að hugsa skapandi til þess að finna þessu listformi farveg, en eins og gefur að skilja eru allir innviðir fyrir sirkuslistasköpun eða sýningar ennþá nokkuð stutt komnar hér á landi. En þar sem reynir á er oft að finna einhverja sniðuga lausn, tækifæri eða hugmyndir sem hefði mögulega ekki komið upp ef maður hefði ekki þurft að aðlaga sig að aðstæðum hérlendis. Aðsend Það sem ég á við með þessu er að við höfum verið dugleg að skapa sirkusverk inn í þær aðstæður sem okkur býðst. Til dæmis flökkuðum við um landið með metnaðarfulla útisýningu í fyrra, sýninguna Allra veðra von, sem einnig verður sýnd á hátíðinni. Núna að njóta góðs af þeirri uppbyggingu sem á sér stað í Elliðaárstöð, þar sem við munum halda okkar fyrstu hátíð í fjölbreyttum rýmum þar, bæði úti og inni. View this post on Instagram A post shared by Hringleikur (@hringleikur) Við hverju má fólk búast á festivalinu?Á Flipp festival má búast við því að sjá nýjan og spennandi sirkus, eitthvað sem sjaldan eða aldrei hefur sést á Íslandi. Hér eru komin saman það besta úr íslenskri sirkuslist undanfarin ár, ásamt tveimur erlendum verkum sem gefa okkur Íslendingum smá innsýn í það sem er mögulegt í þessu spennandi og aðgengilega listformi sem sirkusinn er. Aðsend Sýningarnar á hátíðinni eru miðaðar að breiðum aldurshópi, þar verður eitthvað fyrir alla. Einnig verða opnar sirkussmiðjur báða dagana sem öll eru velkomin að taka þátt í. Fimleikar Menning Reykjavík Tengdar fréttir Safarík myndaveisla frá frumsýningu Ávaxtakörfunnar Ávaxtakarfan var frumsýnd um helgina í Hörpu þar sem sýningarnar munu fara fram. Einvalalið leikara fer með hlutverk ávaxtanna og grænmetisins og var líkt og Eyþór Ingi hafi aldrei gert annað en að leika sjálfumglaðan ananas. 19. apríl 2022 17:30 Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum. 21. október 2021 08:00 Metnaðarfull 17. júní dagskrá hjá mörgum sveitarfélögum Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn með pompi og prakt. Venju samkvæmt er metnaðarfull dagskrá víða um land. Fyrsti þjóðhátíðardagurinn í þrjú ár sem ber ekki merki heimsfaraldursins gengur nú í garð og eru landsmenn eflaust tilbúnir í hátíðarhöld. 15. júní 2022 16:31 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Eyrúnu Ævarsdóttir og fékk að heyra meira um Flipp festival sem er haldin af sirkuslistafélaginu Hringleik: Hvernig kom Flipp Festival til?Flipp Festival kemur til úr þeirri þróun sem hefur verið að eiga sér stað í sirkusheiminum hérna á Íslandi undanfarin ár. Nýsirkus, eða samtímasirkus eins og hann er líka kallaður, þar sem sirkusgreinarnar eru nýttar sem sviðslistaform á borð við aðrar sviðslistagreinar, hefur verið að ryðja sér til rúms og metnaðarfull íslensk verk hafa litið dagsins ljós á undanförnum árum. View this post on Instagram A post shared by Hringleikur (@hringleikur) Við í sirkuslistafélaginu Hringleik höfum einnig verið í heilmiklu sambandi við sirkusheiminn erlendis, þá sérstaklega norrænu senuna, og því sáum við okkur leik á borði til að halda fyrstu íslensku hátíðina sirkus til heiðurs. View this post on Instagram A post shared by Hringleikur (@hringleikur) Hvaðan kom sú ákvöðun að fara í sirkusnám?Það er bara rúmur áratugur síðan íslenskt sirkusfólk fór að taka til hendinni, æfa sig í sirkuslistum og skapa saman sýningar, en þróunin hefur verið annsi hröð síðan þá. Ég kynntist sjálf sirkushópnum sem kallaði sig Sirkus Íslands þegar ég var unglingur og fór að æfa með þeim og tók þátt í helstu verkefnum, og ákvað í kjölfarið, þegar ég hafði áttað mig á að til væru fyrirbæri sem nefnast sirkusskólar, að sækja um í háskólanám í sirkuslistum. Aðsend Hvar lærðir þú?Ég komst inn í Codarts listaháskólann í Rotterdam og útskrifaðist þaðan árið 2016 og hef síðan verið starfandi sirkuslistakona á Íslandi. Í skólanum sérhæfði ég mig sem loftfimleikakona og akróbati, gerði bæði einstaklingsverk og hóp-uppsetningar, auk þess að fá góðan grunn í helstu sirkusgreinum, dansi, leiklist og sköpun. Aðsend Bjóstu við því að geta starfar eingöngu við sirkuslistir þegar þú fórst í námið?Ég veit ekki hvort ég hafi endilega búist við því að geta starfað eingöngu við sirkus þegar ég fór út, en var tilbúin að láta á það reyna. Það hefur gengið ótrúlega vel hingað til, þrátt fyrir að oft séu brekkurnar annsi brattar. Maður þurfi að hugsa skapandi til þess að finna þessu listformi farveg, en eins og gefur að skilja eru allir innviðir fyrir sirkuslistasköpun eða sýningar ennþá nokkuð stutt komnar hér á landi. En þar sem reynir á er oft að finna einhverja sniðuga lausn, tækifæri eða hugmyndir sem hefði mögulega ekki komið upp ef maður hefði ekki þurft að aðlaga sig að aðstæðum hérlendis. Aðsend Það sem ég á við með þessu er að við höfum verið dugleg að skapa sirkusverk inn í þær aðstæður sem okkur býðst. Til dæmis flökkuðum við um landið með metnaðarfulla útisýningu í fyrra, sýninguna Allra veðra von, sem einnig verður sýnd á hátíðinni. Núna að njóta góðs af þeirri uppbyggingu sem á sér stað í Elliðaárstöð, þar sem við munum halda okkar fyrstu hátíð í fjölbreyttum rýmum þar, bæði úti og inni. View this post on Instagram A post shared by Hringleikur (@hringleikur) Við hverju má fólk búast á festivalinu?Á Flipp festival má búast við því að sjá nýjan og spennandi sirkus, eitthvað sem sjaldan eða aldrei hefur sést á Íslandi. Hér eru komin saman það besta úr íslenskri sirkuslist undanfarin ár, ásamt tveimur erlendum verkum sem gefa okkur Íslendingum smá innsýn í það sem er mögulegt í þessu spennandi og aðgengilega listformi sem sirkusinn er. Aðsend Sýningarnar á hátíðinni eru miðaðar að breiðum aldurshópi, þar verður eitthvað fyrir alla. Einnig verða opnar sirkussmiðjur báða dagana sem öll eru velkomin að taka þátt í.
Fimleikar Menning Reykjavík Tengdar fréttir Safarík myndaveisla frá frumsýningu Ávaxtakörfunnar Ávaxtakarfan var frumsýnd um helgina í Hörpu þar sem sýningarnar munu fara fram. Einvalalið leikara fer með hlutverk ávaxtanna og grænmetisins og var líkt og Eyþór Ingi hafi aldrei gert annað en að leika sjálfumglaðan ananas. 19. apríl 2022 17:30 Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum. 21. október 2021 08:00 Metnaðarfull 17. júní dagskrá hjá mörgum sveitarfélögum Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn með pompi og prakt. Venju samkvæmt er metnaðarfull dagskrá víða um land. Fyrsti þjóðhátíðardagurinn í þrjú ár sem ber ekki merki heimsfaraldursins gengur nú í garð og eru landsmenn eflaust tilbúnir í hátíðarhöld. 15. júní 2022 16:31 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Safarík myndaveisla frá frumsýningu Ávaxtakörfunnar Ávaxtakarfan var frumsýnd um helgina í Hörpu þar sem sýningarnar munu fara fram. Einvalalið leikara fer með hlutverk ávaxtanna og grænmetisins og var líkt og Eyþór Ingi hafi aldrei gert annað en að leika sjálfumglaðan ananas. 19. apríl 2022 17:30
Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum. 21. október 2021 08:00
Metnaðarfull 17. júní dagskrá hjá mörgum sveitarfélögum Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn með pompi og prakt. Venju samkvæmt er metnaðarfull dagskrá víða um land. Fyrsti þjóðhátíðardagurinn í þrjú ár sem ber ekki merki heimsfaraldursins gengur nú í garð og eru landsmenn eflaust tilbúnir í hátíðarhöld. 15. júní 2022 16:31