Brasilía er áfram á toppi listans og Belgía situr sem fastast í öðru sæti. Eftir slakt gengi í Þjóðadeildinni fellur Frakkland niður í fjórða sæti á kostnað Argentínu. England er svo á sínum stað í fimmta sæti.
Latest FIFA/Coca-Cola Men's World Ranking is out!
— FIFA.com (@FIFAcom) June 23, 2022
Brazil stay top
Kazakhstan the big climbers
France fall out of the top three
Argentina onto the podium
https://t.co/a21y1LVBnL pic.twitter.com/OkJ6mWnsFm
Kasakstan er það lið sem tekur hvað stærst stökk en landið fer upp um 11 sæti og situr nú í 114. sæti listans.
Ekki er langt síðan FIFA birti uppfærðan lista hjá landsliðum kvenna og þar fór Ísland upp um eitt sæti. Situr íslenska kvennalandsliðið nú í 17. sæti.