Segir fertugan Zlatan athyglissjúkan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 13:30 Samherjarnir fyrrverandi á góðri stundu. Giuseppe Maffia/Getty Images Það fer ekkert á milli mála að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimović elskar sviðsljósið. Einn af hans fyrrverandi samherjum, Hakan Çalhanoğlu, hefur litla þolinmæði er kemur að skrípalátum Svíans. Çalhanoğlu og Zlatan voru báðir hluti af liði AC Milan sem endaði í öðru sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á eftir nágrönnum sínum og erkifjendum í Inter vorið 2021. Samningur Çalhanoğlus rann út um sumarið og samdi hann í kjölfarið við þáverandi Ítalíumeistara Inter. AC Milan gerði sér svo lítið fyrir og vann Serie A nú í vor þannig að tyrkneski miðjumaðurinn hefur nú verið röngu megin í Mílanó undanfarin tvö tímabil. Eftir brotthvarf Çalhanoğlu lét Zlatan hann heyra það og eftir að titillinn var tryggður í vor þá fékk Svíinn stuðningsfólk Milan til að senda Tyrkjanum skýr skilaboð. Zlatan chiede ai tifosi un messaggio per Hakan pic.twitter.com/qfFAv6FR5v— Simone Cristao (@SimoneCristao) May 23, 2022 Hinn 28 ára gamli Çalhanoğlu gefur ekki mikið fyrir þetta útspil Zlatan og segir hann athyglissjúkan með meiru. „Hann er fjörutíu ára gamall maður, ekki átján ára svo ég myndi aldrei gera neitt þessu líkt á hans aldri. Hann elskar bara að vera miðpunktur athyglinnar. Hann á engan þátt í sigri AC Milan í deildinni hann spilaði varla en gerir samt allt til að vera í sviðsljósinu.“ „Svo er það alltaf hann sem hringir í mig, spyr mig hvort ég vilji fara með honum út að borða eða fara eitthvað saman á mótorhjólunum okkar. Hann skrifaði um mig í bókinni sinni, hann varð að gera það því annars hefðu síðurnar verið auðar. Það er best að eyða ekki of mikilli orku í hann.“ „Ég er mjög ánægður hjá Inter og stuðningurinn er afar hjálpsamur. Ég var hjá Milan í fjögur ár og það söng aldrei neinn nafn á mitt á meðan það er gert nánast í hvert skipti sem ég hita upp hjá Inter,“ sagði Çalhanoğlu að endingu. Ítalski boltinn Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Çalhanoğlu og Zlatan voru báðir hluti af liði AC Milan sem endaði í öðru sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á eftir nágrönnum sínum og erkifjendum í Inter vorið 2021. Samningur Çalhanoğlus rann út um sumarið og samdi hann í kjölfarið við þáverandi Ítalíumeistara Inter. AC Milan gerði sér svo lítið fyrir og vann Serie A nú í vor þannig að tyrkneski miðjumaðurinn hefur nú verið röngu megin í Mílanó undanfarin tvö tímabil. Eftir brotthvarf Çalhanoğlu lét Zlatan hann heyra það og eftir að titillinn var tryggður í vor þá fékk Svíinn stuðningsfólk Milan til að senda Tyrkjanum skýr skilaboð. Zlatan chiede ai tifosi un messaggio per Hakan pic.twitter.com/qfFAv6FR5v— Simone Cristao (@SimoneCristao) May 23, 2022 Hinn 28 ára gamli Çalhanoğlu gefur ekki mikið fyrir þetta útspil Zlatan og segir hann athyglissjúkan með meiru. „Hann er fjörutíu ára gamall maður, ekki átján ára svo ég myndi aldrei gera neitt þessu líkt á hans aldri. Hann elskar bara að vera miðpunktur athyglinnar. Hann á engan þátt í sigri AC Milan í deildinni hann spilaði varla en gerir samt allt til að vera í sviðsljósinu.“ „Svo er það alltaf hann sem hringir í mig, spyr mig hvort ég vilji fara með honum út að borða eða fara eitthvað saman á mótorhjólunum okkar. Hann skrifaði um mig í bókinni sinni, hann varð að gera það því annars hefðu síðurnar verið auðar. Það er best að eyða ekki of mikilli orku í hann.“ „Ég er mjög ánægður hjá Inter og stuðningurinn er afar hjálpsamur. Ég var hjá Milan í fjögur ár og það söng aldrei neinn nafn á mitt á meðan það er gert nánast í hvert skipti sem ég hita upp hjá Inter,“ sagði Çalhanoğlu að endingu.
Ítalski boltinn Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira