Álag í unglingavinnunni leiddi til símtals í Neyðarlínuna Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. júní 2022 15:40 Elfu Arnardóttur brá heldur betur í brún þegar hún labbaði fram á hreyfingarlausa manneskju á mánudag.Myndin er úr myndasafni og tengist greininni ekki beint. Samsett mynd „Ég varð strax áhyggjufull, þetta var eitthvað svo óhugnanlegt,“ segir Elfa Arnardóttir í samtali við Vísi. Elfu og móður hennar Sesselju brá heldur betur í brún síðasta mánudag þegar þær voru í göngu skammt frá heimili Sesselju á Selfossi. Sáu hreyfingarlausa manneskju á gangstéttinni „Okkur sýndist við sjá manneskju, þá í töluverðri fjarlægð, liggjandi á gangstéttinni. Við fylgdumst því vel með henni þegar við löbbuðum í átt að henni, sem var þó drjúgur tími, og aldrei hreyfði hún sig.“ Eftir því sem nær dró staðfestu þær grun sinn um að um manneskju væri að ræða og þegar þær sáu að hún var algjörlega hreyfingarlaus fóru þær að ókyrrast. Já, ég varð strax áhyggjufull, þetta var svo óhugnanlegt því hún lá bara þarna á maganum á miðri gangstétt og búin að vera hreyfingarlaus síðan við sáum hana. Hringdi strax í 112 Elfa ákvað því að hringja strax í Neyðarlínuna til að fá aðstoð og ráðleggingar hvernig hún ætti að snúa sér. Hún segist sjálf ekki hafa treyst sér alveg nálægt manneskjunni því hún hafi ekki vitað hverju við var að búast og alls ekki litist á blikuna. Sem betur fer hafi þá maður komið hjólandi til þeirra og boðist til að athuga með stöðuna á hreyfingarlausri manneskjunni. „Ég stend þá aðeins frá og er að lýsa fyrir manneskjunni hjá Neyðarlínunni hvar ég er staðsett þegar maðurinn labbar rólega í áttina að mér," segir Elfa en þá hafi átt að senda bæði lögreglu og sjúkrabíl á vettvang. Engar áhyggjur Elfa segist ekki alveg hafa verið að átta sig þegar maðurinn svo kom gangandi rólega til sín og sagði brosandi: Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur! Þetta er bara unglingur að hvíla sig í hádegispásunni sinni í unglingavinnunni! Í spennufallinu og geðshræringunni segist Elfa þá hafa fengið svo mikið hláturskast að manneskjan hjá Neyðarlínunni, sem hún var með í símanum, hafi ekki áttað sig á því hvað var eiginlega að gerast. En þegar Elfa hafi loksins náð að koma því út úr sér hvernig í pottinn var búið hafi komið smá þögn á línunni áður svarað var rólega: „Já, já, hún hefur eflaust verið dauðuppgefin eftir alla erfiðisvinnuna.“ Árborg Grín og gaman Börn og uppeldi Tengdar fréttir Mjög vongóður um að fá vinnu á Bæjarins bestu í sumar Allir tíundu bekkingar sem Ísland í dag ræddi við voru með vinnu í sumar, eða í þann mund að landa henni. Betra þannig, sögðu þeir, annars er maður dæmdur til að hanga inni í herbergi allt sumar. 25. maí 2022 08:00 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Sáu hreyfingarlausa manneskju á gangstéttinni „Okkur sýndist við sjá manneskju, þá í töluverðri fjarlægð, liggjandi á gangstéttinni. Við fylgdumst því vel með henni þegar við löbbuðum í átt að henni, sem var þó drjúgur tími, og aldrei hreyfði hún sig.“ Eftir því sem nær dró staðfestu þær grun sinn um að um manneskju væri að ræða og þegar þær sáu að hún var algjörlega hreyfingarlaus fóru þær að ókyrrast. Já, ég varð strax áhyggjufull, þetta var svo óhugnanlegt því hún lá bara þarna á maganum á miðri gangstétt og búin að vera hreyfingarlaus síðan við sáum hana. Hringdi strax í 112 Elfa ákvað því að hringja strax í Neyðarlínuna til að fá aðstoð og ráðleggingar hvernig hún ætti að snúa sér. Hún segist sjálf ekki hafa treyst sér alveg nálægt manneskjunni því hún hafi ekki vitað hverju við var að búast og alls ekki litist á blikuna. Sem betur fer hafi þá maður komið hjólandi til þeirra og boðist til að athuga með stöðuna á hreyfingarlausri manneskjunni. „Ég stend þá aðeins frá og er að lýsa fyrir manneskjunni hjá Neyðarlínunni hvar ég er staðsett þegar maðurinn labbar rólega í áttina að mér," segir Elfa en þá hafi átt að senda bæði lögreglu og sjúkrabíl á vettvang. Engar áhyggjur Elfa segist ekki alveg hafa verið að átta sig þegar maðurinn svo kom gangandi rólega til sín og sagði brosandi: Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur! Þetta er bara unglingur að hvíla sig í hádegispásunni sinni í unglingavinnunni! Í spennufallinu og geðshræringunni segist Elfa þá hafa fengið svo mikið hláturskast að manneskjan hjá Neyðarlínunni, sem hún var með í símanum, hafi ekki áttað sig á því hvað var eiginlega að gerast. En þegar Elfa hafi loksins náð að koma því út úr sér hvernig í pottinn var búið hafi komið smá þögn á línunni áður svarað var rólega: „Já, já, hún hefur eflaust verið dauðuppgefin eftir alla erfiðisvinnuna.“
Árborg Grín og gaman Börn og uppeldi Tengdar fréttir Mjög vongóður um að fá vinnu á Bæjarins bestu í sumar Allir tíundu bekkingar sem Ísland í dag ræddi við voru með vinnu í sumar, eða í þann mund að landa henni. Betra þannig, sögðu þeir, annars er maður dæmdur til að hanga inni í herbergi allt sumar. 25. maí 2022 08:00 Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Mjög vongóður um að fá vinnu á Bæjarins bestu í sumar Allir tíundu bekkingar sem Ísland í dag ræddi við voru með vinnu í sumar, eða í þann mund að landa henni. Betra þannig, sögðu þeir, annars er maður dæmdur til að hanga inni í herbergi allt sumar. 25. maí 2022 08:00