Skilur við KR í góðu: „Þetta eru bara orð á blaði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2022 13:45 Sigurvin Ólafsson kom KV upp um tvær deildir. Hann stýrir liðinu í síðasta sinn í kvöld. HILMAR ÞÓR NORÐFJÖRÐ Sigurvin Ólafsson skilur við KR í góðu og hlakkar til að takast á við nýtt verkefni hjá FH. Hann segist þó eiga eftir að sakna þess að þjálfa lið KV. Í fyrradag var greint frá því að Sigurvin myndi láta af störfum sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarmanns Eiðs Smára Guðjohnsen hjá FH. Hann var í fyrsta sinn á hliðarlínunni hjá FH þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA á Akranesi í gær. „Ég fékk veður af því að FH hefði áhuga á þessu. Ég hef alveg fengið fyrirspurnir í gegnum tíðina, skoðað það lauslega og yfirleitt hefur ekkert komið út úr því. En núna hugsaði ég málið aðeins betur, þetta virkaði mjög spennandi þannig ég fór með þetta aðeins lengra og þetta endaði svona,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi í dag. Hann segist skilja við KR í mesta bróðerni. „Það var allt í góðu. Aðal söknuðurinn, hvað tímann varðar, er að fara frá KV þar sem ég var búinn að vera í 4-5 ár. Það er helst leikmönnum KV að þakka að maður er á kortinu. Ég er mjög þakklátur þeim.“ Mikill aðdáandi Rúnars Sigurvin var aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hjá KR og ber honum afar vel söguna. „Ég var aðdáandi Rúnars áður en ég byrjaði að vinna með honum og fer frá KR sem aðdáandi Rúnars Kristinssonar. Það hefur ekkert breyst. Ég er þakklátur honum fyrir að hafa tekið mig inn í teymið,“ sagði Sigurvin. Athygli vakti að þegar KR tilkynnti um brotthvarf Sigurvins var hann sagður hafa verið ráðgjafi innan þjálfarateymis liðsins. Frétt á heimasíðu KR um starfslok Sigurvins. Sigurvin kippir sér lítið upp við þetta. „Þetta eru bara orð á blaði, einhver stöðluð tilkynning og ég velti mér ekkert upp úr því. Ég er bara kominn í FH og hættur í KR. Það er fréttin. Hvernig það var orðað breytir mig engu.“ Hann segir þó rétt að breytingar hafi orðið á starfi hans en fjölgað hefur í þjálfarateymi KR frá því á síðasta tímabili. „Þetta er bara mekanismi sem hreyfist, í KR og annars staðar. Menn breyta um áherslur fyrir tímabil, á miðju tímabili og eftir tímabil. Það bættist í hópinn frá síðasta tímabili þegar ég var einn með Rúnari og Stjána [Kristjáni Finnbogasyni markvarðaþjálfara]. Áherslubreytingar urðu og það er eðlilegt,“ sagði Sigurvin. Erfitt að sleppa hendinni af þeim Hann hefur stýrt KV með góðum árangri undanfarin ár og farið með liðið upp um tvær deildir. Sigurvin verður í síðasta sinn við stjórnvölinn hjá KV í kvöld, þegar liðið tekur á móti Þrótti V. í afar mikilvægum nýliðaslag í Lengjudeildinni. Hann ætlar sér að kveðja KV með sigri. „Það væri draumur. Þetta verður skemmtileg stund og eftir leik kemur í ljós hvernig manni líður. Það verður erfitt að sleppa hendinni af þeim eftir að hafa haldið í höndina á þeim í nokkur ár. Það er leiðinlegt að þurfa að fara frá þeim við frekar erfiðar aðstæður, í fallbaráttu í Lengjudeildinni,“ sagði Sigurvin sem er þó bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. „Ég hef fulla trú á því að KV haldi sér uppi. Hæfileikarnir og ástríðin eru til staðar og leikirnir sem við höfum spilað til þessa hafa verið jafnir og spennandi. Um leið og þetta fellur KV-megin hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Besta deild karla KR FH Lengjudeild karla KV Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Í fyrradag var greint frá því að Sigurvin myndi láta af störfum sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarmanns Eiðs Smára Guðjohnsen hjá FH. Hann var í fyrsta sinn á hliðarlínunni hjá FH þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍA á Akranesi í gær. „Ég fékk veður af því að FH hefði áhuga á þessu. Ég hef alveg fengið fyrirspurnir í gegnum tíðina, skoðað það lauslega og yfirleitt hefur ekkert komið út úr því. En núna hugsaði ég málið aðeins betur, þetta virkaði mjög spennandi þannig ég fór með þetta aðeins lengra og þetta endaði svona,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi í dag. Hann segist skilja við KR í mesta bróðerni. „Það var allt í góðu. Aðal söknuðurinn, hvað tímann varðar, er að fara frá KV þar sem ég var búinn að vera í 4-5 ár. Það er helst leikmönnum KV að þakka að maður er á kortinu. Ég er mjög þakklátur þeim.“ Mikill aðdáandi Rúnars Sigurvin var aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hjá KR og ber honum afar vel söguna. „Ég var aðdáandi Rúnars áður en ég byrjaði að vinna með honum og fer frá KR sem aðdáandi Rúnars Kristinssonar. Það hefur ekkert breyst. Ég er þakklátur honum fyrir að hafa tekið mig inn í teymið,“ sagði Sigurvin. Athygli vakti að þegar KR tilkynnti um brotthvarf Sigurvins var hann sagður hafa verið ráðgjafi innan þjálfarateymis liðsins. Frétt á heimasíðu KR um starfslok Sigurvins. Sigurvin kippir sér lítið upp við þetta. „Þetta eru bara orð á blaði, einhver stöðluð tilkynning og ég velti mér ekkert upp úr því. Ég er bara kominn í FH og hættur í KR. Það er fréttin. Hvernig það var orðað breytir mig engu.“ Hann segir þó rétt að breytingar hafi orðið á starfi hans en fjölgað hefur í þjálfarateymi KR frá því á síðasta tímabili. „Þetta er bara mekanismi sem hreyfist, í KR og annars staðar. Menn breyta um áherslur fyrir tímabil, á miðju tímabili og eftir tímabil. Það bættist í hópinn frá síðasta tímabili þegar ég var einn með Rúnari og Stjána [Kristjáni Finnbogasyni markvarðaþjálfara]. Áherslubreytingar urðu og það er eðlilegt,“ sagði Sigurvin. Erfitt að sleppa hendinni af þeim Hann hefur stýrt KV með góðum árangri undanfarin ár og farið með liðið upp um tvær deildir. Sigurvin verður í síðasta sinn við stjórnvölinn hjá KV í kvöld, þegar liðið tekur á móti Þrótti V. í afar mikilvægum nýliðaslag í Lengjudeildinni. Hann ætlar sér að kveðja KV með sigri. „Það væri draumur. Þetta verður skemmtileg stund og eftir leik kemur í ljós hvernig manni líður. Það verður erfitt að sleppa hendinni af þeim eftir að hafa haldið í höndina á þeim í nokkur ár. Það er leiðinlegt að þurfa að fara frá þeim við frekar erfiðar aðstæður, í fallbaráttu í Lengjudeildinni,“ sagði Sigurvin sem er þó bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. „Ég hef fulla trú á því að KV haldi sér uppi. Hæfileikarnir og ástríðin eru til staðar og leikirnir sem við höfum spilað til þessa hafa verið jafnir og spennandi. Um leið og þetta fellur KV-megin hef ég engar áhyggjur af þessu.“
Besta deild karla KR FH Lengjudeild karla KV Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira