Allir spenntir en fáir átt von á að hún stimplaði sig svona rækilega inn Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2022 16:31 Katla Tryggvadóttir hefur mætt mjög öflug til leiks á sínu fyrsta alvöru tímabili í efstu deild og staðið sig vel á miðjunni hjá Þrótti. vísir/Tjörvi Týr Katla Tryggvadóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoruðu báðar í leik Þróttar og Vals í Bestu deildinni í gær og fengu mikið hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. Katla er nýorðin 17 ára en hefur þegar skorað fimm mörk í Bestu deildinni í sumar, eftir að hafa komið til Þróttar frá uppeldisfélagi sínu Val. „Það eru frábær gæði í þessari stelpu. Ekki það að ég átti von á miklu frá henni en mér finnst hún hafa komið frábærlega skemmtilega inn í þetta lið,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að Katla skoraði gegn landsliðsmarkverðinum Söndru Sigurðardóttur, í 2-1 sigri Vals í gær. „Ég held að allir hafi verið spenntir fyrir að sjá hana í nýju liði í efstu deild en ég held að fáir hafi átt von á að hún myndi stimpla sig svona rækilega inn. Hún er búin að vera ein af okkar langbestu, ungu leikmönnum í þessari deild. Hún er bara fædd 2005,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Hapra Þorsteinsdóttir var líka hrifin af því hvernig Katla stóð sig í viðtali eftir leik: „Mér fannst hún geggjuð í þessu viðtali. Það er engin feimni þarna og bara talað hreint út um hlutina. Það er töffari í henni.“ Klippa: Bestu mörkin - Töffararnir Ásdís Karen og Katla Dugleg að leggja upp og getur líka skorað Spjótin beindust svo að Ásdísi Karen sem kom til Vals frá KR fyrir sumarið 2018. Hlutverk hinnar 22 ára Ásdísar hjá Val hefur sífellt stækkað og hún skoraði sitt þriðja mark í sumar gegn Þrótti. „Það er leikmaður sem að mér finnst líka hafa vaxið og dafnað með Val. Hún er búin að eiga flott tímabil og mér finnst hún alltaf skila frammistöðu, í hverjum einasta leik,“ sagði Helena. „Já, ég er sammála. Hún er stöðug og þú veist nokkurn veginn alltaf hvað þú færð frá henni,“ sagði Harpa. „Hún er búin að vera dugleg að leggja upp mörk í sumar og getur skorað líka svo að hún er klárlega að gera vel fyrir þetta Valslið. Hún er líka töffari, eins og Katla,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Katla er nýorðin 17 ára en hefur þegar skorað fimm mörk í Bestu deildinni í sumar, eftir að hafa komið til Þróttar frá uppeldisfélagi sínu Val. „Það eru frábær gæði í þessari stelpu. Ekki það að ég átti von á miklu frá henni en mér finnst hún hafa komið frábærlega skemmtilega inn í þetta lið,“ sagði Helena Ólafsdóttir eftir að Katla skoraði gegn landsliðsmarkverðinum Söndru Sigurðardóttur, í 2-1 sigri Vals í gær. „Ég held að allir hafi verið spenntir fyrir að sjá hana í nýju liði í efstu deild en ég held að fáir hafi átt von á að hún myndi stimpla sig svona rækilega inn. Hún er búin að vera ein af okkar langbestu, ungu leikmönnum í þessari deild. Hún er bara fædd 2005,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Hapra Þorsteinsdóttir var líka hrifin af því hvernig Katla stóð sig í viðtali eftir leik: „Mér fannst hún geggjuð í þessu viðtali. Það er engin feimni þarna og bara talað hreint út um hlutina. Það er töffari í henni.“ Klippa: Bestu mörkin - Töffararnir Ásdís Karen og Katla Dugleg að leggja upp og getur líka skorað Spjótin beindust svo að Ásdísi Karen sem kom til Vals frá KR fyrir sumarið 2018. Hlutverk hinnar 22 ára Ásdísar hjá Val hefur sífellt stækkað og hún skoraði sitt þriðja mark í sumar gegn Þrótti. „Það er leikmaður sem að mér finnst líka hafa vaxið og dafnað með Val. Hún er búin að eiga flott tímabil og mér finnst hún alltaf skila frammistöðu, í hverjum einasta leik,“ sagði Helena. „Já, ég er sammála. Hún er stöðug og þú veist nokkurn veginn alltaf hvað þú færð frá henni,“ sagði Harpa. „Hún er búin að vera dugleg að leggja upp mörk í sumar og getur skorað líka svo að hún er klárlega að gera vel fyrir þetta Valslið. Hún er líka töffari, eins og Katla,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Bestu mörkin Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti