Manaði sig upp í símtölin og vonaði það besta Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júní 2022 10:31 Heimir Bjarnason er aðeins 27 ára en leikstýrir sinni fyrstu kvikmynd í verkinu Þrot. Kvikmyndin Þrot í leikstjórn Heimis Bjarnasonar er á leiðinni í kvikmyndahús en um er að ræða sakamáladrama. Heimir er aðeins 27 ára og er þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd en hann er jafnframt handritshöfundur kvikmyndarinnar. Þrot segir frá dularfullu morðmáli sem skekur smábæjarsamfélag og þeim áhrifum sem það hefur á líf og fortíð þriggja ólíkra einstaklinga. Gömul sár verða að nýjum og fljótt verður ljóst að sögum ber ekki saman og reynir á fjölskylduböndin sem aldrei fyrr eftir því sem sannleikurinn skýrist. Heimir útskrifaðist úr Prague Film School í Tékklandi árið 2016. Skólafélagi hans þaðan, Nicole Goode, er kvikmyndatökumaður myndarinnar. Byrjaði á myndinni í menntó „Þetta var mjög langt ferli en ég held ég hafi skrifað titilinn niður fyrst árið 2013 og byrjaði síðan bara að skrifa. Ég í raun og veru reyndi að gera myndina í menntaskóla og komst frekar langt með það. Svo fór ég út í nám til Prag og safnaði smá liði þar,“ segir Heimir. Myndin var að mestu leyti tekin á Hvolsvelli og nærliggjandi sveitum. Með helstu hlutverk fara Bára Lind Þórarinsdóttir, Anna Hafþórsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Pálmi Gestsson og Guðrún S. Gísladóttir. Sindri Sindrason ræddi við Heimi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hélt að það yrði erfiðara að fá svona flottara leikara með mér í lið en svo manar maður sig bara upp í það að hringja í Guðrúnu Gísla og Pálma, senda þeim handritið og vona það besta,“ segir Heimir. Myndin hreppti titilinn Besta erlenda myndin á San Diego Movie Awards og hefur verið valin til þátttöku á BARCIFF (Barcelona Indie Filmmakers Festival), Crown Wood International Film Festival ásamt New Wave Film Festival í Þýskalandi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Heimir er aðeins 27 ára og er þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd en hann er jafnframt handritshöfundur kvikmyndarinnar. Þrot segir frá dularfullu morðmáli sem skekur smábæjarsamfélag og þeim áhrifum sem það hefur á líf og fortíð þriggja ólíkra einstaklinga. Gömul sár verða að nýjum og fljótt verður ljóst að sögum ber ekki saman og reynir á fjölskylduböndin sem aldrei fyrr eftir því sem sannleikurinn skýrist. Heimir útskrifaðist úr Prague Film School í Tékklandi árið 2016. Skólafélagi hans þaðan, Nicole Goode, er kvikmyndatökumaður myndarinnar. Byrjaði á myndinni í menntó „Þetta var mjög langt ferli en ég held ég hafi skrifað titilinn niður fyrst árið 2013 og byrjaði síðan bara að skrifa. Ég í raun og veru reyndi að gera myndina í menntaskóla og komst frekar langt með það. Svo fór ég út í nám til Prag og safnaði smá liði þar,“ segir Heimir. Myndin var að mestu leyti tekin á Hvolsvelli og nærliggjandi sveitum. Með helstu hlutverk fara Bára Lind Þórarinsdóttir, Anna Hafþórsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Pálmi Gestsson og Guðrún S. Gísladóttir. Sindri Sindrason ræddi við Heimi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hélt að það yrði erfiðara að fá svona flottara leikara með mér í lið en svo manar maður sig bara upp í það að hringja í Guðrúnu Gísla og Pálma, senda þeim handritið og vona það besta,“ segir Heimir. Myndin hreppti titilinn Besta erlenda myndin á San Diego Movie Awards og hefur verið valin til þátttöku á BARCIFF (Barcelona Indie Filmmakers Festival), Crown Wood International Film Festival ásamt New Wave Film Festival í Þýskalandi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira