Alþjóðasundsambandið takmarkar þátttöku transkvenna í kvennaflokki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 09:00 Lia Thomas mun ekki geta keppt á Ólympíuleikunum í París eins og til stóð eftir ákvörðun FINA. Rich von Biberstein/Getty Images FINA, Alþjóðasundsambandið, hefur tilkynnt breytingu á regluverki sambandsins. Samkvæmt nýjum reglum þurfa transkonur að sýna fram á að þær hafi hafið kynleiðréttingarferlið áður en þær gengu í gegnum kynþroska til að mega keppa í kvennaflokki. The Guardian greinir frá en breytingin hlaut yfirburðakosningu á HM í sundi sem nú fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Fékk lagabreytingin 71 prósent kosningu en alls kusu 152 landssambönd. Í rannsókn sem FINA stóð fyrir kom í ljós að þær transkonur sem höfðu hafið eða farið í gegnum kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting átti sér stað, höfðu of mikið forskot á aðra keppendur í kvennaflokki. Þetta átti einnig við eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. Flest íþróttasambönd styðjast við testósterón mælingar er kemur að því að ákvarða hvort transkonur mega keppa í kvennaflokki eða ekki. FINA hefur ákveðið að fara aðrar leiðir. Í 34 blaðsíðna regluverki sambandsins segir nú að transkonur geti aðeins keppt í kvennaflokki geti þær sýnt fram á að þær hafi ekki hafið kynþroska áður en þær hófu kynleiðréttingarferlið. Í regluverkinu er miðað við 12 ára aldur. „Við þurfum að vernda rétt íþróttafólks okkar til keppni en að sama skapi þurfum við að vernda samkeppnishæfni á mótum okkar,“ sagði Husain al-Musallam, forseti FINA. Hann bætti við að það yrðu stofnaðir „opnir“ flokkar þar sem transkonur sem geta ekki lengur keppt í kvennaflokki gætu keppt. Husain Al-Musallam, forseti FINA.Andrea Staccioli/Getty Images Sundkonurnar fyrrverandi Sharron Davies og Karen Pickering fagna ákvörðun sambandsins. „Ég get ekki sagt ykkur hversu stolt ég er af íþróttinni minni, FINA og forseta þess fyrir að nýta vísindin. Fyrir að tala við bæði þjálfara og keppendur og standa upp fyrir sanngirni í kvennaíþróttum. Sund mun alltaf bjóða alla velkomna en sanngirni er hornsteinn íþrótta,“ sagði Davies á Twitter-síðu sinni. I can t tell you how proud I am of my sport @fina & @fina_president for doing the science, asking the athletes/coaches and standing up for fair sport for females. Swimming will always welcome everyone no matter how you identify but fairness is the cornerstone of sport https://t.co/1IaMkIFOkX— Sharron Davies MBE (@sharrond62) June 19, 2022 „Ég var á þinginu þar sem FINA kynnti regluverk sitt og kosning fór fram. Ég get staðfest umhyggju og samúð sem þeim keppendum sem geta ekki lengur keppt í flokki til samræmis við kyn sitt. En það verður að vernda samkeppnishæfni í kvennaíþróttum,“ sagði Pickering. Innan sundheimsins skapaðist mikil umræða er Lia Thomas, sem var miðlungs sundmaður áður en hún gekkst undir kynleiðréttingu, vann NCAA-titil í sundi. Var henni hampað sem brautryðjanda af sumum á meðan aðrir sáu hana ógna samkeppnishæfni kvennaíþrótta. Lia Thomas banned from competing against women as swimming cracks down on transgender athletes. @JWTelegraph reports.https://t.co/5dIhb9rDtm— Telegraph Sport (@TelegraphSport) June 19, 2022 Regluverk FINA gerir það að verkum að Thomas getur ekki keppt í kvennaflokki á Ólympíuleikunum í París sumarið 2024 eins og hún ætlaði sér að gera. Sund Málefni trans fólks Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
The Guardian greinir frá en breytingin hlaut yfirburðakosningu á HM í sundi sem nú fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Fékk lagabreytingin 71 prósent kosningu en alls kusu 152 landssambönd. Í rannsókn sem FINA stóð fyrir kom í ljós að þær transkonur sem höfðu hafið eða farið í gegnum kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting átti sér stað, höfðu of mikið forskot á aðra keppendur í kvennaflokki. Þetta átti einnig við eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. Flest íþróttasambönd styðjast við testósterón mælingar er kemur að því að ákvarða hvort transkonur mega keppa í kvennaflokki eða ekki. FINA hefur ákveðið að fara aðrar leiðir. Í 34 blaðsíðna regluverki sambandsins segir nú að transkonur geti aðeins keppt í kvennaflokki geti þær sýnt fram á að þær hafi ekki hafið kynþroska áður en þær hófu kynleiðréttingarferlið. Í regluverkinu er miðað við 12 ára aldur. „Við þurfum að vernda rétt íþróttafólks okkar til keppni en að sama skapi þurfum við að vernda samkeppnishæfni á mótum okkar,“ sagði Husain al-Musallam, forseti FINA. Hann bætti við að það yrðu stofnaðir „opnir“ flokkar þar sem transkonur sem geta ekki lengur keppt í kvennaflokki gætu keppt. Husain Al-Musallam, forseti FINA.Andrea Staccioli/Getty Images Sundkonurnar fyrrverandi Sharron Davies og Karen Pickering fagna ákvörðun sambandsins. „Ég get ekki sagt ykkur hversu stolt ég er af íþróttinni minni, FINA og forseta þess fyrir að nýta vísindin. Fyrir að tala við bæði þjálfara og keppendur og standa upp fyrir sanngirni í kvennaíþróttum. Sund mun alltaf bjóða alla velkomna en sanngirni er hornsteinn íþrótta,“ sagði Davies á Twitter-síðu sinni. I can t tell you how proud I am of my sport @fina & @fina_president for doing the science, asking the athletes/coaches and standing up for fair sport for females. Swimming will always welcome everyone no matter how you identify but fairness is the cornerstone of sport https://t.co/1IaMkIFOkX— Sharron Davies MBE (@sharrond62) June 19, 2022 „Ég var á þinginu þar sem FINA kynnti regluverk sitt og kosning fór fram. Ég get staðfest umhyggju og samúð sem þeim keppendum sem geta ekki lengur keppt í flokki til samræmis við kyn sitt. En það verður að vernda samkeppnishæfni í kvennaíþróttum,“ sagði Pickering. Innan sundheimsins skapaðist mikil umræða er Lia Thomas, sem var miðlungs sundmaður áður en hún gekkst undir kynleiðréttingu, vann NCAA-titil í sundi. Var henni hampað sem brautryðjanda af sumum á meðan aðrir sáu hana ógna samkeppnishæfni kvennaíþrótta. Lia Thomas banned from competing against women as swimming cracks down on transgender athletes. @JWTelegraph reports.https://t.co/5dIhb9rDtm— Telegraph Sport (@TelegraphSport) June 19, 2022 Regluverk FINA gerir það að verkum að Thomas getur ekki keppt í kvennaflokki á Ólympíuleikunum í París sumarið 2024 eins og hún ætlaði sér að gera.
Sund Málefni trans fólks Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira