Krefst þess að Liverpool bjóði Eriksen samning Atli Arason skrifar 18. júní 2022 08:01 Christian Eriksen er eftisóttur Getty Images Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool, biðlar til félagsins að gera Dananum Christian Eriksen samningstilboð. Christian Eriksen gerði afar vel í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildinni með Brentford. Eriksen skoraði eitt mark og lagði upp fjögur í 11 leikjum með Brentford á nýliðnu tímabili í úrvalsdeildinni. Eriksen hefur í gegnum sinn ferill spilað í sóknarsinnuðu hlutverki á miðjunni en gekk í gegnum endurnýjaða lífdaga aftar á miðjunni hjá Brentford. Samkvæmt samantekt the18 var xG Brentford töluvert hærra þegar Eriksen var inn á vellinum að tengja saman spilið. Frá því að Eriksen kom aftur í úrvalsdeildina eru aðeins Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, og Martin Odegaard, leikmaður Arsenal, sem hafa skapað fleiri færi í deildinni en danski landsliðsmaðurinn. Eftir að Eriksen fór í hjartastopp á EM 2020 var græddur í hann bjargráður sem gerði honum óheimilt að spila áfram með Inter Milan á Ítalíu. Þegar hann var leystur undan samningi við Inter gerði hann í kjölfarið eins árs samning við Brentford, samningur sem rennur út 30. júní næstkomandi. Eriksen er því frjálst að tala við önnur félög og getur því farið á frjálsri sölu til næsta vinnuveitanda. Manchester United og Tottenham eru sögð vera áhugasöm að fá Eriksen til liðs við sig. Jose Enrique hvetur sitt fyrrum félag Liverpool að hafa samband við Eriksen samkvæmt breska miðlinum Metro. „Áhugaverður leikmaður sem gæti verið ákveðin lausn á miðsvæðinu án þess að eyða neinu, því hann getur komið á frjálsri sölu,“ skrifaði Enrique á Instagram hringrás (e. story) sinni. Liverpool hefur áhuga á Jude Bellingham, miðjumanni Dortmund. Bellingham fæst þó ekki á neinu gjafaverði. Eftir að Liverpool keypti Darwin Núñez á hátt í 100 milljónir evra getur félagið ekki eytt annari eins upphæð án þess að vera í vandræðum vegna fjárhagsreglugerðar UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann væri skammtímalausn en þá gætum við beðið með tilboð í Bellingham fram á næsta tímabil. Eriksen er frábær leikmaður og getur barist um sæti í byrjunarliðinu. Næsta tímabil verður mjög langt,“ bætti Enrique við. Enrique telur að Eriksen gæti veitt Thiago samkeppni á miðju Liverpool. „Hann er þannig leikmaður, svipaður og Thiago en kannski aðeins sóknarsinnaðri. Thiago er samt töframaðurinn okkar.“ Eriksen hefur áður sagt að hann sé tilbúinn að hlusta á öll tilboð. „Ég er með kveikt á farsímanum mínum. Ég þekki umboðsmanninn minn það vel að ég veit að hann mun hringja í mig ef það er eitthvað áhugavert í boði. Ef það er ekkert áhugavert, þá hringir hann ekki,“ sagði Eriksen. Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Christian Eriksen gerði afar vel í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildinni með Brentford. Eriksen skoraði eitt mark og lagði upp fjögur í 11 leikjum með Brentford á nýliðnu tímabili í úrvalsdeildinni. Eriksen hefur í gegnum sinn ferill spilað í sóknarsinnuðu hlutverki á miðjunni en gekk í gegnum endurnýjaða lífdaga aftar á miðjunni hjá Brentford. Samkvæmt samantekt the18 var xG Brentford töluvert hærra þegar Eriksen var inn á vellinum að tengja saman spilið. Frá því að Eriksen kom aftur í úrvalsdeildina eru aðeins Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, og Martin Odegaard, leikmaður Arsenal, sem hafa skapað fleiri færi í deildinni en danski landsliðsmaðurinn. Eftir að Eriksen fór í hjartastopp á EM 2020 var græddur í hann bjargráður sem gerði honum óheimilt að spila áfram með Inter Milan á Ítalíu. Þegar hann var leystur undan samningi við Inter gerði hann í kjölfarið eins árs samning við Brentford, samningur sem rennur út 30. júní næstkomandi. Eriksen er því frjálst að tala við önnur félög og getur því farið á frjálsri sölu til næsta vinnuveitanda. Manchester United og Tottenham eru sögð vera áhugasöm að fá Eriksen til liðs við sig. Jose Enrique hvetur sitt fyrrum félag Liverpool að hafa samband við Eriksen samkvæmt breska miðlinum Metro. „Áhugaverður leikmaður sem gæti verið ákveðin lausn á miðsvæðinu án þess að eyða neinu, því hann getur komið á frjálsri sölu,“ skrifaði Enrique á Instagram hringrás (e. story) sinni. Liverpool hefur áhuga á Jude Bellingham, miðjumanni Dortmund. Bellingham fæst þó ekki á neinu gjafaverði. Eftir að Liverpool keypti Darwin Núñez á hátt í 100 milljónir evra getur félagið ekki eytt annari eins upphæð án þess að vera í vandræðum vegna fjárhagsreglugerðar UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann væri skammtímalausn en þá gætum við beðið með tilboð í Bellingham fram á næsta tímabil. Eriksen er frábær leikmaður og getur barist um sæti í byrjunarliðinu. Næsta tímabil verður mjög langt,“ bætti Enrique við. Enrique telur að Eriksen gæti veitt Thiago samkeppni á miðju Liverpool. „Hann er þannig leikmaður, svipaður og Thiago en kannski aðeins sóknarsinnaðri. Thiago er samt töframaðurinn okkar.“ Eriksen hefur áður sagt að hann sé tilbúinn að hlusta á öll tilboð. „Ég er með kveikt á farsímanum mínum. Ég þekki umboðsmanninn minn það vel að ég veit að hann mun hringja í mig ef það er eitthvað áhugavert í boði. Ef það er ekkert áhugavert, þá hringir hann ekki,“ sagði Eriksen.
Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira