Golden State NBA meistari árið 2022 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 08:02 Stephen Curry, Klay Thompson og Golden State Warriors eru NBA meistarar árið 2022. Elsa/Getty Images Golden State Warriors lagði Boston Celtics með 13 stiga mun í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildairnnar í nótt, lokatölur 103-90 Warriors í vil. Um var að ræða fjórða sigur Golden State sem er þar með orðið NBA meistari árið 2022. Það var ljóst fyrir leik næturinnar að Stephen Curry og félagar gætu orðið meistarar í Boston þar sem leikur næturinnar fór fram. Enn og aftur var það frábær varnarleikur sem skilaði Golden State sigrinum. Í tveimur af fyrstu þremur leikjum einvígisins skoraði Boston yfir 115 stig en síðan þá hefur liðið ekki komist yfir 100 stiga múrinn. Pandemonium inside the @warriors locker room pic.twitter.com/FYUBDLHFak— NBA (@NBA) June 17, 2022 Heimamenn byrjuðu reyndar betur í nótt en í öðrum leikhluta var í raun orðið ljóst í hvað stefndi. Reynsla gestanna er kemur að því að vinna titla vó þungt enda var liðið þarna að vinna sinn fjórða titil á síðustu átta árum. Staðan í hálfleik var 39-54 og ljóst að heimamenn þyrftu kraftaverk til að jafna metin í einvíginu. Sóknarleikur þeirra var í molum en það er ekki oft sem lið í NBA skora aðeins 39 stig í heilum hálfleik. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu en það dugði ekki til. Lokatölur 90-103 og Golden State Warriors er NBA meistari árið 2022. Curry var langstigahæstur í liði Warriors með 34 stig ásamt því að bjóða upp á 7 stoðsendingar og 7 fráköst. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 18 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Jordan Poole skoraði 18 stig á þeim stundarfjórðungi sem hann spilaði á meðan Draymond Green og Klay Thompson skoruðu 12 stig hvor. Green bauð einnig upp á 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Draymond Green was a force on both ends of the floor in Game 6 claiming the win and his 4th Championship in the process!@money23green: 12 PTS, 12 REB, 8 AST, 2 STL, 2 BLK pic.twitter.com/wIgsCq6rGP— NBA (@NBA) June 17, 2022 Hjá Boston var Jaylen Brown einnig langstigahæstur með 34 stig ásamt 7 fráköstum og 3 stoðsendingum. Al Horford skoraði 19 stig og tók 14 fráköst en Jayson Tatum átti erfitt uppdráttar í nótt. Hann skoraði 13 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Það var ljóst fyrir leik næturinnar að Stephen Curry og félagar gætu orðið meistarar í Boston þar sem leikur næturinnar fór fram. Enn og aftur var það frábær varnarleikur sem skilaði Golden State sigrinum. Í tveimur af fyrstu þremur leikjum einvígisins skoraði Boston yfir 115 stig en síðan þá hefur liðið ekki komist yfir 100 stiga múrinn. Pandemonium inside the @warriors locker room pic.twitter.com/FYUBDLHFak— NBA (@NBA) June 17, 2022 Heimamenn byrjuðu reyndar betur í nótt en í öðrum leikhluta var í raun orðið ljóst í hvað stefndi. Reynsla gestanna er kemur að því að vinna titla vó þungt enda var liðið þarna að vinna sinn fjórða titil á síðustu átta árum. Staðan í hálfleik var 39-54 og ljóst að heimamenn þyrftu kraftaverk til að jafna metin í einvíginu. Sóknarleikur þeirra var í molum en það er ekki oft sem lið í NBA skora aðeins 39 stig í heilum hálfleik. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu en það dugði ekki til. Lokatölur 90-103 og Golden State Warriors er NBA meistari árið 2022. Curry var langstigahæstur í liði Warriors með 34 stig ásamt því að bjóða upp á 7 stoðsendingar og 7 fráköst. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 18 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Jordan Poole skoraði 18 stig á þeim stundarfjórðungi sem hann spilaði á meðan Draymond Green og Klay Thompson skoruðu 12 stig hvor. Green bauð einnig upp á 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Draymond Green was a force on both ends of the floor in Game 6 claiming the win and his 4th Championship in the process!@money23green: 12 PTS, 12 REB, 8 AST, 2 STL, 2 BLK pic.twitter.com/wIgsCq6rGP— NBA (@NBA) June 17, 2022 Hjá Boston var Jaylen Brown einnig langstigahæstur með 34 stig ásamt 7 fráköstum og 3 stoðsendingum. Al Horford skoraði 19 stig og tók 14 fráköst en Jayson Tatum átti erfitt uppdráttar í nótt. Hann skoraði 13 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 3 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Bandaríkin Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum