Ekkert saknæmt við dauða Lars Vilks Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2022 07:54 Lars Vilks hafði borist ótal líflátshótanir vegna Múhameðsteikninga eftir hann sem birtist í sænsku dagblaði árið 2007. EPA Lögregla í Svíþjóð hefur lokið við rannsókn á dauða listamannsins Lars Vilks og tveggja lögreglumanna sem fórust í bílslysi skammt frá Markaryd í Smálöndunum á síðasta ári. Niðurstaðan er sú að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Ráðist var í rannsóknina vegna mögulegs gruns um að Vilks hafi verið ráðinn bani, en hann naut lögregluverndar vegna ítrekaðra hótana sem honum hafði borist vegna teikninga sinna af Múhameð spámanni. Sænska lögreglan greindi frá niðurstöðu rannsóknarinnar í gær og sagði að um „hörmulegt slys“ hafi verið að ræða. Ítarleg rannsókn hafi verið gerð á slysinu, þar sem tæknirannsókn var gerð á slysstaðnum, bíllinn rannsakaður í bak og fyrir og rætt var við vitni. Frá slysstaðnum á E4-hraðbrautinni nærri Markaryd í október á síðasta ári.EPA Verið var að flytja Vilks í lögreglubíl eftir E4-hraðbrautinni þegar hann rakst á miklum hraða á vörubíl og varð alelda. Tveir lögreglumenn, auk hins 75 ára Vilks, létust í slysinu. Er talið líklegast að eitt dekkja lögreglubílsins hafi sprungið á ferð og við það hafi ökumaðurinn misst stjórn á bílnum og farið yfir á öfugan vegarhelming þar sem vörubíll kom aðvífandi. Ekki hafi verið um glæp að ræða. Listaverk Vilks, Nimis, á suðvesturströnd Skánar.EPA Vilks var meðal annars þekktur fyrir að hafa teiknað Múhameð spámann sem hund sem birtist í sænsku dagblaði árið 2007. Myndin vakti hörð viðbrögð og hafði Vilks ítrekað borist ótal líflátshótanir vegna þeirra. Árið 2015 var hann helsta skotmark hryðjuverkamanns sem gerði árás á menningarhúsið Krudttønden í Kaupmannahöfn. Vilks var þá hluti af ráðstefnu sem fram fór í húsinu. Einn lést í árásinni og þrír særðust, en Vilks slapp. Svíþjóð Tengdar fréttir Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55 Allt bendir til að um slys hafi verið að ræða en ætla að leita af sér allan grun Lögregla í Svíþjóð segir allt benda til að um slys hafi verið að ræða þegar bíll með listamanninn Lars Vilks og tvo lögreglumenn um borð, rakst á vörubíl á hraðbraut í sænsku Smálöndunum í gær. Vilks og lögreglumennirnir sem gættu hans, létust í árekstrinum, en ökumaður vörubílsins var fluttur á sjúkrahús. 4. október 2021 09:42 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Ráðist var í rannsóknina vegna mögulegs gruns um að Vilks hafi verið ráðinn bani, en hann naut lögregluverndar vegna ítrekaðra hótana sem honum hafði borist vegna teikninga sinna af Múhameð spámanni. Sænska lögreglan greindi frá niðurstöðu rannsóknarinnar í gær og sagði að um „hörmulegt slys“ hafi verið að ræða. Ítarleg rannsókn hafi verið gerð á slysinu, þar sem tæknirannsókn var gerð á slysstaðnum, bíllinn rannsakaður í bak og fyrir og rætt var við vitni. Frá slysstaðnum á E4-hraðbrautinni nærri Markaryd í október á síðasta ári.EPA Verið var að flytja Vilks í lögreglubíl eftir E4-hraðbrautinni þegar hann rakst á miklum hraða á vörubíl og varð alelda. Tveir lögreglumenn, auk hins 75 ára Vilks, létust í slysinu. Er talið líklegast að eitt dekkja lögreglubílsins hafi sprungið á ferð og við það hafi ökumaðurinn misst stjórn á bílnum og farið yfir á öfugan vegarhelming þar sem vörubíll kom aðvífandi. Ekki hafi verið um glæp að ræða. Listaverk Vilks, Nimis, á suðvesturströnd Skánar.EPA Vilks var meðal annars þekktur fyrir að hafa teiknað Múhameð spámann sem hund sem birtist í sænsku dagblaði árið 2007. Myndin vakti hörð viðbrögð og hafði Vilks ítrekað borist ótal líflátshótanir vegna þeirra. Árið 2015 var hann helsta skotmark hryðjuverkamanns sem gerði árás á menningarhúsið Krudttønden í Kaupmannahöfn. Vilks var þá hluti af ráðstefnu sem fram fór í húsinu. Einn lést í árásinni og þrír særðust, en Vilks slapp.
Svíþjóð Tengdar fréttir Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55 Allt bendir til að um slys hafi verið að ræða en ætla að leita af sér allan grun Lögregla í Svíþjóð segir allt benda til að um slys hafi verið að ræða þegar bíll með listamanninn Lars Vilks og tvo lögreglumenn um borð, rakst á vörubíl á hraðbraut í sænsku Smálöndunum í gær. Vilks og lögreglumennirnir sem gættu hans, létust í árekstrinum, en ökumaður vörubílsins var fluttur á sjúkrahús. 4. október 2021 09:42 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55
Allt bendir til að um slys hafi verið að ræða en ætla að leita af sér allan grun Lögregla í Svíþjóð segir allt benda til að um slys hafi verið að ræða þegar bíll með listamanninn Lars Vilks og tvo lögreglumenn um borð, rakst á vörubíl á hraðbraut í sænsku Smálöndunum í gær. Vilks og lögreglumennirnir sem gættu hans, létust í árekstrinum, en ökumaður vörubílsins var fluttur á sjúkrahús. 4. október 2021 09:42