Er á leið á HM með Ástralíu eftir að hafa fæðst í flóttamannabúðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 10:01 Awer Mabil (til hægri) fagnar HM sætinu. EPA-EFE/Noushad Thekkayil Saga Ástralans Awer Mabil er nokkuð ólík flestum þeim sem munu taka þátt á HM í fótbolta sem fram fer í Katar undir lok þessa árs. Hinn 26 ára gamli Ástrali fæddist nefnilega í flóttamannabúðum í Malí í september árið 1995. Mabil er samningsbundinn Midtjylland í Danmörku en lék með Kasımpaşa í Tyrklandi á láni síðasta vetur. Hann hefur leikið alls 28 A-landsleiki fyrir Ástralíu og var meðal þeirra sem mætti Perú í umspilinu um sæti á HM í Katar. Vængmaðurinn var meðal þeirra sem tók vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Hann skoraði og eftir að Ástralía hafði tryggt sér sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð þakkaði Mabil Ástralíu fyrir að taka við sér og fjölskyldu sinni þegar þau áttu engin önnur hús að vernda. „Ég vissi að ég myndi skora. Það var eina leiðin til að sýna Ástralíu þakklæti mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil eftir leik. „Fjölskylda mín flúði Súdan vegna stríðsins, ég fæddist í kofa. Hótelherbergin sem við gistum í eru stærri en svæðið sem við fjölskyldan höfðum til umráða í flóttamannabúðunum. Ástralía tók við okkur og gaf fjölskyldu minni möguleika á að lifa eðlilegu lífi.“ Mabil vonast til að hafa lagt sitt á vogarskálarnar er varðar orðræðuna í kringum flóttamenn í Ástralíu. Still can't get over those scenes against Peru? Same. Experience it all over again by watching the full mini match now! #AUSvPER #Socceroos #GiveIt100— Socceroos (@Socceroos) June 15, 2022 „Vonandi hef ég haft áhrif á ástralskan fótbolta. Við erum að fara á HM, ég skoraði úr vítaspyrnu, við spiluðum allir okkar hlutverk í sigrinum. Vonandi spilaði krakkinn úr flóttamannabúðunum stórt hlutverk, þetta var mín leið til að þakka Ástralíu fyrir hönd fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil að lokum. Ástralía mun leika í D-riðli ásamt heimsmeisturum Frakklands, Danmörku og Túnis. Fótbolti HM 2022 í Katar Súdan Ástralía Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira
Mabil er samningsbundinn Midtjylland í Danmörku en lék með Kasımpaşa í Tyrklandi á láni síðasta vetur. Hann hefur leikið alls 28 A-landsleiki fyrir Ástralíu og var meðal þeirra sem mætti Perú í umspilinu um sæti á HM í Katar. Vængmaðurinn var meðal þeirra sem tók vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Hann skoraði og eftir að Ástralía hafði tryggt sér sæti á fimmta heimsmeistaramótinu í röð þakkaði Mabil Ástralíu fyrir að taka við sér og fjölskyldu sinni þegar þau áttu engin önnur hús að vernda. „Ég vissi að ég myndi skora. Það var eina leiðin til að sýna Ástralíu þakklæti mitt og fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil eftir leik. „Fjölskylda mín flúði Súdan vegna stríðsins, ég fæddist í kofa. Hótelherbergin sem við gistum í eru stærri en svæðið sem við fjölskyldan höfðum til umráða í flóttamannabúðunum. Ástralía tók við okkur og gaf fjölskyldu minni möguleika á að lifa eðlilegu lífi.“ Mabil vonast til að hafa lagt sitt á vogarskálarnar er varðar orðræðuna í kringum flóttamenn í Ástralíu. Still can't get over those scenes against Peru? Same. Experience it all over again by watching the full mini match now! #AUSvPER #Socceroos #GiveIt100— Socceroos (@Socceroos) June 15, 2022 „Vonandi hef ég haft áhrif á ástralskan fótbolta. Við erum að fara á HM, ég skoraði úr vítaspyrnu, við spiluðum allir okkar hlutverk í sigrinum. Vonandi spilaði krakkinn úr flóttamannabúðunum stórt hlutverk, þetta var mín leið til að þakka Ástralíu fyrir hönd fjölskyldu minnar,“ sagði Mabil að lokum. Ástralía mun leika í D-riðli ásamt heimsmeisturum Frakklands, Danmörku og Túnis.
Fótbolti HM 2022 í Katar Súdan Ástralía Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira