Eru Sádar að eyðileggja golfið? Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2022 08:00 Phil Mickelson er einn af stærstu stjörnunum sem skráð hafa sig á LIV-mótaröðina. Hann er þó með á US Open sem hefst í dag. Getty/Warren Little Þó að Sádi-Aröbum hafi ekki tekist að lokka Tiger Woods yfir á hina nýju LIV-mótaröð í golfi, alla vega ekki enn, stendur golfheimurinn nú klofinn eftir að stór hópur kylfinga úr fremstu röð hefur þegið þær himinháu fjárhæðir sem þar eru í boði. Þrátt fyrir klofninginn mætast bestu kylfingar heimsins allir á Opna bandaríska mótinu sem hefst í dag. Enda myndi líklega ekki passa að kalla mót „opið“ ef að menn væru bannaðir þar en ekki er víst að í framtíðinni verði allir þeir bestu með á risamótunum fjórum. Kylfingarnir sem samið hafa við LIV-mótaröðina hafa alla vega þegar verið bannaðir af sterkustu mótaröð heims, hinni amerísku PGA-mótaröð, og ljóst er að forráðamenn risamótanna munu velta því vel fyrir sér að fylgja fordæminu. En þegar jafnvel tugir milljarða eru í boði fyrir að skrifa undir við LIV er það fórn sem kylfingar á borð við Phil Mickelson og Dustin Johnson eru til í að færa. Sextán milljónir fyrir neðsta sætið LIV-mótaröðinni var hleypt af stað með móti nærri London í síðustu viku. Charl Schwartzel vann mótið og tryggði sér meira en 4 milljónir Bandaríkjadala eða nokkuð yfir hálfan milljarð króna. Sem sagt stjarnfræðilega upphæð. Andy Ogletree varð neðstur af kylfingunum 48 en hann fékk samt tæpar 16 milljónir króna í sinn vasa. Charl Schwartzel vann fyrsta mót sögunnar á LIV-mótaröðinni. Hér er hann með Greg Norman, aðaltalsmanni mótaraðarinnar.Getty/Chris Grotman LIV-mótaröðinni (sem heitir svo af því að LIV er 54 í rómverskum tölum og á mótum hennar eru einmitt leiknar 54 holur í stað hinna hefðbundnu 72) hefur verið lýst sem nýjustu tilraun stjórnvalda í Sádi-Arabíu til að nýta íþróttir til hvítþvottar. Kaupin á Newcastle, samstarfið við Formúlu 1 og vináttulandsleikurinn við Ísland í nóvember eru fleiri dæmi. Sádi-arabísk stjórnvöld sjá sér hag í því að nýta vinsælar íþróttir, mögulega til að breiða yfir skelfileg mannréttindabrot sem stunduð eru í landinu. Mannréttindabrot sem að menn eru til í að líta framhjá til að keppa á nýstárlegri mótaröð… og jú til að fá fyrir það ógeðslega mikið af peningum. Vel kunnugt um mannréttindabrotin en fær 26 milljarða Síðustu ár hefur til að mynda verið fjallað um mikinn fjölda dauðarefsinga í Sádi-Arabíu og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en einnig að pyntingar séu þar notaðar sem refsing, tjáningarfrelsi sé heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti, svo eitthvað sé nefnt. „Við vitum að þeir drápu Khashoggi og hafa staðið sig skelfilega í mannréttindamálum. Þeir taka fólk af lífi þarna fyrir að vera samkynhneigt. Vitandi þetta af hverju ætti ég þá einu sinni að vera að velta þessu fyrir mér? Vegna þess að þetta er einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar,“ sagði Mickelson við blaðamanninn Alan Shipnuck. Tiger Woods er enn langstærsta stjarna golfsins en getur ekki keppt á US Open vegna meiðsla. Hann hefur ekki þegið boð LIV-mótaraðarinnar.Getty/Christian Petersen Samkvæmt honum skipti þetta „einstaka tækifæri“ öllu máli en ekki þeir 26 milljarðar króna sem samningurinn við LIV er sagður tryggja Mickelson. Þeir sem tóku sömu ákvörðun hafa frekar viljað meina að nýtt fyrirkomulag, þar sem til að mynda enginn niðurskurður er og allir kylfingar hefja leik á sama tíma, á mismunandi brautum, sé ástæðan fyrir vali þeirra en ekki peningar. Tiger voru boðnar enn hærri upphæðir en hann sagði nei, rétt eins og Rory McIlroy sem hefur verið óhræddur við að segja hlutina hreint út og sakað kollega sína um að láta græðgi ráða för. Breytt landslag til frambúðar? Auk Mickelson og Johnson má þar nefna Sergio Garcia, Bryson DeChambeau, Ian Poulter, Lee Westwood, Patrick Reed og Graeme McDowell, og hvíti hákarlinn Greg Norman er talsmaður LIV-mótaraðarinnar. Nú þegar hafa nítján af 100 bestu kylfingum heims keppt eða staðfest þátttöku sína á mótaröðinni. Og eins og McIlroy hefur bent á veit enginn hver langtímaáhrif LIV-mótaraðarinnar verða. Halda kylfingarnir áfram að streyma frá PGA-mótaröðinni, sem vissulega er ekki góðgerðasamtök heldur bara fyrirtæki sem vill græða peninga, yfir í sádi-arabísku seðlana? Fylgja fleiri fordæmi PGA-mótaraðarinnar og banna LIV-kylfinga frá mótum? Mun LIV-mótaröðin endast í tvö ár, tíu eða hundrað? Hver veit nema að LIV-mótaröðin slái í gegn og stuðli að auknum, alþjóðlegum vinsældum sádi-arabískra stjórnvalda? Eitt er víst að golfheimurinn er breyttur og kannski verður hann aldrei samur. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þrátt fyrir klofninginn mætast bestu kylfingar heimsins allir á Opna bandaríska mótinu sem hefst í dag. Enda myndi líklega ekki passa að kalla mót „opið“ ef að menn væru bannaðir þar en ekki er víst að í framtíðinni verði allir þeir bestu með á risamótunum fjórum. Kylfingarnir sem samið hafa við LIV-mótaröðina hafa alla vega þegar verið bannaðir af sterkustu mótaröð heims, hinni amerísku PGA-mótaröð, og ljóst er að forráðamenn risamótanna munu velta því vel fyrir sér að fylgja fordæminu. En þegar jafnvel tugir milljarða eru í boði fyrir að skrifa undir við LIV er það fórn sem kylfingar á borð við Phil Mickelson og Dustin Johnson eru til í að færa. Sextán milljónir fyrir neðsta sætið LIV-mótaröðinni var hleypt af stað með móti nærri London í síðustu viku. Charl Schwartzel vann mótið og tryggði sér meira en 4 milljónir Bandaríkjadala eða nokkuð yfir hálfan milljarð króna. Sem sagt stjarnfræðilega upphæð. Andy Ogletree varð neðstur af kylfingunum 48 en hann fékk samt tæpar 16 milljónir króna í sinn vasa. Charl Schwartzel vann fyrsta mót sögunnar á LIV-mótaröðinni. Hér er hann með Greg Norman, aðaltalsmanni mótaraðarinnar.Getty/Chris Grotman LIV-mótaröðinni (sem heitir svo af því að LIV er 54 í rómverskum tölum og á mótum hennar eru einmitt leiknar 54 holur í stað hinna hefðbundnu 72) hefur verið lýst sem nýjustu tilraun stjórnvalda í Sádi-Arabíu til að nýta íþróttir til hvítþvottar. Kaupin á Newcastle, samstarfið við Formúlu 1 og vináttulandsleikurinn við Ísland í nóvember eru fleiri dæmi. Sádi-arabísk stjórnvöld sjá sér hag í því að nýta vinsælar íþróttir, mögulega til að breiða yfir skelfileg mannréttindabrot sem stunduð eru í landinu. Mannréttindabrot sem að menn eru til í að líta framhjá til að keppa á nýstárlegri mótaröð… og jú til að fá fyrir það ógeðslega mikið af peningum. Vel kunnugt um mannréttindabrotin en fær 26 milljarða Síðustu ár hefur til að mynda verið fjallað um mikinn fjölda dauðarefsinga í Sádi-Arabíu og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en einnig að pyntingar séu þar notaðar sem refsing, tjáningarfrelsi sé heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti, svo eitthvað sé nefnt. „Við vitum að þeir drápu Khashoggi og hafa staðið sig skelfilega í mannréttindamálum. Þeir taka fólk af lífi þarna fyrir að vera samkynhneigt. Vitandi þetta af hverju ætti ég þá einu sinni að vera að velta þessu fyrir mér? Vegna þess að þetta er einstakt tækifæri til að breyta því hvernig PGA-mótaröðin virkar,“ sagði Mickelson við blaðamanninn Alan Shipnuck. Tiger Woods er enn langstærsta stjarna golfsins en getur ekki keppt á US Open vegna meiðsla. Hann hefur ekki þegið boð LIV-mótaraðarinnar.Getty/Christian Petersen Samkvæmt honum skipti þetta „einstaka tækifæri“ öllu máli en ekki þeir 26 milljarðar króna sem samningurinn við LIV er sagður tryggja Mickelson. Þeir sem tóku sömu ákvörðun hafa frekar viljað meina að nýtt fyrirkomulag, þar sem til að mynda enginn niðurskurður er og allir kylfingar hefja leik á sama tíma, á mismunandi brautum, sé ástæðan fyrir vali þeirra en ekki peningar. Tiger voru boðnar enn hærri upphæðir en hann sagði nei, rétt eins og Rory McIlroy sem hefur verið óhræddur við að segja hlutina hreint út og sakað kollega sína um að láta græðgi ráða för. Breytt landslag til frambúðar? Auk Mickelson og Johnson má þar nefna Sergio Garcia, Bryson DeChambeau, Ian Poulter, Lee Westwood, Patrick Reed og Graeme McDowell, og hvíti hákarlinn Greg Norman er talsmaður LIV-mótaraðarinnar. Nú þegar hafa nítján af 100 bestu kylfingum heims keppt eða staðfest þátttöku sína á mótaröðinni. Og eins og McIlroy hefur bent á veit enginn hver langtímaáhrif LIV-mótaraðarinnar verða. Halda kylfingarnir áfram að streyma frá PGA-mótaröðinni, sem vissulega er ekki góðgerðasamtök heldur bara fyrirtæki sem vill græða peninga, yfir í sádi-arabísku seðlana? Fylgja fleiri fordæmi PGA-mótaraðarinnar og banna LIV-kylfinga frá mótum? Mun LIV-mótaröðin endast í tvö ár, tíu eða hundrað? Hver veit nema að LIV-mótaröðin slái í gegn og stuðli að auknum, alþjóðlegum vinsældum sádi-arabískra stjórnvalda? Eitt er víst að golfheimurinn er breyttur og kannski verður hann aldrei samur. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira