Opnar sig um árásina: „Hélt að ég myndi bara liggja þarna“ Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2022 12:01 Kheira Hamraoui varð fyrir fólskulegri árás grímuklæddra manna í nóvember. Getty Franska knattspyrnukonan Kheira Hamraoui átti sér einskis ills von þegar tveir grímuklæddir menn réðust að henni og börðu hana með járnröri, svo illa að hún hélt að hún gæti aldrei aftur staðið upp. Hamraoui hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um árásina en það gerir hún í viðtali við franska miðilinn L‘Equipe í dag. Þar kveðst hún hafa óttast um líf sitt. Þessi 32 ára miðjumaður PSG og franska landsliðsins, sem þó var reyndar ekki valin í EM-hóp Frakka sem mætir Íslandi í Englandi í næsta sumar, varð fyrir árásinni 4. nóvember. Hún var þá á leið í bíl liðsfélaga síns, Aminata Diallo, eftir að lið PSG hafði snætt kvöldverð saman. „Ég varð fyrir ótrúlegu ofbeldi. Tveir hettuklæddir, ókunnugir menn tóku mig út úr bílnum til þess að lemja mig í fæturna með járnrörum. Þetta kvöld þá hélt ég að ég myndi bara liggja þarna eftir… Ég öskraði af sársauka. Ég reyndi að verja mig eins mikið og ég gat. Þetta er mjög sársaukafull minning,“ sagði Hamraoui. Lögregla rannsakar málið en ekki er enn ljóst hverjir árásarmennirnir voru og hvort þeir eða einhver annar skipulagði árásina. Áfall og svo fjölmiðlastormur strax í kjölfarið Hamraoui segir eitt að hafa orðið fyrir hrottalegri árás og annað að þurfa að þola fjölmiðlasirkusinn sem fylgdi. „Ég var algjörlega týnd, ringluð og í áfalli yfir því sem gerðist. Það tók mig nokkra daga að komast aftur upp á yfirborðið en það fylgdu tvöfalt fleiri vandamál. Rétt eftir svona mikið áfall lenti ég í fjölmiðlastorminum sem fylgdi,“ segir Hamraoui en fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið. Í fyrstu virtist grunur beinast að Diallo en hún er keppinautur Hamraoui um stöðu á miðjunni hjá PSG. Diallo var haldið í gæsluvarðhaldi í 35 klukkustundir en hún svo látin laus án ákæru. Hamraoui sagðist í viðtalinu ekki hafa neinn áhuga á að taka þátt í „dómstól fjölmiðlanna“, þegar hún var spurð um stirt samband sitt við Diallo. „Það eina sem er öruggt er að ég er fórnarlamb hræðilegrar árásar,“ sagði Hamraoui. Síðar kom svo í ljós að SIM-kort í síma Hamraoui væri skráð á Barcelona-stjörnuna Eric Abidal, sem var íþróttastjóri hjá Barcelona árin 2018-2020 þegar Hamraoui lék með kvennaliði félagsins. Hayet, eiginkona Abidals, gaf svo út yfirlýsingu þar sem sagði að Abidal hefði viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui og að skilnaðarferli væri hafið. Hamraoui þvertók hins vegar fyrir að samband hennar við Abidal hefði nokkuð að gera með árásina. Í síðasta mánuði greindi L‘Equipe frá því að maður hefði verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar á árásinni. Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Hamraoui hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um árásina en það gerir hún í viðtali við franska miðilinn L‘Equipe í dag. Þar kveðst hún hafa óttast um líf sitt. Þessi 32 ára miðjumaður PSG og franska landsliðsins, sem þó var reyndar ekki valin í EM-hóp Frakka sem mætir Íslandi í Englandi í næsta sumar, varð fyrir árásinni 4. nóvember. Hún var þá á leið í bíl liðsfélaga síns, Aminata Diallo, eftir að lið PSG hafði snætt kvöldverð saman. „Ég varð fyrir ótrúlegu ofbeldi. Tveir hettuklæddir, ókunnugir menn tóku mig út úr bílnum til þess að lemja mig í fæturna með járnrörum. Þetta kvöld þá hélt ég að ég myndi bara liggja þarna eftir… Ég öskraði af sársauka. Ég reyndi að verja mig eins mikið og ég gat. Þetta er mjög sársaukafull minning,“ sagði Hamraoui. Lögregla rannsakar málið en ekki er enn ljóst hverjir árásarmennirnir voru og hvort þeir eða einhver annar skipulagði árásina. Áfall og svo fjölmiðlastormur strax í kjölfarið Hamraoui segir eitt að hafa orðið fyrir hrottalegri árás og annað að þurfa að þola fjölmiðlasirkusinn sem fylgdi. „Ég var algjörlega týnd, ringluð og í áfalli yfir því sem gerðist. Það tók mig nokkra daga að komast aftur upp á yfirborðið en það fylgdu tvöfalt fleiri vandamál. Rétt eftir svona mikið áfall lenti ég í fjölmiðlastorminum sem fylgdi,“ segir Hamraoui en fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið. Í fyrstu virtist grunur beinast að Diallo en hún er keppinautur Hamraoui um stöðu á miðjunni hjá PSG. Diallo var haldið í gæsluvarðhaldi í 35 klukkustundir en hún svo látin laus án ákæru. Hamraoui sagðist í viðtalinu ekki hafa neinn áhuga á að taka þátt í „dómstól fjölmiðlanna“, þegar hún var spurð um stirt samband sitt við Diallo. „Það eina sem er öruggt er að ég er fórnarlamb hræðilegrar árásar,“ sagði Hamraoui. Síðar kom svo í ljós að SIM-kort í síma Hamraoui væri skráð á Barcelona-stjörnuna Eric Abidal, sem var íþróttastjóri hjá Barcelona árin 2018-2020 þegar Hamraoui lék með kvennaliði félagsins. Hayet, eiginkona Abidals, gaf svo út yfirlýsingu þar sem sagði að Abidal hefði viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui og að skilnaðarferli væri hafið. Hamraoui þvertók hins vegar fyrir að samband hennar við Abidal hefði nokkuð að gera með árásina. Í síðasta mánuði greindi L‘Equipe frá því að maður hefði verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar á árásinni.
Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira