Opnar sig um árásina: „Hélt að ég myndi bara liggja þarna“ Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2022 12:01 Kheira Hamraoui varð fyrir fólskulegri árás grímuklæddra manna í nóvember. Getty Franska knattspyrnukonan Kheira Hamraoui átti sér einskis ills von þegar tveir grímuklæddir menn réðust að henni og börðu hana með járnröri, svo illa að hún hélt að hún gæti aldrei aftur staðið upp. Hamraoui hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um árásina en það gerir hún í viðtali við franska miðilinn L‘Equipe í dag. Þar kveðst hún hafa óttast um líf sitt. Þessi 32 ára miðjumaður PSG og franska landsliðsins, sem þó var reyndar ekki valin í EM-hóp Frakka sem mætir Íslandi í Englandi í næsta sumar, varð fyrir árásinni 4. nóvember. Hún var þá á leið í bíl liðsfélaga síns, Aminata Diallo, eftir að lið PSG hafði snætt kvöldverð saman. „Ég varð fyrir ótrúlegu ofbeldi. Tveir hettuklæddir, ókunnugir menn tóku mig út úr bílnum til þess að lemja mig í fæturna með járnrörum. Þetta kvöld þá hélt ég að ég myndi bara liggja þarna eftir… Ég öskraði af sársauka. Ég reyndi að verja mig eins mikið og ég gat. Þetta er mjög sársaukafull minning,“ sagði Hamraoui. Lögregla rannsakar málið en ekki er enn ljóst hverjir árásarmennirnir voru og hvort þeir eða einhver annar skipulagði árásina. Áfall og svo fjölmiðlastormur strax í kjölfarið Hamraoui segir eitt að hafa orðið fyrir hrottalegri árás og annað að þurfa að þola fjölmiðlasirkusinn sem fylgdi. „Ég var algjörlega týnd, ringluð og í áfalli yfir því sem gerðist. Það tók mig nokkra daga að komast aftur upp á yfirborðið en það fylgdu tvöfalt fleiri vandamál. Rétt eftir svona mikið áfall lenti ég í fjölmiðlastorminum sem fylgdi,“ segir Hamraoui en fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið. Í fyrstu virtist grunur beinast að Diallo en hún er keppinautur Hamraoui um stöðu á miðjunni hjá PSG. Diallo var haldið í gæsluvarðhaldi í 35 klukkustundir en hún svo látin laus án ákæru. Hamraoui sagðist í viðtalinu ekki hafa neinn áhuga á að taka þátt í „dómstól fjölmiðlanna“, þegar hún var spurð um stirt samband sitt við Diallo. „Það eina sem er öruggt er að ég er fórnarlamb hræðilegrar árásar,“ sagði Hamraoui. Síðar kom svo í ljós að SIM-kort í síma Hamraoui væri skráð á Barcelona-stjörnuna Eric Abidal, sem var íþróttastjóri hjá Barcelona árin 2018-2020 þegar Hamraoui lék með kvennaliði félagsins. Hayet, eiginkona Abidals, gaf svo út yfirlýsingu þar sem sagði að Abidal hefði viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui og að skilnaðarferli væri hafið. Hamraoui þvertók hins vegar fyrir að samband hennar við Abidal hefði nokkuð að gera með árásina. Í síðasta mánuði greindi L‘Equipe frá því að maður hefði verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar á árásinni. Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira
Hamraoui hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um árásina en það gerir hún í viðtali við franska miðilinn L‘Equipe í dag. Þar kveðst hún hafa óttast um líf sitt. Þessi 32 ára miðjumaður PSG og franska landsliðsins, sem þó var reyndar ekki valin í EM-hóp Frakka sem mætir Íslandi í Englandi í næsta sumar, varð fyrir árásinni 4. nóvember. Hún var þá á leið í bíl liðsfélaga síns, Aminata Diallo, eftir að lið PSG hafði snætt kvöldverð saman. „Ég varð fyrir ótrúlegu ofbeldi. Tveir hettuklæddir, ókunnugir menn tóku mig út úr bílnum til þess að lemja mig í fæturna með járnrörum. Þetta kvöld þá hélt ég að ég myndi bara liggja þarna eftir… Ég öskraði af sársauka. Ég reyndi að verja mig eins mikið og ég gat. Þetta er mjög sársaukafull minning,“ sagði Hamraoui. Lögregla rannsakar málið en ekki er enn ljóst hverjir árásarmennirnir voru og hvort þeir eða einhver annar skipulagði árásina. Áfall og svo fjölmiðlastormur strax í kjölfarið Hamraoui segir eitt að hafa orðið fyrir hrottalegri árás og annað að þurfa að þola fjölmiðlasirkusinn sem fylgdi. „Ég var algjörlega týnd, ringluð og í áfalli yfir því sem gerðist. Það tók mig nokkra daga að komast aftur upp á yfirborðið en það fylgdu tvöfalt fleiri vandamál. Rétt eftir svona mikið áfall lenti ég í fjölmiðlastorminum sem fylgdi,“ segir Hamraoui en fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið. Í fyrstu virtist grunur beinast að Diallo en hún er keppinautur Hamraoui um stöðu á miðjunni hjá PSG. Diallo var haldið í gæsluvarðhaldi í 35 klukkustundir en hún svo látin laus án ákæru. Hamraoui sagðist í viðtalinu ekki hafa neinn áhuga á að taka þátt í „dómstól fjölmiðlanna“, þegar hún var spurð um stirt samband sitt við Diallo. „Það eina sem er öruggt er að ég er fórnarlamb hræðilegrar árásar,“ sagði Hamraoui. Síðar kom svo í ljós að SIM-kort í síma Hamraoui væri skráð á Barcelona-stjörnuna Eric Abidal, sem var íþróttastjóri hjá Barcelona árin 2018-2020 þegar Hamraoui lék með kvennaliði félagsins. Hayet, eiginkona Abidals, gaf svo út yfirlýsingu þar sem sagði að Abidal hefði viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui og að skilnaðarferli væri hafið. Hamraoui þvertók hins vegar fyrir að samband hennar við Abidal hefði nokkuð að gera með árásina. Í síðasta mánuði greindi L‘Equipe frá því að maður hefði verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar á árásinni.
Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Íslenski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira