Sjáðu tímabæra neglu Önnu, tvennu Hildar í Dalnum og markasúpu á Akureyri Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2022 10:01 Olga Sevcova skoraði sigurmark ÍBV gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ. vísir/bára Íslandsmeistarar Vals náðu í gær fjögurra stiga forskoti á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta, þegar öll níunda umferðin var leikin. Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Nýtt en kunnuglegt lið er nú næst á eftir Val í titilbaráttunni því Breiðablik kom sér upp fyrir Stjörnuna og Þrótt, í 2. sæti, með 3-0 sigri gegn Þrótturum. Afturelding situr í neðsta sætinu eftir að KR sótti stig til Akureyrar í markasúpu, 3-3. Anna Rakel Pétursdóttir vann boltann af Selfyssingum á eigin vallarhelmingi og endaði á að skora eina markið í 1-0 sigri Vals með góðu skoti, eftir langan sprett. Elín Metta Jensen fór meidd af velli í leiknum en náði áður að gefa langa sendingu í átt að Önnu Rakel sem skilaði markinu. Klippa: Selfoss 0-1 Valur Pétur Pétursson, þjálfari Valskvenna, var sérstaklega ánægður með mark Önnu Rakelar og sagði léttur í bragði tímabært að hún „hitti helvítis boltann með vinstri“. Eyjakonur hafa komið mjög á óvart í sumar og stigu ekki feilspor gegn botnliði Aftureldingar í Mosfellsbæ í gær. Lettneska landsliðskonan Olga Sevcova skoraði í 1-0 sigri ÍBV sem nú situr í þriðja sæti. Klippa: Afturelding 0-1 ÍBV Hildur Antonsdóttir var í stuði í Laugardalnum og skoraði tvö lagleg mörk í 3-0 sigri Breiðabliks. Í fyrri hálfleik fékk hún stungusendingu frá Clöru Sigurðardóttur og kláraði færið vel, og í seinni hálfleik stakk hún vörn Þróttar af og skoraði aftur ein gegn markverði. EM-farinn Alexandra Jóhannsdóttir skoraði svo þriðja markið af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur. Klippa: Þróttur 0-3 Breiðablik Keflavík vann óvæntan sigur á Stjörnunni, 1-0, þar sem Elín Helena Karlsdóttir náði að mjaka boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu í byrjun seinni hálfleiks. Stjarnan missti þar með Breiðablik og ÍBV upp fyrir sig og dróst niður í 4. sæti en Keflavík er nú sex stigum frá fallsæti. Klippa: Keflavík 1-0 Stjarnan Mesta fjörið var þó án efa á Akureyri þar sem KR-ingar komust tvisvar yfir og gerðu sig líklega til að landa sínum fyrsta útisigri í sumar. Hildur Lilja Ágústsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu fyrir KR í fyrri hálfleiknum en Sandra María Jessen jafnaði metin í 1-1 í millitíðinni. Arna Eiríksdóttir og Margrét Árnadóttir komu svo heimakonum í 3-2 snemma í seinni hálfleik en Rasamee Phonsongkham jafnaði metin fyrir KR þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: Þór/KA 3-3 KR Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Tengdar fréttir Elín Metta fór meidd af velli og EM mögulega í hættu Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, meiddist er Valur heimsótti Selfoss í Bestu deild kvenna á þriðjudag. Gestirnir frá Hlíðarenda unnu 1-0 útisigur en Elín Metta þurfti að fara meidd af velli eftir rúmlega klukkustundarleik. 15. júní 2022 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Valur 0-1| Anna Rakel hetja Vals Valur gerði góða ferð á Suðurlandið og vann 0-1 sigur á Selfossi. Anna Rakel Pétursdóttir kom Val yfir á 19. mínútu og reyndist það vera sigurmark leiksins. 14. júní 2022 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-KR 3-3 | Sex marka jafntefli fyrir norðan Þór/KA og KR buðu upp á markaveislu á Akureyri í kvöld þegar liðin skildu jöfn í Bestu deild kvenna, 3-3. 14. júní 2022 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-ÍBV 0-1 | Eyjakonur sóttu stigin þrjú Nýliðar Aftureldingar tóku á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Afturelding er í fallsæti á meðan ÍBV er í 6. sæti. Eina mark leiksins kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var það Olga Sevcova sem kom ÍBV í 1-0. 14. júní 2022 17:15 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Nýtt en kunnuglegt lið er nú næst á eftir Val í titilbaráttunni því Breiðablik kom sér upp fyrir Stjörnuna og Þrótt, í 2. sæti, með 3-0 sigri gegn Þrótturum. Afturelding situr í neðsta sætinu eftir að KR sótti stig til Akureyrar í markasúpu, 3-3. Anna Rakel Pétursdóttir vann boltann af Selfyssingum á eigin vallarhelmingi og endaði á að skora eina markið í 1-0 sigri Vals með góðu skoti, eftir langan sprett. Elín Metta Jensen fór meidd af velli í leiknum en náði áður að gefa langa sendingu í átt að Önnu Rakel sem skilaði markinu. Klippa: Selfoss 0-1 Valur Pétur Pétursson, þjálfari Valskvenna, var sérstaklega ánægður með mark Önnu Rakelar og sagði léttur í bragði tímabært að hún „hitti helvítis boltann með vinstri“. Eyjakonur hafa komið mjög á óvart í sumar og stigu ekki feilspor gegn botnliði Aftureldingar í Mosfellsbæ í gær. Lettneska landsliðskonan Olga Sevcova skoraði í 1-0 sigri ÍBV sem nú situr í þriðja sæti. Klippa: Afturelding 0-1 ÍBV Hildur Antonsdóttir var í stuði í Laugardalnum og skoraði tvö lagleg mörk í 3-0 sigri Breiðabliks. Í fyrri hálfleik fékk hún stungusendingu frá Clöru Sigurðardóttur og kláraði færið vel, og í seinni hálfleik stakk hún vörn Þróttar af og skoraði aftur ein gegn markverði. EM-farinn Alexandra Jóhannsdóttir skoraði svo þriðja markið af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur. Klippa: Þróttur 0-3 Breiðablik Keflavík vann óvæntan sigur á Stjörnunni, 1-0, þar sem Elín Helena Karlsdóttir náði að mjaka boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu í byrjun seinni hálfleiks. Stjarnan missti þar með Breiðablik og ÍBV upp fyrir sig og dróst niður í 4. sæti en Keflavík er nú sex stigum frá fallsæti. Klippa: Keflavík 1-0 Stjarnan Mesta fjörið var þó án efa á Akureyri þar sem KR-ingar komust tvisvar yfir og gerðu sig líklega til að landa sínum fyrsta útisigri í sumar. Hildur Lilja Ágústsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu fyrir KR í fyrri hálfleiknum en Sandra María Jessen jafnaði metin í 1-1 í millitíðinni. Arna Eiríksdóttir og Margrét Árnadóttir komu svo heimakonum í 3-2 snemma í seinni hálfleik en Rasamee Phonsongkham jafnaði metin fyrir KR þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: Þór/KA 3-3 KR Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Tengdar fréttir Elín Metta fór meidd af velli og EM mögulega í hættu Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, meiddist er Valur heimsótti Selfoss í Bestu deild kvenna á þriðjudag. Gestirnir frá Hlíðarenda unnu 1-0 útisigur en Elín Metta þurfti að fara meidd af velli eftir rúmlega klukkustundarleik. 15. júní 2022 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Valur 0-1| Anna Rakel hetja Vals Valur gerði góða ferð á Suðurlandið og vann 0-1 sigur á Selfossi. Anna Rakel Pétursdóttir kom Val yfir á 19. mínútu og reyndist það vera sigurmark leiksins. 14. júní 2022 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-KR 3-3 | Sex marka jafntefli fyrir norðan Þór/KA og KR buðu upp á markaveislu á Akureyri í kvöld þegar liðin skildu jöfn í Bestu deild kvenna, 3-3. 14. júní 2022 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-ÍBV 0-1 | Eyjakonur sóttu stigin þrjú Nýliðar Aftureldingar tóku á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Afturelding er í fallsæti á meðan ÍBV er í 6. sæti. Eina mark leiksins kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var það Olga Sevcova sem kom ÍBV í 1-0. 14. júní 2022 17:15 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Elín Metta fór meidd af velli og EM mögulega í hættu Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, meiddist er Valur heimsótti Selfoss í Bestu deild kvenna á þriðjudag. Gestirnir frá Hlíðarenda unnu 1-0 útisigur en Elín Metta þurfti að fara meidd af velli eftir rúmlega klukkustundarleik. 15. júní 2022 08:31
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Valur 0-1| Anna Rakel hetja Vals Valur gerði góða ferð á Suðurlandið og vann 0-1 sigur á Selfossi. Anna Rakel Pétursdóttir kom Val yfir á 19. mínútu og reyndist það vera sigurmark leiksins. 14. júní 2022 22:03
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-KR 3-3 | Sex marka jafntefli fyrir norðan Þór/KA og KR buðu upp á markaveislu á Akureyri í kvöld þegar liðin skildu jöfn í Bestu deild kvenna, 3-3. 14. júní 2022 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-ÍBV 0-1 | Eyjakonur sóttu stigin þrjú Nýliðar Aftureldingar tóku á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Afturelding er í fallsæti á meðan ÍBV er í 6. sæti. Eina mark leiksins kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var það Olga Sevcova sem kom ÍBV í 1-0. 14. júní 2022 17:15
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti