Ræddu meiðsli Elínar: Gott að það var högg Valur Páll Eiríksson skrifar 15. júní 2022 12:30 Elín Metta í leik með Val á síðustu leiktíð Vísir/Vilhelm Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen þurfti að fara meidd af velli eftir um klukkustundarleik er lið hennar, Valur, vann Selfoss 1-0 í Bestu deild kvenna í gær. Rætt var um atvikið í Bestu mörkunum. „Við höfum áhyggjur af þessu því Elín Metta lá þarna lengi. Hún lendir í samstuði, reynir að halda áfram, en þetta lítur ekki vel út, sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. Margrét Lára Viðarsdóttir sagði þetta hins vegar ef til vill ekki mjög alvarlegt. Jákvætt væri að um högg var að ræða, en ekki meiðsli án snertingar. „Það sem hræðir mig minna við að sjá þetta, er að þetta er högg. Mar, maður er aumur, það var tilfinningin. Mér finnst alltaf óhugnalegra þegar enginn er nálægt og það er engin snerting,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Mér finnst það líka sárt, fyrir hönd Elínar Mettu, af því að mér fannst hún öflug frá upphafi í þessum leik, maður sá að það var eldmóður í henni,“ Sonný Lára Þráinsdóttir tók undir það og segir synd að Elín missi mögulega af síðasta leik Vals áður en landsliðið kemur saman. „Hún var spræk og maður væri alveg til í að sjá hana spila þessa leiki sem eftir eru þangað til að EM-hópurinn kemur saman. En vonandi er þetta bara lítið og Ásta [Árnadóttir, sjúkraþjálfari Vals og landsliðsins] ýtir smá í hana, smá olnboga,“ Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta meiðist Helena velti þá upp hvort leikmenn séu stressaðir og beri sig öðruvísi til að forðast meiðsli í aðdraganda mótsins. „Auðvitað pæla þær í því. En það er rosa hættulegt að fara inn í leiki með það í hausnum og þora ekki að fara á fullu í tæklingar eða návígi, því þá ertu að fara að meiðast,“ sagði Sonný Lára en Margrét Lára sagði þá leikmenn sem eru í landsliðinu vera nógu miklir fagmenn til að slíkar hugsanir kæmust ekki að. „Ég held að þegar þú ert komin inn í leik, þá gleymist allt einhvern veginn. Við höfum allar fundið fyrir því að vera með allar heimsins á herðum sér en þegar maður mætir inn í leik eða æfingar man maður ekki neitt hvað maður var að glíma við korteri áður. Þessar stelpur eru ótrúlega miklir fagmenn og mæta í alla leiki til að standa sig vel.“ Umræðuna um meiðsli Elínar Mettu má sjá í spilaranum að ofan. Síðasta umferð Bestu deildar kvenna fyrir rúmlega mánaðar hlé vegna EM á Englandi er um helgina. Breiðablik sækir Þór/KA heim á Akureyri á laugardag og fimm leikir fara fram á sunnudag. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Bestu mörkin Besta deild kvenna Valur Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
„Við höfum áhyggjur af þessu því Elín Metta lá þarna lengi. Hún lendir í samstuði, reynir að halda áfram, en þetta lítur ekki vel út, sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. Margrét Lára Viðarsdóttir sagði þetta hins vegar ef til vill ekki mjög alvarlegt. Jákvætt væri að um högg var að ræða, en ekki meiðsli án snertingar. „Það sem hræðir mig minna við að sjá þetta, er að þetta er högg. Mar, maður er aumur, það var tilfinningin. Mér finnst alltaf óhugnalegra þegar enginn er nálægt og það er engin snerting,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Mér finnst það líka sárt, fyrir hönd Elínar Mettu, af því að mér fannst hún öflug frá upphafi í þessum leik, maður sá að það var eldmóður í henni,“ Sonný Lára Þráinsdóttir tók undir það og segir synd að Elín missi mögulega af síðasta leik Vals áður en landsliðið kemur saman. „Hún var spræk og maður væri alveg til í að sjá hana spila þessa leiki sem eftir eru þangað til að EM-hópurinn kemur saman. En vonandi er þetta bara lítið og Ásta [Árnadóttir, sjúkraþjálfari Vals og landsliðsins] ýtir smá í hana, smá olnboga,“ Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta meiðist Helena velti þá upp hvort leikmenn séu stressaðir og beri sig öðruvísi til að forðast meiðsli í aðdraganda mótsins. „Auðvitað pæla þær í því. En það er rosa hættulegt að fara inn í leiki með það í hausnum og þora ekki að fara á fullu í tæklingar eða návígi, því þá ertu að fara að meiðast,“ sagði Sonný Lára en Margrét Lára sagði þá leikmenn sem eru í landsliðinu vera nógu miklir fagmenn til að slíkar hugsanir kæmust ekki að. „Ég held að þegar þú ert komin inn í leik, þá gleymist allt einhvern veginn. Við höfum allar fundið fyrir því að vera með allar heimsins á herðum sér en þegar maður mætir inn í leik eða æfingar man maður ekki neitt hvað maður var að glíma við korteri áður. Þessar stelpur eru ótrúlega miklir fagmenn og mæta í alla leiki til að standa sig vel.“ Umræðuna um meiðsli Elínar Mettu má sjá í spilaranum að ofan. Síðasta umferð Bestu deildar kvenna fyrir rúmlega mánaðar hlé vegna EM á Englandi er um helgina. Breiðablik sækir Þór/KA heim á Akureyri á laugardag og fimm leikir fara fram á sunnudag. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Bestu mörkin Besta deild kvenna Valur Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira