Hitti hetjuna sína: „Enn svífandi um á bleiku skýi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. júní 2022 10:41 Hinn tíu ára gamli Arnór var í skýjunum yfir því að hafa hitt tónlistarmanninn Passenger. Aðsend Tónlistarmaðurinn Passenger hélt tónleika í Hörpu síðastliðinn sunnudag við mikla lukku aðdáenda. Hinn tíu ára gamli Arnór var þó líklega hvað ánægðastur aðdáenda þar sem hann fékk að hitta þetta átrúnaðargoð sitt að tónleikunum loknum. Blaðamaður heyrði í Gunnari Ágústi Ásgeirssyni, föður Arnórs, og fékk að heyra nánar frá þessari skemmtilegu lífsreynslu. „Arnór heyrði fyrst lagið Let her go þegar hann var rétt rúmlega árs gamall og hann vildi bara hlusta endalaust à það. Það var eitthvað við Mike sem hann elskaði og næstu àr hlustaði hann á fleiri og fleiri lög. Hann lék eftir myndböndin hans með miklum tilþrifum og söng og glamraði à gítar. Arnór hefur alltaf fundið til mikillar tengingar við Mike, erfitt að útskýra, en é held að hann finni hvað Mike er ljúfur eins og hann sjálfur. Arnór er ljúfasta sál í heimi.“ Arnór hefur alla tíð tengt við tónlist Passenger.Aðsend Aðdáendur hjálpuðu til Gunnar segir að því hafi ekki verið spurning að festa strax kaup á tónleikamiðunum þegar í ljós kom að Passenger væri að spila hér á Íslandi. „Ég keypti miðana á tónleikana strax fyrsta söludag og Arnór heimtaði að vera fremst fyrir miðju því hann vildi vera eins nálægt Mike og mögulegt væri. Í lok apríl fékk ég þessa hugmynd hvort mögulegt væri að fá að hitta kappann.“ Hann segir að það hafi verið ansi erfitt að fá það í gegn og því gast hann eiginlega upp. „Svo tveimur dögum fyrir tónleikana setti Instagram síða Passenger inn auglýsingu fyrir tónleikana. Ég afritaði bréfið sem ég hafði sent löngu áður og aðdáendur hans fóru á fullt. Allir hvöttu hann til þess að láta draum þessa drengs rætast og þá sérstaklega var maður hér á Íslandi, sem vill ekki láta nafns síns getið, óstöðvandi í því að láta þetta gerast.“ Draumurinn rættist Maðurinn sendi á ýmsa aðila og þar á meðal var Jarrad, ljósmyndari sem er að ferðast með Mike (Passenger) um Evrópu. „Jarrad sér skilaboðin, hefur samband við mig seinnipart tónleikadags og segir mér að Mike vilji endilega hitta drenginn. Klukkan 19:15 rættist þessi draumur. Arnór varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með hetjuna sína. Mike bauð hann velkominn og fór með okkur baksviðs og inn à svið í Eldborg, spjallaði við okkur um tónlist, gítara og spurði Arnór fullt af spurningum um hans áhugamál og framtíðaráform. Mike er einstaklega ljúfur og almennilegur maður og Jarrad hafði einmitt á orði við mig hvað þeir Arnór væru svipaðar týpur. Labba meira að segja eins.“ Þetta hefur án efa verið eftirminnilegur atburður í lífi Arnórs sem hann mun ekki gleyma en Gunnar segir að sonur sinn sé enn svífandi um á bleiku skýi. „Hann var í svo miklu spennufalli í gær að hann var bara eins og hann væri þunnur hérna heima. Passenger eignaðist meira en aðdáanda á sunnudag, hann eignaðist vin.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Arnór heyrði fyrst lagið Let her go þegar hann var rétt rúmlega árs gamall og hann vildi bara hlusta endalaust à það. Það var eitthvað við Mike sem hann elskaði og næstu àr hlustaði hann á fleiri og fleiri lög. Hann lék eftir myndböndin hans með miklum tilþrifum og söng og glamraði à gítar. Arnór hefur alltaf fundið til mikillar tengingar við Mike, erfitt að útskýra, en é held að hann finni hvað Mike er ljúfur eins og hann sjálfur. Arnór er ljúfasta sál í heimi.“ Arnór hefur alla tíð tengt við tónlist Passenger.Aðsend Aðdáendur hjálpuðu til Gunnar segir að því hafi ekki verið spurning að festa strax kaup á tónleikamiðunum þegar í ljós kom að Passenger væri að spila hér á Íslandi. „Ég keypti miðana á tónleikana strax fyrsta söludag og Arnór heimtaði að vera fremst fyrir miðju því hann vildi vera eins nálægt Mike og mögulegt væri. Í lok apríl fékk ég þessa hugmynd hvort mögulegt væri að fá að hitta kappann.“ Hann segir að það hafi verið ansi erfitt að fá það í gegn og því gast hann eiginlega upp. „Svo tveimur dögum fyrir tónleikana setti Instagram síða Passenger inn auglýsingu fyrir tónleikana. Ég afritaði bréfið sem ég hafði sent löngu áður og aðdáendur hans fóru á fullt. Allir hvöttu hann til þess að láta draum þessa drengs rætast og þá sérstaklega var maður hér á Íslandi, sem vill ekki láta nafns síns getið, óstöðvandi í því að láta þetta gerast.“ Draumurinn rættist Maðurinn sendi á ýmsa aðila og þar á meðal var Jarrad, ljósmyndari sem er að ferðast með Mike (Passenger) um Evrópu. „Jarrad sér skilaboðin, hefur samband við mig seinnipart tónleikadags og segir mér að Mike vilji endilega hitta drenginn. Klukkan 19:15 rættist þessi draumur. Arnór varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með hetjuna sína. Mike bauð hann velkominn og fór með okkur baksviðs og inn à svið í Eldborg, spjallaði við okkur um tónlist, gítara og spurði Arnór fullt af spurningum um hans áhugamál og framtíðaráform. Mike er einstaklega ljúfur og almennilegur maður og Jarrad hafði einmitt á orði við mig hvað þeir Arnór væru svipaðar týpur. Labba meira að segja eins.“ Þetta hefur án efa verið eftirminnilegur atburður í lífi Arnórs sem hann mun ekki gleyma en Gunnar segir að sonur sinn sé enn svífandi um á bleiku skýi. „Hann var í svo miklu spennufalli í gær að hann var bara eins og hann væri þunnur hérna heima. Passenger eignaðist meira en aðdáanda á sunnudag, hann eignaðist vin.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira