Allir eru að fá sér Páll Ásgeir Ásgeirsson skrifar 13. júní 2022 10:31 Náttúra landsins er takmörkuð auðlind. Um þessar mundir boða stjórnvöld tvöföldun orkuframleiðslu á næstu 20 árum. Slíkt getur ekki gerst nema á kostnað náttúrunnar. Ísland ræður yfir stærstu ósnortnu víðernum í Evrópu. Heimurinn hefur trúað okkur fyrir þessari gersemi og við ættum að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Engin þjóð framleiðir meira rafmagn en Ísland miðað við höfðatölu.Samt gera stjórnvöld áætlanir sem byggjast á áframhaldandi vexti. Þau fullyrða að til þess að fara í orkuskipti þurfi að auka framleiðslu um 120% á næstu áratugum. Í dag fara 80% allrar orku sem er framleidd á landinu til stóriðju. Fyrir hvert kílówatt af orku sem íslensk heimili nota þarf stóriðjan fjögur kílówött. Áhyggjufull alþýðuheimili reyna að minnka kolefnisfótspor sitt með því að kaupa rafmagnsbíl, ferðast á reiðhjóli, fara ekki til útlanda, flokka sorp, vinna gegn matarsóun. En fyrir hvern lítra af bensíni sem íslenskum heimilum tekst að spara þyrfti stóriðjan á Íslandi að spara fjóra. Fyrir hvert gramm af koltvísýringi sem okkur tekst að koma í veg fyrir að stígi til himins þyrfti stóriðjan að draga saman fjögur grömm. Til þess að ná settu marki í loftslagsmálum þýðir ekki að gera áætlanir sem byggja á óbreyttu ástandi. Breytingar eru nauðsynlegar. Við getum vel náð settu marki- fullkomnum orkuskiptum með því að breyta lífsháttum okkar en þá verður líka að gera sömu kröfur til álvera og heimila.Íslensk náttúra er opinn bar þar sem allir eru að fá sér. Um land allt eru menn önnum kafnir við að skipuleggja virkjanir, vindorkuver, hugsandi um leiðir til þess að komast framhjá leikreglum umhverfismats og skipulagslaga. Þessu verður að linna. Eina leiðin til þess að vernda náttúruna og koma á nauðsynlegum orkuskiptum er með því að draga úr orkufrekri neyslu. Lausnin er í neysluskiptum en ekki orkuskiptum. Hættum að líta á frekari virkjanir sem lausn vandans og vöknum til nýrrar framtíðar með skynsamlegum lausnum Landverndar. Til framtíðar getum við ekki umgengist íslenska náttúru eins og opinn bar þar sem allir eru að fá sér. Við viljum ekki verða kynslóðin sem gerði heiminn óbyggilegan komandi kynslóðum. Þar verða stjórnvöld að ganga á undan með því að gera sömu kröfur til stóriðjunnar og fólksins í landinu. Landvernd kynnir sviðsmyndir þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur á hádegisfundi n.k. miðvikudag. Frekari upplýsingar er að finna á fésbókarsíðu Landverndar. Höfundur situr í stjórn Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúra landsins er takmörkuð auðlind. Um þessar mundir boða stjórnvöld tvöföldun orkuframleiðslu á næstu 20 árum. Slíkt getur ekki gerst nema á kostnað náttúrunnar. Ísland ræður yfir stærstu ósnortnu víðernum í Evrópu. Heimurinn hefur trúað okkur fyrir þessari gersemi og við ættum að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Engin þjóð framleiðir meira rafmagn en Ísland miðað við höfðatölu.Samt gera stjórnvöld áætlanir sem byggjast á áframhaldandi vexti. Þau fullyrða að til þess að fara í orkuskipti þurfi að auka framleiðslu um 120% á næstu áratugum. Í dag fara 80% allrar orku sem er framleidd á landinu til stóriðju. Fyrir hvert kílówatt af orku sem íslensk heimili nota þarf stóriðjan fjögur kílówött. Áhyggjufull alþýðuheimili reyna að minnka kolefnisfótspor sitt með því að kaupa rafmagnsbíl, ferðast á reiðhjóli, fara ekki til útlanda, flokka sorp, vinna gegn matarsóun. En fyrir hvern lítra af bensíni sem íslenskum heimilum tekst að spara þyrfti stóriðjan á Íslandi að spara fjóra. Fyrir hvert gramm af koltvísýringi sem okkur tekst að koma í veg fyrir að stígi til himins þyrfti stóriðjan að draga saman fjögur grömm. Til þess að ná settu marki í loftslagsmálum þýðir ekki að gera áætlanir sem byggja á óbreyttu ástandi. Breytingar eru nauðsynlegar. Við getum vel náð settu marki- fullkomnum orkuskiptum með því að breyta lífsháttum okkar en þá verður líka að gera sömu kröfur til álvera og heimila.Íslensk náttúra er opinn bar þar sem allir eru að fá sér. Um land allt eru menn önnum kafnir við að skipuleggja virkjanir, vindorkuver, hugsandi um leiðir til þess að komast framhjá leikreglum umhverfismats og skipulagslaga. Þessu verður að linna. Eina leiðin til þess að vernda náttúruna og koma á nauðsynlegum orkuskiptum er með því að draga úr orkufrekri neyslu. Lausnin er í neysluskiptum en ekki orkuskiptum. Hættum að líta á frekari virkjanir sem lausn vandans og vöknum til nýrrar framtíðar með skynsamlegum lausnum Landverndar. Til framtíðar getum við ekki umgengist íslenska náttúru eins og opinn bar þar sem allir eru að fá sér. Við viljum ekki verða kynslóðin sem gerði heiminn óbyggilegan komandi kynslóðum. Þar verða stjórnvöld að ganga á undan með því að gera sömu kröfur til stóriðjunnar og fólksins í landinu. Landvernd kynnir sviðsmyndir þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur á hádegisfundi n.k. miðvikudag. Frekari upplýsingar er að finna á fésbókarsíðu Landverndar. Höfundur situr í stjórn Landverndar.
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar